Manni er spurn, hvað var hann eiginlega að pumpa miklu lofti í dekkið??
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/haetturnar-leynast-vida-lest-thegar-hann-var-ad-pumpa-lofti-i-bildekk---sprakk-framan-i-hann-
R.I.P
Hætturnar leynast víða
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hætturnar leynast víða
Gæti hafa verið gallað dekk eða skemmt, annars hef ég séð sprungu á 38" mudder hjá mér gliðna um2-3 millimetra bara við að fara upp í 22 pund, en það var orðið gamalt og lélegt
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hætturnar leynast víða
Ég er búinn að prufa að sprengja fólksbíladekk. Það var ekkert eins gaman og ég hélt. Lenti einmitt í þessu þegar ég var að pumpa í dekk á bíl sem að ég átti. Tók eftir að það var kúla á dekkinu og svo kom bara baaang!!! Maður heyrði ekkert á smá tíma og fékk nokkrar skrámur. En ekkert alvarlegt.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hætturnar leynast víða
Það rifjar upp fyrir mér atvik sem ég lenti í þegar ég var örugglega í kringum 7-8 ára.
Ákvað að bæta lofti í BMX hjólið og fór þá í stóru loftpressuna og pumpaði eins og einginn væri morgundagurinn.
Allt í einu sá ég kúlu á dekkinu og svo kom þessi líka svaka hvellur og ég kastaðist aftur fyrir mig. Ég heyrði bara væl í eyrunum í góðan tíma á eftir. :/
En þessi óheppni Breti hlýtur að hafa fengið vænan bút af dekkinu framan í sig sem hefur valdið þessu.
Ákvað að bæta lofti í BMX hjólið og fór þá í stóru loftpressuna og pumpaði eins og einginn væri morgundagurinn.
Allt í einu sá ég kúlu á dekkinu og svo kom þessi líka svaka hvellur og ég kastaðist aftur fyrir mig. Ég heyrði bara væl í eyrunum í góðan tíma á eftir. :/
En þessi óheppni Breti hlýtur að hafa fengið vænan bút af dekkinu framan í sig sem hefur valdið þessu.
Re: Hætturnar leynast víða
Ég lenti í því fyrir 3 árum að ég var að setja dekk undir vörubílinn já mér, ég er að bogra við það með kúbeini að reyna að koma því upp á felguboltana þegar kannturinn á því gefur sig að innanverður, ég man eftir miklum hvelli, og rankaði við mér við veg sirka 5 metra frá bílnum og með dekkið við hliðina á mér. Það ýlfraði í eyranu mínu í marga daga á eftir :) Rifan á dekkinu var um það bil 30 cm löng :( og í dekkinu voru rúmlega 100 psi :(
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Hætturnar leynast víða
Það gengur líka oft mikið á þegar vörubíladekk hvellspringa, ekki óalgengt að það verði einhverjar skemdir á bílunum þegar það skeður.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur