Þar sem ég er nú bara að byrja í jeppamennskunni þá vantar mig helling af upplýsingum.
Eitt af þeim er hvað á maður að hafa mikið loft í dekkjunum og hvernig á maður svo að aka þegar það er búið að taka loft úr dekkjunum.
Fyrsta er bara hvað hafa menn mikið í dekkjunum þegar er bara verið að aka á malarvegi, t.d. eins og á Kili eða Sprengisandi. Þá býst ég við að menn séu að þessu til þægindarauka. Síðan er þá líka spurning hvernig fer þetta með dekkin og hvað getur maður ekið hratt og lengi.
Síðan er auðvitað þegar er komið í snjó og hvernig er með krappar beygjur?
Ég vona að einhver reynsluboltinn geti gefið mér einhverjar upplýsingar um þetta.
Taka loft úr dekkjum
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Taka loft úr dekkjum
Sæll og velkominn í jeppamenskuna á hvernig jeppa verður þú svona til að byrja með??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Taka loft úr dekkjum
Þakka, ég er með Patrol '99 árgerð á 35" dekkjum.
Re: Taka loft úr dekkjum
Sæll. Þetta er yfirleytt kallað að hleypa úr dekkjunum og er gert einmitt í þeim tilgangi sem þú nefnir til að fá mýkri akstur á grófari slóðum og svo hleypa menn þeim muna meira úr til að fljóta betur á snjónum og allt það. En þú finnur sem best úr þessu sjálfur miðað við dekkjategund, grófleika þeirra og mynstur, stærð og breydd felgnanna og að sjálfsögðu hvernig bíl þú ert á og hversu slyngur bílstjóri þú ert.
Miðað við Patrol sem talinn er hafa góða og talsvert mjúka fjöðrun þá er fínt að fara í sirka 18 pund (PSI) á 35" dekkjum að sumri til á grófum malarslóða og slarki. Ég myndi athuga 28-30 pund öllu jafna á malbikinu, bæði uppá aksturseiginleika og eyðslu (minna viðnám í vel pumpuðum dekkjum en of mjúkum).
Sjálfur er ég á tæplega 32" dekkjum undir óbreyttum bíl og er nýbúinn að fjárfesta í nýjum dekkjum. Þau hafa svo mjúkt mustur að ég hika ekki við að hafa 40 pund í þeim við daglegann akstur. Fór í mína fyrstu ferð á þessum dekkjum á Syðri-Fjallabaksleið og fór ég niður í 19 pund þegar vegurinn fór að verða fullgrófur.
Svo er gott trikk að vera með stálhettur á ventlunum, en þá þarf maður ekki að vera með pílur í þeim þar sem lítið sem ekkert loft lekur meðfram þeim eins og vill gerast með plasthetturnar. Svo er gott að vera með tvo loftþrýstingsmæla í bílnum hjá sér. Einn sem sýnir upp að 20 pundum (nákvæmari á því sviði) og annan sem fer ofan við það og uppí sirka 50-60 pund.
Kv. Haffi
Miðað við Patrol sem talinn er hafa góða og talsvert mjúka fjöðrun þá er fínt að fara í sirka 18 pund (PSI) á 35" dekkjum að sumri til á grófum malarslóða og slarki. Ég myndi athuga 28-30 pund öllu jafna á malbikinu, bæði uppá aksturseiginleika og eyðslu (minna viðnám í vel pumpuðum dekkjum en of mjúkum).
Sjálfur er ég á tæplega 32" dekkjum undir óbreyttum bíl og er nýbúinn að fjárfesta í nýjum dekkjum. Þau hafa svo mjúkt mustur að ég hika ekki við að hafa 40 pund í þeim við daglegann akstur. Fór í mína fyrstu ferð á þessum dekkjum á Syðri-Fjallabaksleið og fór ég niður í 19 pund þegar vegurinn fór að verða fullgrófur.
Svo er gott trikk að vera með stálhettur á ventlunum, en þá þarf maður ekki að vera með pílur í þeim þar sem lítið sem ekkert loft lekur meðfram þeim eins og vill gerast með plasthetturnar. Svo er gott að vera með tvo loftþrýstingsmæla í bílnum hjá sér. Einn sem sýnir upp að 20 pundum (nákvæmari á því sviði) og annan sem fer ofan við það og uppí sirka 50-60 pund.
Kv. Haffi
Re: Taka loft úr dekkjum
Allt í lagi að fara niður í 8-10psi á grófum malarvegum á 35-38".. Ef eitthvað er fer það betur með dekkin en að hafa þetta harðpumpað..
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Taka loft úr dekkjum
Er einmitt sammála þessu með loftmælana. Ég er með 2 og þetta er þvílíkur munur þegar maður er að hleypa úr. Ég keyri á 25psi á malbikinu og svona 16-18 á möl. Er á patrol 94 á 38" Gh dekkjum Yfir vetrar tíman er ég með svona 20psi í venjulegum akstri
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Taka loft úr dekkjum
Pajero1 wrote:Allt í lagi að fara niður í 8-10psi á grófum malarvegum á 35-38".. Ef eitthvað er fer það betur með dekkin en að hafa þetta harðpumpað..
Hvernig færðu það út að það fari betur með dekkin að hafa þetta lítið í þeim miðað við að hafa "harðpumpað"?
Maður kemst ekki eins hratt yfir þegar maður er með svona lítið í dekkjunum og svo er meiri hætta að bíllinn verði svagari og að maður affelgi.
Kv. Haffi
Re: Taka loft úr dekkjum
8-10 psi í 35" dekkjum undir patrol er ávísun á ónýt dekk vegna hitamyndunar, er í lagi í algjöru skaki en alls ekki á venjulegum hálendisvegum þar sem hraðinn er töluverður á köflum. Myndi sjálfur vera með 15-18 psi í hálendisakstri en minna þar sem þörf er á eins og t.d. í sand/aurbleytu og á mjög grófum troðningum þar sem hraðinn er lítill.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
Re: Taka loft úr dekkjum
HaffiTopp wrote:Pajero1 wrote:Allt í lagi að fara niður í 8-10psi á grófum malarvegum á 35-38".. Ef eitthvað er fer það betur með dekkin en að hafa þetta harðpumpað..
Hvernig færðu það út að það fari betur með dekkin að hafa þetta lítið í þeim miðað við að hafa "harðpumpað"?
Maður kemst ekki eins hratt yfir þegar maður er með svona lítið í dekkjunum og svo er meiri hætta að bíllinn verði svagari og að maður affelgi.
Kv. Haffi
Svo ég svari fyrir sjálfan mig og mína reynslu þá ert Þú ekkert að fara að rífa dekk á grófum slóðum þegar þú ert í 8-10psi. Mikið líklegra að þú gerir það í 15-18 psi.
Auðvitað keyrir þú ekkert hratt eða langt með svo lítið í dekkjunum og ætti 15-18psi að duga á flestum stöðum
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Taka loft úr dekkjum
HaffiTopp wrote:Svo er gott trikk að vera með stálhettur á ventlunum, en þá þarf maður ekki að vera með pílur í þeim þar sem lítið sem ekkert loft lekur meðfram þeim eins og vill gerast með plasthetturnar.
Stálhetturnar eru fínar þar til þéttihringirnir eru farnir út í veður og vind, sem er alls ekki óalgengt! Þess vegna er um að gera að hafa nokkrar til vara og fylgjast vel með því hvort þéttingarnar séu ekki örugglega til staðar.
Re: Taka loft úr dekkjum
Það er mjög gott að setja einn dropa af tonnataki ofnaí krómhetturnar áður en maður fyrir að nota þær, tonnatakið heldur gúmmíhringnum í hettunum og þá er maður ekki að tína þeim úr....
Kv
Kv
Re: Taka loft úr dekkjum
Mig langar aðeins að koma inná það að keyra hratt með of lítið loft í dekkjum.
Þetta er ekkert ein algild regla og mjög mismunandi eftir dekkjum og þyngd bíls.
Ég átti mússó á 38" Ground hawk dekkjum og fannst þau frábær vegna þess að ég gat keyrt á mjög litlu lofti, hratt og lengi. T.d. átti ég það til að keyra niður í 5psi upp í 80km hraða. Mæli ekki með þessu, en þetta virtist þola þetta og ég notaði dekkin þónokkuð lengi.
Síðan hef ég haft patrol á 37" good year dekkjum og keyrði með 15-20 psi á malarvegum talsvert en þau dekk eyðilögðust mjög hratt við þessa meðferð.
Til þess síðan að bæta þriðja dæminu við þá er ég í dag á Ford F350 á 37" toyo og þau dekk eru mjúk og fín í 30psi (keyri daglega í 65) og virðast þola þá meðferð fínt.
Einhver þumalregla f. hálendisvegi á "venjulegum" jeppum á 35" eða stærra er mín skoðun að byrja í 20psi og prófa sig áfram. Ég myndi ekki keyra á minna en 12psi á hálendinu án þess að hafa áhyggjur af meðferð dekkjanna.
Ívar
Þetta er ekkert ein algild regla og mjög mismunandi eftir dekkjum og þyngd bíls.
Ég átti mússó á 38" Ground hawk dekkjum og fannst þau frábær vegna þess að ég gat keyrt á mjög litlu lofti, hratt og lengi. T.d. átti ég það til að keyra niður í 5psi upp í 80km hraða. Mæli ekki með þessu, en þetta virtist þola þetta og ég notaði dekkin þónokkuð lengi.
Síðan hef ég haft patrol á 37" good year dekkjum og keyrði með 15-20 psi á malarvegum talsvert en þau dekk eyðilögðust mjög hratt við þessa meðferð.
Til þess síðan að bæta þriðja dæminu við þá er ég í dag á Ford F350 á 37" toyo og þau dekk eru mjúk og fín í 30psi (keyri daglega í 65) og virðast þola þá meðferð fínt.
Einhver þumalregla f. hálendisvegi á "venjulegum" jeppum á 35" eða stærra er mín skoðun að byrja í 20psi og prófa sig áfram. Ég myndi ekki keyra á minna en 12psi á hálendinu án þess að hafa áhyggjur af meðferð dekkjanna.
Ívar
Re: Taka loft úr dekkjum
vidart wrote:Þar sem ég er nú bara að byrja í jeppamennskunni þá vantar mig helling af upplýsingum.
Eitt af þeim er hvað á maður að hafa mikið loft í dekkjunum og hvernig á maður svo að aka þegar það er búið að taka loft úr dekkjunum.
Fyrsta er bara hvað hafa menn mikið í dekkjunum þegar er bara verið að aka á malarvegi, t.d. eins og á Kili eða Sprengisandi. Þá býst ég við að menn séu að þessu til þægindarauka. Síðan er þá líka spurning hvernig fer þetta með dekkin og hvað getur maður ekið hratt og lengi.
Síðan er auðvitað þegar er komið í snjó og hvernig er með krappar beygjur?
Ég vona að einhver reynsluboltinn geti gefið mér einhverjar upplýsingar um þetta.
Eins og í flestu sem tengist bílum er eina rétta svarið "it depends"
Fyrir götuakstur er ágætt upp á eyðslu og léttleika að hafa sem mest í dekkjunum þó að sjálfsögðu innan einhverra skynsamlegra marka. Ætli þær tölur sem þegar hafa verið nefndar hér séu ekki nærri lagi 25-30psi. Hvað snertir slit þá veldur of hár þrýstingur því að dekkin slitna mest í miðjunni, of lítill þrýstingur veldur sliti á jöðrum banans. Það er ágætt að hafa þetta til hliðsjónar og fylgjast með því hvernig dekkin slitna þegar á líður.
Fyrsta vers, sem stundum gleymist, þegar menn fara að spá í úrhleypingar er að hafa einhverskonar plan um það hvernig á að koma dekkjunum aftur upp í heppilegan þrýsting. Sé loftdæla í bílnum er mjög gott að taka æfingu til að fullvissa sig um að hún (með tilheyrandi búnaði) virki og ráði yfirleitt við það verkefni að dæla 4 loftlítil dekk upp í fullan þrýsting án vandræða.
Hvað snertir akstur á grófum vegum eða slóðum þá er það mjög persónubundið hvort og þá hversu mikið menn vilja hleypa mikið úr og það fer að sjálfsögðu líka eftir bílum og dekkjastærð. Fyrst um sinn er einfalt að stoppa öðru hvoru og leggja hönd á hliðar dekkjanna til að finna hvort að þau hitna. Ég tel dekk yfir líkamshita of heit m.v. dekkjaverð í dag og vil hafa þau talsvert neðar. Það er ágætt að tékka hitann á dekkjunum þegar hleypt er úr til að fá einhverja viðmiðun um framhaldið. Ef dekkin eru of heit þá er annaðhvort að hægja á eða hækka þrýstinginn. Almennt séð veldur úrhleyping í þessum tilgangi (eigum við að segja með loftþrýsting yfir 12 psi) ekki hættu á að skemma dekk á grjóti eða afflegunum.
Áður en farið er í úrhleypingar niður fyrir 10 pund -eins og t.d. í snjóakstri- er skynsamlegt að vera búinn að afla sér upplýsinga um það hvernig viðkomandi dekk tolla á viðkomandi felgum við lágan loftþrýsting. Bæði eru dekk misjöfn hvað þetta snertir og felgur einnig, þyngd bílsins skiptir líka miklu máli. Sumir kokteilar eru með öllu ónothæfir og dekkin leka út af felgunum við minnsta álag. Það er vont að uppgötva það fyrst við eitthvað annað en bestu aðstæður.
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 06.apr 2010, 23:46
- Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
- Bíltegund: Mitsubishi Pajero
Re: Taka loft úr dekkjum
Ég er sammála Kidda og finnst bara betra að vera með góðar gúmmíhettur heldur en stálhettur, hvort sem þéttihringirnir eru ílímdir eða ekki. Annar ventillinn í hverri felgu hjá mér er pílulaus og útboraður og hefur ekki verið til neinna vandræða með góðum gúmmíhettum. Ég hef hinsvegar horft á eftir þessum þéttihringjum blásast út úr stálhettunum. Verst ef það gerist án þess að þú takir eftir því þegar þú ert að skrúfa þær á. Fékk þessar gúmmíhettur sem ég er með á dekkjaverkstæði (og nokkrar auka) sérstaklega í þetta brúk og þær voru kallaðar eitthvað sérstakt sem ég man náttúrulega ekki hvað var.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI
Re: Taka loft úr dekkjum
Er með svipað setup og Árni - mæli með að fara á eitthvað N1 dekkjaverkstæðið og fá hjá þeim plasthettur. Ég hef farið þar sem Hjólabarðahöllin var og þar eru þetta kallaðar Eddahettur. Held að þetta sé af einhverju vörubíladekkjum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur