Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?


Höfundur þráðar
Pajero1
Innlegg: 98
Skráður: 28.feb 2011, 18:42
Fullt nafn: Halldór Sveinsson

Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá Pajero1 » 14.sep 2011, 23:20

Sælir félagar.
Hvernig er þessu háttað.
Ég er með 1986 módel af mikið breittum jeppa. (46")
Ég þarf að láta Breitingarskoða hann eftir smíði en svo langar mig að skrá hann sem fornbifreið og losna við
bifreiðargjöldin og fá lægri tryggingar.
En maður hefur heyrt það í gegnum tíðina að Breittir jeppar fáist ekki skráðir sem fornbifreiðar og því fáist ekki afsláttur á tryggingum.
Er eitthvað til í þessu?




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá sukkaturbo » 14.sep 2011, 23:39

nei ekkert lét skoða ofur foxinn og gerði hann aðð fornbíl í fyrra kveðja guðni

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá Polarbear » 15.sep 2011, 10:00

þú færð hann skráðan sem fornbíl, og losnar við bifreiðagjöld. Hinsvegar neita tryggingafélögin að láta þig fá fornbílatryggingar ef bíllinn er breyttur.


atlifr
Innlegg: 180
Skráður: 01.feb 2010, 09:13
Fullt nafn: Atli F Unnarsson

Re: Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá atlifr » 15.sep 2011, 10:28

Flest tryggingarfélög geta boðið þér ferðabílatryggingar (held að það sé e-ð svipað og húsbílatrygging). Það þarf að vísu að vera annar bíll skráður á þig og jafnvel tryggður hjá þeim.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá Dodge » 15.sep 2011, 12:25

Það getur líka verið mismunandi eftir tryggingafélugum, já og bara þjónustufulltrúum.
Skráðu hann bara sem fornbíl og farðu í þitt tryggingafélag og reindu að fá á hann fornbílatryggingu,
tapar engu á að reina það.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Breitingarskoðun - fornbifreið - jeppi?

Postfrá Startarinn » 15.sep 2011, 20:13

Ég er með ferðabílatryggingu á mínum, fór bara í tryggingarnar við endurnýjun og rakti hvernig bíllinn er notaður, var lítið mál
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur