Það er alltaf eitthvað vesen hjá mér, núna er hleðsluvesen á bílnum hjá mér, þ.e.a.s hann hleður alltof mikið.
Mælirinn sýnir að hann hleður allt uppí 18volt + (samkvæmt mælinum inní bílnum)
ég prófaði að skipta um straumboxið (setti annað sem á átti) og þá sýndi hann að hann væri að hlaða eðlilega en hlóð samt alltof lítið.
(og þess ber að geta að ég er ekki með neitt aukarafkerfi einsog er, ekkert aukalega tengt hja mér)
Það er alltaf hleðsluljós í mælaborðinu hjá mér sem logar bara þegar hann er ekki að hlaða neitt.
Þetta er allt í daihatsu rocky
veit einhvern hvað getur verið að hrjá hann??
Hleðsluvesen
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Hleðsluvesen
Mældu geymaspennuna með bílinn í gangi. Ef spennan er langt yfir 14v er spennustillirinn liklega ónytur. Hann er yfirleitt innbyggður i rafalann.
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 483
- Skráður: 03.feb 2010, 16:03
- Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson
Re: Hleðsluvesen
ég meinti spennustillirinn þegar ég sagði straumboxið, en já, ég er búinn að skipta um hann, setti alveg nýjan í hann
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
Re: Hleðsluvesen
sælir..... ath vel jarðtengingarnar á mótornum...... ef þær eru í ólagi þá gæti þetta lyst ser svona.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hleðsluvesen
Prufa að setja startkapal milli mínuspóls og blokkar, hedds og boddís og sjá hvort einhverju munar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 1 gestur