Gangtruflanir í XJ Cherokee

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá hobo » 11.maí 2011, 19:24

Byrja á að setja ísvara í bensínið, það gerði kraftaverk fyrir mig um daginn.
Svo má endurnýja bensínsíu og kerti ef það hefur ekki verið gert lengi.



User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá hobo » 11.maí 2011, 19:40

Þá er bara að bíða eftir snillingunum hérna til að svar því :)


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá Stjáni Blái » 11.maí 2011, 22:01

Það er Tímakeðja í 4.0L AMC vélinni !
Viftureimina færðu sennilega í H-Jónsson. og gætir einnig fengið þessa reim í stillingu.

Kv.
Stjáni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá AgnarBen » 11.maí 2011, 23:09

Viftureimin er til í N1, kostar að mig minnir 5.900 án afsláttar. Tékkaðu samt á H.Jónssyni, gæti verið ódýrari þar.

Veistu hvað er langt síðan skipt var um kerti og kertaþræði ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá Freyr » 12.maí 2011, 00:00

svopni wrote:Ég er í smá vandræðum. Málið er að nýlega fóru að koma fram gangtruflanir í bílnum hjá mér. Hann dettur alltaf í gang en kokar stundum á gjöf. Og á það til að drepa á sér þegar hann dettur niður á snúning. Þá getur hann verið soldið leiðinlegur í gang en það kemur nú altaf á endanum. Veit einhver hvað þetta gæti verið?


Keypti viftureim í minn XJ fyrir ekki löngu síðan, hefði þurft að sérpannta hana í H.Jónsson og borga kringum 10.000 en fékk hana svo í Poulsen á innan við 3.000 kr.
Tímakeðjan endist líftíma vélarinnar ef ekkert kemur upp á, endinginn getur þó styst til muna ef smurskiptum er ábótavant.
Ef bensínsían er utan tanksins er hún innan við burðarbitann vm. undir bílnum, framan við afturhásingu, annars er hún í tanknum.

Gangtruflun:
-Sveifarásskynjarinn er líklegasta orsökin fyrir þessu.....

Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá AgnarBen » 13.maí 2011, 11:16

Googlið virkar oft vel líka (crank sensor), það er búið að leysa þetta allt í Ameríkuhreppi. Oft er meira að segja hægt að finna videó af viðgerðum :)

hér er lýsing:
http://www.bc4x4.com/faqs/yj.cfm?cat=5&faqid=164
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá Freyr » 14.maí 2011, 21:01

Skiptu um skynjarann strax, hann er gallagripur og nær 100% öruggt að það þarf að skipta um hann a.m.k. 1x á líftíma bílsins. Hef margoft átt við Jeep með þennann skynjara ónýtan (bæði í eigin bílum og eins þegar ég vann við þessa bíla hjá Ræsi) og það hefur aldrei dugað að eiga bara við tengið mínum tilfellum.

Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gangtruflanir í XJ Cherokee

Postfrá AgnarBen » 15.maí 2011, 23:54

Ebay segir 30-40 dollara þannig að mér kæmi ekki á óvart að menn séu að rukka amk 10-15 þús.kr hér heima. Prófaðu bara að hringja á þessa helstu staði hér heima og gera verðkönnun.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur