80 series


Höfundur þráðar
GudmundurThorir
Innlegg: 5
Skráður: 04.feb 2019, 19:49
Fullt nafn: Guðmundur Þórir Sigurðsson

80 series

Postfrá GudmundurThorir » 26.okt 2025, 22:37

Mig langaði að deila ferðalaginu með þessum Land Cruiser 80, árgerð ’92.

Ég eignaðist bílinn í fyrra, hann var þá þegar búinn að fá ýmsar breytingar og var í sæmilegu standi. Ég byrjaði á því að láta laga mesta ryðið í bodýinu (ekki allt búið á 3 nýjar hurðar sem eiga eftir að fara á hann), og síðan þá hafa ófáar klukkustundir farið í alls konar dund og viðhald.

Þegar ég fékk hann var búið að breyta honum og setja hann á þessi dekk, úrhleypibúnað, loftlása á fram- og afturdrif, RCV öxla að framan, það var intercooler en einungis 2" lagnir.

Vélargerð: 1HD-T dísel túrbó
Skipting: OEM 4 gíra
Túrbína: G Turbo 380 HD Titan er að láta hana blása 24-26 PSI
Spíssar: 30 % stærri frá G Turbo
Olíuverk: Aggresívari pinni frá Tillix og stífari gormur
Loftinntak: Safari Snorkel tengt OEM loftsíuboxi með K&N loftsíu, Intercooler með 2 3/4" lögnum.
Púströr: Ryðfrítt 3" straight-pipe
Alternator: Úr LC100 120 Amper

Hlutföll: 4.88
Stýrisdempari: Old man emu
Demparar: Fox 2.5" smooth body með forðabúri
Gormar: Old man emu
Hlutföll: 4.88
Öxlar: Framan RCV, aftan OEM
Læsingar: Lofttjakkar á fram- og afturdrifi, OEM rafmagnslás á millikassa.
Dekk:17 R 40x13.50 Cooper STT PRO
Úrhleypibúnaður: Landvéla kista og hné, FINI Flash loftdæla.
Rafkerfi: Auka rafkerfi stýrt í gegnum AUX beam rofaborð.
Þakgrind: Frá Offroad Mania


Stefnan er að uppfæra þráðinn smám saman eftir því sem vinnunni og brasinu vindur fram :)
Viðhengi
20250925_200344.jpg
20250925_200344.jpg (344.81 KiB) Viewed 107 times
Sumar '25.png
Sumar '25.png (6.03 MiB) Viewed 304 times
Ný búnir að ná í jeppann.jpg
Ný búnir að ná í jeppann.jpg (1004.29 KiB) Viewed 304 times
Síðast breytt af GudmundurThorir þann 28.okt 2025, 08:20, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

Snæri
Innlegg: 45
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir

Re: 80 series

Postfrá Snæri » 27.okt 2025, 19:32

Til hamingju með gripinn. Hef alltaf verið smá skotinn í 80 bílnum þrátt fyrir að mönnum hafi ekki fundist mikið til þegar hann kom fyrst og tók við af 60 bílnum. það stendur einmitt reglulega einn svona fyrir utan gluggan hjá mér á 40tommunum með rauð/silfur tvítóna litaskemanu.
verður gaman að fylgjast með hvað verður. og endilega henda inn nóg af ferðamyndum líka :)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur