Fiat GSE/GME T4 (FireFly og Hurricane Vélarnar)


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 17
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Fiat GSE/GME T4 (FireFly og Hurricane Vélarnar)

Postfrá Snæri » 04.okt 2024, 10:23

Sælir Spjallverjar,

Ég er með smá vangaveltur og pælingar og langaði að vita frá ykkur sem þekkja til. Allt virðist benda til þessa að gamla chrysler Pentastar vélin sé á undanhaldi og það sé verið að troða Fiat 4xe vélinni í alla jeep-ana (1.3L GSE í renegade/compass, og 2.0L GME í Wrangler/Cherokee/gladiator).
Þeir sem þekkja til þessara vél: Hvernig hafa þær verið að reynast mönnum, og þá sérstaklega þegar farið er að misbjóða þeim með dekkjum í yfirstærð og þeirri aukaþyngd sem fylgir oft þessu brasi, er vélinni kannski bara fleygt við fyrsta tækifæri þegar farið er í breytingar?
Ég hef séð ógurlega marga wranglera með þessari vél hérna í bænum en eitthvað minna um þá uppá fjöllum. hef voða lítið séð af reynslusögum nema hvað að kaninn er ekki að fíla þær, enda margir þeirra lítraperrar sem vilja bara pentastar vélina aftur eða 5.7 hemi



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur