Nú var ég að skipta um jeppa nýlega, fór úr Land Cruiser 90 yfir á Tacomu 2005.
Cruiserinn var með gormafjöðrun að aftan (og þverstífu) og mér fannst hann hafa þann leiðinlega kæk að leita til hliðar að aftan þegar maður keyrði í þéttum smáholum eða á þvottabretti.
Tacoman virtist ekki gera þetta þegar ég prófaði hana á ruddalegu þvottabretti á Hólmsheiðarveginum, en hún er með blaðfjaðrir að aftan, og vel að merkja töluvert lengri milli hjóla ( 358 cm í stað 276 cm)
Er þetta raunin? Er 5 stífu fjöðrun að leita meira til hliðar í hossi heldur en blaðfjaðrir?
Þverstífur og skrið á þvottabrettum
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Þverstífur og skrið á þvottabrettum
Hiluxinn minn gerði þetta, og steinhætti því þegar ég setti nýja dempara.
https://www.youtube.com/watch?v=j0vhTg82Pz0
https://www.youtube.com/watch?v=j0vhTg82Pz0
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Þverstífur og skrið á þvottabrettum
ég hef meira tengt þetta dempurum í gen um tíðina, þetta er nánast std hegðun í amerískum pallbílum original. og virðist littlu skipta hvort um glerhasta HD bíla eða mjúka 1500 bíla er að ræða. hefur yfirleitt lagast með því að setja góða dempara
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Þverstífur og skrið á þvottabrettum
íbbi wrote:ég hef meira tengt þetta dempurum í gen um tíðina, þetta er nánast std hegðun í amerískum pallbílum original. og virðist littlu skipta hvort um glerhasta HD bíla eða mjúka 1500 bíla er að ræða. hefur yfirleitt lagast með því að setja góða dempara
Já, Cruiserinn var að aftan á tiltölulega ódýrum Monroe dempurum úr Bílanaust, spurning hvort þeir hafi verið nógu góðir fyrir 35-tommu dekk.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Þverstífur og skrið á þvottabrettum
Hiluxinn minn gerði þetta (4link 38") þegar dempararnir voru orðnir mjög lélegir. Virikilega leiðinlegt að keyra hann á malarvegum og var hreinlega orðið varasamt að lenda í slæmum vegkafla. Skipti öllu út fyrir FOX og fékk nánast nýjan bíl í hendurnar.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur