Bogin hásing - Besta lausnin?

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Bogin hásing - Besta lausnin?

Postfrá Óskar - Einfari » 21.feb 2011, 14:18

Hvernig er best að láta laga bogna hásingu... fyrir utan að skipta rörinu út :) er hægt að renna af endunum eða þarf þetta að fara í einhverjar pressur.. þetta er mjög lítið en það er oft þetta litla sem er vandamál :) þetta er samt nóg til þess að hann hefur verið að spæna upp hjólalegum... er ekki með mælinguna fyrir framan mig en mig minnir að hann hafi verið aðeins innskeifur að aftan.

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Bogin hásing - Besta lausnin?

Postfrá Kiddi » 21.feb 2011, 16:26

Farðu með þetta bara á Renniverkstæði Ægis og þeir græja þetta og geta líka styrkt þetta í leiðinni!

Ef þú vilt samt reyna sjálfur þá er hægt að rétta þetta með því að sjóða á hásinguna, það sem ég gerði var að renna klossa sem festast í legusætin í drifinu (drifið fór úr), síðan setti ég 30mm öxul í gegn sem náði út úr hásingunni beggja vegna. Frá honum gat ég síðan mælt skekkjuna á hásingunni og með því að sjóða á fullum styrk streng á hásinguna má fá hana til að bogna í þá átt sem maður vill. En eins og ég segi þá þarf drifið að fara úr til þess að nota þessa aðferð og ég efast ekki um að þeir geta græjað þetta fyrir sanngjarnt verð hjá Ægi!

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Bogin hásing - Besta lausnin?

Postfrá JonHrafn » 21.feb 2011, 17:05

Stál og stansar réttu afturhásinguna fyrir okkur, sem bognaði við suðu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur