LC 100 breytingar á 38"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 31
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 31.júl 2018, 12:17

Sælir spjallverjar
Ég er búinn að eiga þennan grip í nærri 2 ár og 30Þ km og líkar vel.
Um er að ræða 99 árg af 100 cruiser 4.2 disel sjsk með leðri TEMS og 7 manna.
Hann er auðvitað keyrður langleiðina til tunglsins rétt 350Þ en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Nú í vetur braut ég framdrifið í léttri festu og átti ég svo sem von á því enda original drif og orðið slitið ég keypti bara nýtt original. Skipti um alla spindla í leiðinni og gúmmí í ballansstöng og sandblés og málaði olíupönnuna sem var ótrúlega ryðguð( sennilega vegna þess að hún er tvöföld).

Svo núna í sumar fórum við familían vestfjarðahring með fellihýsið(sem er bara gert fyrir teppi) og gekk bara vel í öllum holunum sveigjum og beigjum og bröttu brekkunum. Þetta var skemmtileg ferð með miklu burri og reyndi á.
Þegar heim var komið og reyndar komið að skoðun á bílnum hafði ég tekið eftir surgi í bremsunum að aftan og ákvað að líta á þetta sem snöggvast blasti við orsökin.
Bremsurnar orðnar fastar og allt komið í stálin stinn en þar sem ég var að skipta þessu öllu út sá ég mér til mikillar skelfingar haugryðguð bremsurör í hásinguni.
Mér var hugsað með hryllingi til vegslóðana sem ég hafði farið dagana áður sem voru jahh vægast sagt ekki fyrir bremsulausan bíl með fellihýsi í eftirdragi.
Ég hafði nefninlega einu sinni orðið bremsulaus á bíl í föstudagsumferð á Miklubraut vegna ryðgaðs bremsurörs sem gaf sig á versta tíma og ætlaði sko alls
ekki að lenda í því aftur. Allavega bíllinn fékk skoðun.
Image
Við ákváðum að fara í aðra ferð með hýsið og nú tekinn leggur á Hvammstanga en þar var Eldur í Húnaþingi og mikil skemmtun fyrir alla familíuna. Þaðan leggur suður á Laugaland nærri Hellu og svo með krakkana í Slakka.
Þegar ég var búinn að leggja í Slakka seig bíllinn niður í lægstu stillingu og blikkaði bara Tems kerfið OFF á mig.
Nú voru góð ráð dýr því bíllinn var fulllestaður og alveg 500km að heiman. Ákveðið var að dóla á Selfoss og henda hýsinu upp þar. Daginn eftir var farið á
Toyota Selfossi en þeir voru mjög liðlegir og bilanagreindu fyrir mig það sem ég óttaðist, dælan ónýt og kostar nærri hálfa milljón. Mér var þó tjáð að væri óhætt að keyra heim án þess að skemma neitt en væri örugglega hastur sem er vægast sagt alveg rétt.
Keyrði heim í einum rikk ofan í götuni en krökkunum fanst voða gaman að hossast svona til tilbreytingar því þetta kerfi er mjög gott í akstri og heldur manni alveg stöðugum og góðum.
Image

Jæja þið sem hafið nennt að lesa þetta nú er ég búinn að versla brettakanta á hann fyrir 38" á að halda í TEMS kerfið eða slíta það úr og setja hefðbundna dempara og gorma til þess að hækka hann eða verð ég bara að taka þetta kerfi í burtu?
Einnig skilst mér að þurfi að færa afturhásingu og þá hvernig hafa menn verið að færa hana og hve mikið??

set inn myndir um leið og ég kemst í það
Kv Aron
Viðhengi
IMG_3991.JPG
IMG_3991.JPG (2.62 MiB) Viewed 1023 times
IMG_3964.JPG
IMG_3964.JPG (2.01 MiB) Viewed 1023 timesUser avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1202
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Járni » 01.aug 2018, 15:20

Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum, en í þínum sporum myndi ég skipta þessu út fyrir góða hefðbundna fjöðrun.
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 620
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 01.aug 2018, 16:28

Ekki sérfræðingur í þessum bílum heldur, var reyndar að kaupa mér einn svona um daginn og hann er ekki með TEMS.

En það sem ég hef lesið mér til um er að menn eru að taka þessi kerfi úr sérstaklega þá þegar þau bila eitthvað.

Þarft þá held ég að fá nýjar vindustangir, gorma og dempara, færð þetta frá OME, getur skoðað Slee offroad og aðra landcruiser birgja.

með 38" breytingu þá myndi ég vanda valið á þeim sem þú færð til að styrkja spindilinn og mögulega fá þér bara kit að utan, eins líka síkka framdrifið eins og þú getur til að hlífa öxlum, færð þannig kit úti í ameríku.

annars er ih8mud.com mátturinn og dýrðin þegar kemur að landcruiser pælingum, myndi allavega heimsækja það spjallborð

http://forum.ih8mud.com/forums/100-series-cruisers.26/
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 31
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 15.aug 2018, 12:27

Ég er búinn að skoða þetta inn og út og ef á að breyta í venjulega fjöðrun þá þarf að rífa þetta dót allt úr skifta um torsion bars og gorma. það er ekki minni aðgerð en að leggjast og leita að biluninni.
Menn sem ég þekki tala frekar um að halda í original og hækka bara body og skera úr og setja kanta. Ég er búinn að lesa og lesa og tel mig geta lagað þetta kerfi og er kominn með líklega bilun og þarf bara að skifta um 1 nema ef rétt reynist sjáum hvernig það fer ;)
Bodylift er málið segja þeir sem ég þekki og hafa reynslu af þessum bílum og því er ég að leita að body lift kit eða hreinlega að hækka festingar á grind.
Næst er að láta sprauta brettakantana sem ég var búinn að versla og líma þá á eftir að búið er að skera úr en það þarf aðallega að gera að framan.

Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega
Gæti verið sniðugt að styrkja efri spindilinn að framan með sterkari Wisbone og spindilkúlu sem er stillanleg.
s-l1600.jpg
s-l1600.jpg (175.22 KiB) Viewed 593 times

bodylift kit er hægt að fá fyrir lítið

s-l500.jpg
s-l500.jpg (43.27 KiB) Viewed 593 times


Þetta eru síðustu pælingar en með þessu eru akstureiginleikar að skaðast sem minnst
kv Aron

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 620
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 16.aug 2018, 07:54

Hafðu það líka bara í huga að þetta fjörðunardót getur svo bilað aftur og aftur ;)

Ef þú ætlar að nota bílinn á fjöllum að viti þá myndi ég bodyhækka og svo taka 1-2" lift í fjöðrun og lækka framdrif, bara til að fá aðeins slaglengri fjöðrun.

En svo er líka fínt að gera svona bara á skrefum, en er body lift eitt og sér nóg? hvað ætlarru að fara hátt með það?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 555
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 16.aug 2018, 10:13

ARG22 wrote:Sælir spjallverjar
Ég er búinn að eiga þennan grip í nærri 2 ár og 30Þ km og líkar vel.
Um er að ræða 99 árg af 100 cruiser 4.2 disel sjsk með leðri TEMS og 7 manna.
Hann er auðvitað keyrður langleiðina til tunglsins rétt 350Þ en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Nú í vetur braut ég framdrifið í léttri festu og átti ég svo sem von á því enda original drif og orðið slitið ég keypti bara nýtt original. Skipti um alla spindla í leiðinni og gúmmí í ballansstöng og sandblés og málaði olíupönnuna sem var ótrúlega ryðguð( sennilega vegna þess að hún er tvöföld).

Svo núna í sumar fórum við familían vestfjarðahring með fellihýsið(sem er bara gert fyrir teppi) og gekk bara vel í öllum holunum sveigjum og beigjum og bröttu brekkunum. Þetta var skemmtileg ferð með miklu burri og reyndi á.
Þegar heim var komið og reyndar komið að skoðun á bílnum hafði ég tekið eftir surgi í bremsunum að aftan og ákvað að líta á þetta sem snöggvast blasti við orsökin.
Bremsurnar orðnar fastar og allt komið í stálin stinn en þar sem ég var að skipta þessu öllu út sá ég mér til mikillar skelfingar haugryðguð bremsurör í hásinguni.
Mér var hugsað með hryllingi til vegslóðana sem ég hafði farið dagana áður sem voru jahh vægast sagt ekki fyrir bremsulausan bíl með fellihýsi í eftirdragi.
Ég hafði nefninlega einu sinni orðið bremsulaus á bíl í föstudagsumferð á Miklubraut vegna ryðgaðs bremsurörs sem gaf sig á versta tíma og ætlaði sko alls
ekki að lenda í því aftur. Allavega bíllinn fékk skoðun.
Image
Við ákváðum að fara í aðra ferð með hýsið og nú tekinn leggur á Hvammstanga en þar var Eldur í Húnaþingi og mikil skemmtun fyrir alla familíuna. Þaðan leggur suður á Laugaland nærri Hellu og svo með krakkana í Slakka.
Þegar ég var búinn að leggja í Slakka seig bíllinn niður í lægstu stillingu og blikkaði bara Tems kerfið OFF á mig.
Nú voru góð ráð dýr því bíllinn var fulllestaður og alveg 500km að heiman. Ákveðið var að dóla á Selfoss og henda hýsinu upp þar. Daginn eftir var farið á
Toyota Selfossi en þeir voru mjög liðlegir og bilanagreindu fyrir mig það sem ég óttaðist, dælan ónýt og kostar nærri hálfa milljón. Mér var þó tjáð að væri óhætt að keyra heim án þess að skemma neitt en væri örugglega hastur sem er vægast sagt alveg rétt.
Keyrði heim í einum rikk ofan í götuni en krökkunum fanst voða gaman að hossast svona til tilbreytingar því þetta kerfi er mjög gott í akstri og heldur manni alveg stöðugum og góðum.
Image

Jæja þið sem hafið nennt að lesa þetta nú er ég búinn að versla brettakanta á hann fyrir 38" á að halda í TEMS kerfið eða slíta það úr og setja hefðbundna dempara og gorma til þess að hækka hann eða verð ég bara að taka þetta kerfi í burtu?
Einnig skilst mér að þurfi að færa afturhásingu og þá hvernig hafa menn verið að færa hana og hve mikið??

set inn myndir um leið og ég kemst í það
Kv Aron


Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com


Höfuðpaurinn
Innlegg: 97
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Höfuðpaurinn » 16.aug 2018, 12:49

Óskar - Einfari wrote:Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.


Er þetta ekki full stórt tekið til orða? Ertu að tala af eigin reynslu eða vitna í "must-have-dótastuðul" ?
Hérna er önnur umræða um þessi köggla mál og niðurstaðan í því var að ég setti bara notað orginal aftur í bílinn og fór út að keyra.

ARG22 wrote:Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega

Varstu búinn að spjalla við Ella um hóppöntunina?

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 620
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 17.aug 2018, 09:58

Reyndar eru 98-99 bílarnir með extra veikt framdrif, ef þú færð köggul úr 2000 bíl eða seinna þá ertu kominn með aðeins sterkara dæmi.
Svo fer þetta soldið eftir hvað þú ætlar í lág hlutföll, lægri hlutföll = veikara drif.

https://forum.ih8mud.com/threads/front- ... it.108809/

edit, já eða fá þér læsingu, þá er það aðeins sterkara
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 555
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 17.aug 2018, 11:00

Höfuðpaurinn wrote:
Óskar - Einfari wrote:Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.


Er þetta ekki full stórt tekið til orða? Ertu að tala af eigin reynslu eða vitna í "must-have-dótastuðul" ?
Hérna er önnur umræða um þessi köggla mál og niðurstaðan í því var að ég setti bara notað orginal aftur í bílinn og fór út að keyra.

ARG22 wrote:Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega

Varstu búinn að spjalla við Ella um hóppöntunina?Ég hef aldrei átt svona bíl en mikið skoðað þá og oft pælt í því að eignast svona. Hinsvegar átti bróðir mömmu svona 1998 bíl í mörg ár og ferðuðumst við mikið saman. Ótrúlega góð ending og ekkert sem þurfti að gera annað en bremsur og eðlilegt slit eins og demparar etc. Hann var lang mest á 33~34“ dekkjum og braut hann frammdrifið við það eitt að bakka út úr skafli í heimkeyrslu. Honum var síðan breytt fyrir 38“ 2008 eða 2009 Sá sem gerði breytinguna tók ekki í mál að gera þetta öðruvísi en skipta frammdrifinu út fyrir Dana50, sem var gert. Það var talsverð umræða um þetta hérna á þeim tíma sem þessir bílar voru upp á sitt besta. Ætli menn hafi ekki aðalega gert þetta á sínum tíma af því að það er hundleiðinlegt að vera með þessi frammdrif í höndunum, hvort sem þú villt kalla það dótastuðul eða eitthvað annað :)

Ég hélt satt að segja að þetta væri eitthvað sem allir vissu um þessa bíla. Annaðhvort eru menn búnir að gleyma eða þá ég er orðin svona gamall :D
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 620
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 17.aug 2018, 11:21

Þetta er bara sama umræða og með 80 cruiserinn með 8" drifið að framan, gott ef þetta er ekki sama drif.
En ég skil að þetta hafi dúkkað upp á sínum tíma þegar 98-99 bílarnir komu, en þetta var orðið aðeins betra í 2000 bílnum þó hann sé ennþá bara með 8".

hef ferðast með 80 cruiser með orginal hásingu á 38" og mikið tekið á þeim bíl og drifið aldrei gefið sig, enda með frekar há hlutföll (4.11 minnir mig)

ef menn fara í 4.88 eða svo ég tali núi ekki um 5.29 þá verður að svera þetta upp.

En svo má bara breyta bílnum með orginal drifi og ef það brotnar geta menn skellt einhverju sterkara í, kostar alveg skildindin að skipta út svona dóti.
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 31
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 18.aug 2018, 00:29

Jæja þetta AHC kerfi er komið í lag virðist vera, reyndist vera einn nemi og drulla í dælu og tengd lofttæmivandamál (vill þakka Birni Oddsyni sem er með Landcruiser parta á Facebook fyrir góð ráð í því).
Já þessari framdrifsumræðu hef ég fylgst með og tekið jafnvel þátt í, braut drifið í vetur semsagt en n.b ég hafði alveg tekið eftir slagi í gamla drifinu og pakkdós farin að leka.
Mér sýndist þetta vera original drif 4.10 hlutfall (þá keyrt 350Þ km) og það var nærri jafn dýrt að kaupa nýjan köggul frá Toyota en að kaupa íhluti og gera gamla upp svo ég keypti nýtt og er nú þegar á 35" dekkjum.
Ég ætla bara að sjá hvernig hann er á þessu original til að byrja með verð kannski með hann á 36" sem ég á nú í vetur sem munar þá ekki svo miklu.
Hef nú heyrt og lesið að margir hafi látið original duga jafnvel á 38" en auðvitað er það meðferðarmál og þá olíuskipta tíðni líka ekki bara hvernig er keyrt.
Þetta er sjálfsagt eins og með 3 lítra vélina í Patrol það verður að skipta um kælivökva mjög reglulega svo hún tærist ekki í drasl(hef ég heyrt og lesið en ekki reynt sjálfur nema óbeint).

Nú er bara að ná í brettakantana úr sprautun og finna sér hækkun á body. Spurning með þessar felgur já var búinn að sjá þessa hóppöntun ætla að skoða það aðeins mér hefur ekki alltaf fundist hlutir frá Kína endast en það er ekki algilt


Kv AG

User avatar

smaris
Innlegg: 225
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá smaris » Í gær, 00:44

Sælir.

Drifin í fyrstu bílunum voru alveg liðónýt á 38" dekkjum. Það voru aðallega mismunadrifin sem voru að brotna sem skemmdi síðan út frá sér. Toyota fjölgaði síðan mismunadrifshjólunum á 2 í 4 og er drifið mikið sterkara á eftir þó 8" drif verði nú aldrei neitt voðalega sterkt undir stórum og þungum bíl með þokkalegt tog. Framdrifs vandinn í 80 Cruisernum er allt annats eðlis og mikið auðveldara að lifa með honum því það má svíntaka á því áfram, en ekki aftur á bak.
Nú er orðið hægt að fá 10% lækkun í millikassann á háa drifið þannig að ekki er ástæða til að skipta út hlutföllum lengur.
Ég kann vel við fjöðrunarkerfið undir þessum bílum enda eru mínir bílar óbreyttir. Menn hafa kvartað yfir því að í ófærð þegar bílarnir fara að draga kvið og léttist á fjöðrunni bregðist hún við með því að reyna að lækka bílinn í rétta stöðu þannig að hann leggst bara niður.

Kv. Smári.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir