Sælir félagar.
Er einhver hér sem veit hvort það er einhver munur á skiptingum aftan á 4.7 magnum eða 5.7 hemi.
Langar að fá mér Dodge Ram (ca 2004-2007) með 5.7 hemi en er líka til í að skoða 4.7 magnum en velti því fyrir mér hvort það sé eins sterk skipting aftan á þeirri vél.
kv Tolli
Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Sæll,
Veit ekki betur en það sé sama skipting, en hins vegar þá hefur Hemi vélin reynst betur en 4.7 þannig að það gæti verið stærri þáttur í þessu.
Veit ekki betur en það sé sama skipting, en hins vegar þá hefur Hemi vélin reynst betur en 4.7 þannig að það gæti verið stærri þáttur í þessu.
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Sama skipting, 545 rfe heitir hún.
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Kiddi wrote:Sæll,
Veit ekki betur en það sé sama skipting, en hins vegar þá hefur Hemi vélin reynst betur en 4.7 þannig að það gæti verið stærri þáttur í þessu.
Sæll
Ég var einmitt búinn að heyra að 4.7 magnum vélin væri áreiðanlegri en það voru svo sem ekki endilega áreiðanleg heimild. Veistu hvað það er sem hemi hefur umfram hina í áreiðanleika?
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
5.7 hemi hefur reynst mun betur en 4.7, ég hef ekki töluna á cherokee-unum sem maður hefur séð í gegnum tíðina með ónýtar vélar. held að það megi ýkjulaust segja að þetta sé meingallaður mótor.
það hefur verið dáldið um að 5.7l hemi af eldri árgerðunum hafi verið að snæða stangalegur, en almennt hefur hemi bara komið vel út
það hefur verið dáldið um að 5.7l hemi af eldri árgerðunum hafi verið að snæða stangalegur, en almennt hefur hemi bara komið vel út
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Að sama skapi hefur maður líka séð 4.7 vélar sem eru keyrðar á fjórðahundrað þús km og eiga helling eftir. Ég Hef ekkert fyrir mér í því en gæti trúað að 4.7 vélin sé viðkvæmari fyrir því að menn trassi smurolíuskipti.
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Ég hef átt Grand Cherokee með 4.7 og endaði með að ég þurfti að skipta um mótor 2x áður en ég fékk einn sem var í lagi. Vélin sem var í bilnum var ekki keyrð nema 140.000 km og svipuð sú sem ég fékk eftir það. 3ja vélin var keyrð 240.000 km og virkaði fínt. Vandamálið er að það þarf ekki nema einn til að trassa olíuskipti eða setja ekki rétta olíu á mótorinn þá er hann farinn, vanalega á öftustu stangarlegunum.
Ef ég væri að þessu í dag myndi ég annað hvort fá mér "long block" mótor eða tjúnaðan mótor (styrktan) 4.7 frá USA eða bara fá mér 5.7 því þeir virðast vera ekki eins viðkvæmir.
Annað sem er kannski vert að hafa í huga er að ég held að það séu varla margir 4.7 mótorar eftir á Íslandi sem ekki eru í bíl og ef þeir eru til kosta þeir augun úr. :):)
Ef ég væri að þessu í dag myndi ég annað hvort fá mér "long block" mótor eða tjúnaðan mótor (styrktan) 4.7 frá USA eða bara fá mér 5.7 því þeir virðast vera ekki eins viðkvæmir.
Annað sem er kannski vert að hafa í huga er að ég held að það séu varla margir 4.7 mótorar eftir á Íslandi sem ekki eru í bíl og ef þeir eru til kosta þeir augun úr. :):)
Re: Skipting á 4.7 magnum vs. 5.7 hemi
Takk fyrir þetta innlegg.
kv Tolli
kv Tolli
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur