Sælir,
Ég er ný búinn að versla eitt stykki 38"musso og er rétt að byrja að kynnast honum. Það er ýmislegt sem má laga en það er eitt hljóð sem ég er að velta fyrir mér hvað geti verið en það kemur þegar stigið er á kúplinguna. Fyrst hélt ég að þetta væri bara brak í pedalanum en heyrði svo að þetta kemur bara þegar maður kúplar á ferð. Ef kúplingslegan er farin á þá ekki að heyrast í henni þegar kúplingin er tengd í akstri en ekki þegar stigið er á? Getur þetta verið þrællinn eða eitthvað því tengt?
Einnig er hún þannig að tengipunkturinn er nánast alveg neðst svo manni finnst hún á mörkunum að ná að slíta. Er þetta eitthvað sem getur verið afleiðing af því sama og hljóðið?
Hljóð þegar kúplað er
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Hljóð þegar kúplað er
Sæll ef þú heyrir í legunni þegar þú stígur á en þá þrýstir legan á þindina í pressunni gæti húm verið' farinn að gefa sig.Veit ekki hvort hægt sé að stilla slagið í kúplingunni í Mussó. Er kúplingin farinn að snuða í hærri gírum. Pedalinn ætti að koma upp og tengja ofar við slit tel ég. Ég hef lent í því að braketið undir mælaborðinu þar sem kúplings pedalinn er festur hafi brotnað en það var í Toyota Hilux og marraði alltaf í honum og pedalinn tengdi niður við gólf. Skipti um kúplingu en pedalin var alltaf að slíta niður undir gólfi þetta fanst svo við gaumgæfilega skoðun undir mælaborðinu brotið breket
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Hljóð þegar kúplað er
þetta var svona í mínum musso, suðið ágerðist með tímanum og akstri og þegar ég fór í að skipta um kúplingu í ca 120þkm hrundi legan í púsluspil út um allt gólf en nóg var eftir af diski og pressan í lagi, en skipti nú samt um það fyrst þetta var opið.
Re: Hljóð þegar kúplað er
Ef að hljóðið er stöðugt meðan pedalanum er haldið niðri er þetta að öllum líkindum kúplingslega. Ef þetta er brak þegar pedalinn er stiginn niður, en þegir ef honum er haldið þar kjurrum, þá er þetta eitthvað í færslunni (pedalabracket, höfuðdæla eða þ.h.)
--
Kveðja, Kári.
--
Kveðja, Kári.
Re: Hljóð þegar kúplað er
Takk fyrir upplýsingarnar drengir. Ég mun skoða þetta nánar.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Hljóð þegar kúplað er
Kannski of seint en í Musso þá vill kúplingsgaffallinn gatast og pinninn sem hann veltir á brýtur sig í gegn. Þessi armur er til nýr undir 10.000 hjá BB:.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur