Zinkhúðun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 4
- Skráður: 08.mar 2016, 21:34
- Fullt nafn: Gunnar Kristjansson
- Bíltegund: TOYOA
Zinkhúðun
Sælir. Mig langar að spyrja hvort einhver hafi prófað að zinkhúða sjálfur. Ég er að vinna í bílnum mínum og fór að spá í að það væri gaman að zinkhúða eitthvað af þessu smádrasli svo það ryðgi ekki aftur. Ég veit að það er fyrirtæki fyrir norðan sem zinkhúðar en ég væri til í að geta gert það sjálfur með svona smádót. Eðlisfræðin er í sjálfu sér frekar einföld. Það ætti bara að vera nóg að setja málminn í lausn með zinkbúti, setja rafmagn á og þá ætti zinkið að fara að loða við járnið. Getur maður einhverstaðar keypt kit til að gera þetta á Íslandi og/eða keypt zinkplötur?
Re: Zinkhúðun
Held að fórnarskaut á skip séu mestmegnis zink. Þetta yrði þá rafhúðun.
Ætti að vera gerlegt að rafhúða með minniháttar búnaði, væri gaman að setja sig inn í það aðeins, gott efni í skemmtilegt gúggl.
Heithúðun er töluvert meira mál, enda ekki það sem þú ert að leggja upp með ;-)
Efnið sem er verið að húða tekur víst húðinni misvel, amk miðað við það sem ég hef skoðað, svo er undirvinnan eins og alltaf aðal málið, ef þar vantar eitthvað uppá verður útkoman eftir því.
kv
Grímur
Ætti að vera gerlegt að rafhúða með minniháttar búnaði, væri gaman að setja sig inn í það aðeins, gott efni í skemmtilegt gúggl.
Heithúðun er töluvert meira mál, enda ekki það sem þú ert að leggja upp með ;-)
Efnið sem er verið að húða tekur víst húðinni misvel, amk miðað við það sem ég hef skoðað, svo er undirvinnan eins og alltaf aðal málið, ef þar vantar eitthvað uppá verður útkoman eftir því.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Zinkhúðun
Ég var að pæla í þessu og rakst á þessa grein;
https://corrosion-doctors.org/Car/carCP.htm
Fórnarskaut virka á stálbryggjum og skipsskrokkum af því að bryggjurnar/skrokkarnir eru á kafi í leiðandi efni, (saltvatni) þannig að þetta virkar ekki á bílagrindur.
https://corrosion-doctors.org/Car/carCP.htm
Fórnarskaut virka á stálbryggjum og skipsskrokkum af því að bryggjurnar/skrokkarnir eru á kafi í leiðandi efni, (saltvatni) þannig að þetta virkar ekki á bílagrindur.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Zinkhúðun
Sum fórnarskaut á skip eru úr áli.
Annars ef þú ætlar að rafgalvanisera stykkin þá þarf zinkið að vera tengt í rafmagn, það er er ekki nóg að það sé bara með í vökvanum. Svo skiptir máli hvort er tengt í plús og hvort í mínus.
Það er ekki öruggt að þú náir að húða allt stykkið með þessari aðferð, þetta er sama aðferð og er notuð til að krómhúða. Ég talaði fyrir fjöldamörgum árum við fyrirtæki í Kópavogi sem krómhúðaði húsgögn og þeir töluðu um að felgur væru vandamál því efnið færi eiginlega styðstu leið og því kæmi oft léleg húð á inanverðan hringinn á felgunni, þeir sögðu að skautið þyrfti eiginlega að vera í miðri felgunni til að ná því svæði vel
Annars ef þú ætlar að rafgalvanisera stykkin þá þarf zinkið að vera tengt í rafmagn, það er er ekki nóg að það sé bara með í vökvanum. Svo skiptir máli hvort er tengt í plús og hvort í mínus.
Það er ekki öruggt að þú náir að húða allt stykkið með þessari aðferð, þetta er sama aðferð og er notuð til að krómhúða. Ég talaði fyrir fjöldamörgum árum við fyrirtæki í Kópavogi sem krómhúðaði húsgögn og þeir töluðu um að felgur væru vandamál því efnið færi eiginlega styðstu leið og því kæmi oft léleg húð á inanverðan hringinn á felgunni, þeir sögðu að skautið þyrfti eiginlega að vera í miðri felgunni til að ná því svæði vel
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur