Eru menn að setja svona síur aukalega á lagnirnar hjá sér
http://www.ebay.com/itm/INLINE-3-8-MAGN ... f7&vxp=mtr
Aukasía við sjálfskiptingar
-
- Innlegg: 2702
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
Frekar en að setja tvær auka hosuklemmur á kælilögn (og fjölga veikum hlekkjum) myndi ég frekar setja segul á pönnuna á skiptingunni, jafnvel utaná.
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
Jaaaaá held að þetta sé líklegra til að valda vandræðum heldur en hitt. Skipta frekar aðeins oftar um vökvann, hann slappast með tímanum og hefur mikið að segja um alla virkni og endingu á sjálfbíttara.
Kæling á vökvanum hefur svo mikið að gera með hvernig hann endist, ef hann er alltaf alveg á mörkunum við að vera of heitur má búast við að hann endist verr og þjóni ekki eins vel sínu hlutverki. Held að auka sía sé meira fix sem tekur á afleiðingum heldur en lagfæring á orsök...
Kv
Grímur
Kæling á vökvanum hefur svo mikið að gera með hvernig hann endist, ef hann er alltaf alveg á mörkunum við að vera of heitur má búast við að hann endist verr og þjóni ekki eins vel sínu hlutverki. Held að auka sía sé meira fix sem tekur á afleiðingum heldur en lagfæring á orsök...
Kv
Grímur
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
En svo til að fylgja þessu aðeins eftir...afhverju eru svona síur til? Fyrir utan það augljósa, til að einhver láti glepjast til að kaupa, má gera ráð fyrir að í keppnis tækjum sé allt annað álag á skiptingum. Þar má búast við að diskarnir tætist niður frekar ört og ekki vanþörf á að sía drulluna frá jafnóðum til að draslið hætti ekki að virka í miðju kafi.
Takk samt fyrir að smella þessari spurningu inn, það má allt í pælingum, til þess eru þær!
Takk samt fyrir að smella þessari spurningu inn, það má allt í pælingum, til þess eru þær!
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
Ég held að auka sía sé bara af hinu góða en myndi vilja hafa hana stærri og vera viss um að hún hefti ekki flæði,sé ekki mjög dýr og sé til á smurstöðvum þannig að regluleg skipti séu ekki vandamál.
Að setja svona inn á lögn er ekki vandamál ef sæmilega er gengið frá því með góðum klemmum eða þrykkingum og aukamagn á skiptingu er alltaf betra sérstaklega í breyttum jeppa þar sem álagið er oft talsvert meira en skiptingin er gerð fyrir,aukakælar eru líka alveg nauðsyn í breyttan bíl ef þú ert ekki með svoleiðis hiti er það sem stútar skiptingum.
Hjá mér td. eru 2 stk. aukakælar ca.20x30 cm hvor.
Að setja svona inn á lögn er ekki vandamál ef sæmilega er gengið frá því með góðum klemmum eða þrykkingum og aukamagn á skiptingu er alltaf betra sérstaklega í breyttum jeppa þar sem álagið er oft talsvert meira en skiptingin er gerð fyrir,aukakælar eru líka alveg nauðsyn í breyttan bíl ef þú ert ekki með svoleiðis hiti er það sem stútar skiptingum.
Hjá mér td. eru 2 stk. aukakælar ca.20x30 cm hvor.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
Þessi í linknum hér að neðan þjónustar bara 6 og 7.3 ford og mælir eindregið með þessum Magnafine aukasíum. Hann talar um í einhverju videóinu hjá sér hálfgerð dóminó áhrif, noti menn ekki aukasíu, að það síist ekki allt frá í orginal síunni og (og orginal seglinum) svo fari þetta aftur í gegnum skiptinguna og við bætist meira drasl og svo framvegis.
https://www.youtube.com/watch?v=SUrE16bknlU
https://www.youtube.com/watch?v=SUrE16bknlU
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Aukasía við sjálfskiptingar
Persónulega væri ég til í að losna við að þessi drulla hringrásist um skiptinguna hjá mér :)
https://www.youtube.com/watch?v=u6pFct7Zrgs
https://www.youtube.com/watch?v=u6pFct7Zrgs
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur