Hreinsa miðstöðvarelement

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá ellisnorra » 06.jan 2016, 22:31

Mér datt í hug að láta ykkur vita af mjög góðu ráði ef miðstöðin er köld og vandamálið ekki vatnsskortur :)
Patrolinn hjá mér (94 y60) blés nánast skítköldu úr frammí miðstöðunni þó það kæmi notalegur ylur úr afturí miðstöðinni.
Ég lét renna duglega af sjóðandi heitu vatni, 90-95° sem ég komst í hjá gróðurhúsabónda í gegnum elementið hjá mér. Þrýstingur hjá honum er uþb 1 bar og skrúfaði ég fullt rör í gegnum 3/4 slöngu og í gegnum elementið. Skipti á milli stúta nokkrum sinnum og skaut aðeins meiri þrýsting með að bæta köldu við. Tók sénsinn á að sprengja elementið sem náttúrulega er orðið gamalt og lúið en það hélt og nú blæs hann funheitu og er ólíft inn í bílnum eftir stutta stund með miðstöðina í botni :)

Ég gerði þetta líka á gömlum hilux sem ég átti einusinni og þetta er góð framtíðarlausn.


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá Tjakkur » 07.jan 2016, 00:44

Ef virkni miðsöðvarelements er orðin lítil vegna óhreininda og útfellinga er mjög líklegt að það sama gildi um vél og vatnskassa.
Ástæðan er án efa tæring vegna súrs kælivökva.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá ellisnorra » 07.jan 2016, 07:49

Þessi bíll er reyndar orðinn nógu gamall til að það sé búið að skipta nokkrum sinnum um mótor og vatnskassa (staðreynd, ekki ágiskun), sjálfur skipti ég um vatnskassa í vetur og setti nýjan kælivökva.
Sennilega er miðstöðvarelementið það eina sem original er í vatnskerfinu. Spurning hvort þau séu ekki bæði jafn gömul, frammí miðstöðin og afturí miðstöðin, afturí miðstöðin hitar mjög vel en frammí miðstöðin gerði varla neitt, sem vekur aftur upp spurningar. Ekkert er þó víst í þessum 22 ára gamla bíl keyrðum 409 þúsund :)
En vafalaust hefur allt kerfið mjög gott af hressilegri útskolun.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá jongud » 07.jan 2016, 08:33

Það er hægt að fá sérstök hreinsiefni fyrir kælikerfi, en ég notaði svipaða aðferð og Elmar fyrir allt kælikerfið einu sinni og bætti við sitthvorri umferðinni af uppþvottalegi og þvottadufti og lét sápuvatnið liggja í smá stund. Að vísu kom upp leki í miðstöðvarelementinu 2-3 árum seinna, en þá var bara keypt nýtt.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá Sævar Örn » 07.jan 2016, 23:09

ég gerði þetta með minn explorer hann stóð án kælivökva í nokkra mánuði og sást ryð í öllum opnum vatnsgöngum,

ég notaði reyndar bara heitt krana vatn og ekki með neinum þrýsting en það þurfti að fara nokkuð margar umferðir áður en fór að koma alveg tært vatn út,

en eflaust er besta lausnin að skipta um elementið, það er bara svona (ég nenni því ekki) syndrome í gangi þetta er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá jongud » 08.jan 2016, 08:17

Sævar Örn wrote:ég gerði þetta með minn explorer hann stóð án kælivökva í nokkra mánuði og sást ryð í öllum opnum vatnsgöngum,
ég notaði reyndar bara heitt krana vatn og ekki með neinum þrýsting en það þurfti að fara nokkuð margar umferðir áður en fór að koma alveg tært vatn út,
en eflaust er besta lausnin að skipta um elementið, það er bara svona (ég nenni því ekki) syndrome í gangi þetta er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir


Það er skíteinfalt að skipta um elementið í Explorer/Ranger. Elementið er tiltölulega ódýrt (fæst m.a. hjá Summit Racing) og það eru minnir mig bara 3 skrúfur neðan á mistöðvarstokknum undir hanskahólfinu sem þarf að losa, 2 hosur frammi í húddi og þá rennur þetta úr.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hreinsa miðstöðvarelement

Postfrá Sævar Örn » 16.jan 2016, 10:49

ók það er gott að heyra! þyrfti að gera þetta hjá mér bæði eru stútarnir lélegir á elementinu og eins hitinn ekkert sérstaklega góður
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur