Þyngd á 44"Patrol 98
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Þyngd á 44"Patrol 98
Sælir félagar fór með 1998 6 cyl Patrolinn sem Guðni Brynjar sonur minn á og vigtaði hann í morgun fullan af olíu. Hann vigtaði á 44" dekkunum og með einhverju dóti sem þarf til ferða 2540kg mannlaus og þá vitum við það.Enginn milligír eða spil bara kastaragrind og tveir kastarar skófla og verkfæri í litlu magni og spotti. Þetta gert á löglegri hafnarvigt af lögiltum vigtar manni enginn snjór var á bílnum.kveðja Guðni á sigló
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Þyngd á 44"Patrol 98
Sælir félagar aftur næst ætla ég að vigta 44" Patrol 6 cyl sem björgunarsveitin hér í bæ er með og sjá hvað hann vigtar og svo ætla ég að taka 80 Cruser á 38" sem snilli vinur er með og svo einn 60 Patrol á 38 Mudder og fleiri bíla sem ég næ í og gera þetta þannig að hægt sé að hafa þessar tölur til viðmiðunar. Ég geri þetta allt á sömu vigtinni og geri það sjálfur og tek svo fram hvernig bílarnir eru uppsettir. Bara af gamni þá vigtaði ég Hulkinn eða Cruserinn minn á 54" dekkunum allslausan 2540 kg í sérskoðun. Ég gæti trúað að hann væri um 2650 með olíu og dóti en það verður gert þegar hann kemst á götuna aftur. kveðja guðni grúsk
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Þyngd á 44"Patrol 98
Sælir jæja næst var vigtaðut 60 Patrol 1994 á 38" Superswamper lítð slitin dekk og stálfelgur. Þessi bíll er samt 44" breittur.Í honum er aukatankur og læsing framan og smávegis af aukadóti.Aðaltankur var 1/2 af olíu og aukatankur tómur enginn ökumaður. Bifreiðin vigtaði 2400kg þannig.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Þyngd á 44"Patrol 98
Er ekki rúmlega 100kg munur á patrol hvort það er leður og lúga eða hrá útgáfa?
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Þyngd á 44"Patrol 98
Sælir félagar nú var Bella vigtuð og allt orðið klárt fyrir skoðunn. Fyllti Bellu af olíu 65 lítrar setti hana á 38" dekk og 13" breiðar þungar stálfelgur og fór á vigtina og varð fyrir vonbrigðum.Hún vigtaði 1480 kg mannlaus sem mér finnst bara ansi mikið fyrir svona bílíki.Get tekið úr henni annan framstólin og geri það líklega og sett hana á 36" og léttmálmsfelgur þá gæti hún vigtað 1450 kg. En ég vigtaði hana í sumar allslausa og olíulausa með einum stól á 36 og álfelgum og þá vantaði olíu og innribretti og fullt af járna rusli svo þetta telur hratt og var hún þá 1300kg svo mikið hefur bæst við í allskyns drasli. kveðja guðni. PS en þetta er samt toyota dobulcab disel orginal nema yfirbygging árgerð 1990 og fer í skoðunn 11.01.2016 næst komandi. kveðja guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Þyngd á 44"Patrol 98
Minn y60 patrol 1994 er 2640kg á 38" með slatta af verkfærum, fullum tanki af olíu og mér. Mökkþungur andskoti.
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur