Pressostat

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Pressostat

Postfrá hobo » 26.jan 2011, 17:52

Ég er að leggja lokahönd á loftkerfi og setti ég spurningamerki við eitt atriði,
hvort það mætti tengja aðalvíra loftdælunnar í gegn um pressostatið,
eða hvort tengja verði þetta með reley o.þ.h ?
Dælan tekur 45 A max.
Keypti pressostat úr Landvélum en þeir vita ekkert um þetta en giskuðu á að það myndi þola 20 A.

kv Hörður
Síðast breytt af hobo þann 26.jan 2011, 18:42, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Pressostat

Postfrá JonHrafn » 26.jan 2011, 18:12

Ég ætla allavega að nota relay.

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Pressostat

Postfrá SiggiHall » 26.jan 2011, 18:25

Smá út úr dúr, við hvaða þrýsting slær það út og inn hjá þér?
Ég keypti í landvélum um dagin, og það slær út í 200psi og inn í 165psi, sem mér finnst vera freka mikið,

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pressostat

Postfrá hobo » 26.jan 2011, 18:37

SiggiHall wrote:Smá út úr dúr, við hvaða þrýsting slær það út og inn hjá þér?
Ég keypti í landvélum um dagin, og það slær út í 200psi og inn í 165psi, sem mér finnst vera freka mikið,


Dælan hjá mér er gefin upp fyrir 150 PSI(10,3 bar)sem hámarksþrýsting, þannig að ég keypti pressostat sem slær út í 8 bar(116 PSI) og slær inn í 6 bar(87PSI).
Vildi bara vera vel öruggur, plús það að 8 bar er ágætis þrýstingur.

Þetta fer væntanlega eftir þolmörkum dælu og kúts hvernig pressostat skal velja.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Pressostat

Postfrá Járni » 26.jan 2011, 19:42

Sæll. Öruggara er að notast við rely sem þolir max amper til dælu.
Gakktu einnig úr skugga um að loftlögnin frá dælu tæmist þegar dælan klárar að pumpa út. Það auðveldar startið fyrir hana, gerði gæfu mun hjá mér.
Ég græjaði þetta einfaldlega með einstefnuloka um meter frá dælu, fiffaði örlítinn leka dælumegin svo þrýstingurinn hyrfi á milli dælinga.
Land Rover Defender 130 38"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Pressostat

Postfrá Izan » 26.jan 2011, 20:52

Sælir

Ég átta mig svosum ekki á því hvaða pressostat þið eruð með en venjuleg pressostöt eins og eru á loftpressum er flest öll hægt að stilla bæði setpointið og differensinn allavega að einhverju leyti. Ætli svona venjuleg pressostöt séu ekki með svið um 4-8 bar og differens um 1-1,5 bar, gæti trúað því.

Það er rétt að það er bráðnauðsynlegt að tappa þrýstingnum af loftpressunni þegar hún er hætt og það er smá vandamál með aftöppunarventilinn á venjulegum pressotötum hvernig þau bregðast við ef dælan fer út áður en setpointinu er náð. Mér datt í hug lítill loki sem lokar þega hann fær straum og er tengdur nákvæmlega eins og dælan, ætti að virka.

Til að þessi búnaður sé mögullegur þarf einstefnuloka og það þarf að losa þrýstinginn á stubbnum frá dælu og yfir á einstefnulokann.

Dælustrauminn geturðu ekki tekið beint í gegnum pressostatið nema dælan sé einhvert algert smælki sem ekki tekur því að setja fast í bílinn. Venjulegt Hella eða Bosch relay dugar ekki heldur nema stuttan tíma vegna þess hvað mótorinn í loftdælunni veldur miklum neista á snertunum í relayjunum. Þá koma startrelayin úr gamla Bronco sterk inn. Þau þola svona svívirðingar vel og biðja um meir.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pressostat

Postfrá hobo » 26.jan 2011, 21:31

Maður fær bara bakslag.
Ætlaði að hafa þetta eins einfalt og hægt væri. Ég átti til mekanískan öryggisventil úr loftpressu og tengdi hann við loftkerfið þegar ég prófaði að keyra upp þrýsting, en hann blés ekki við 8 bar eins og hann var gefinn upp fyrir. Bömmer.
Ég væri helst til að sleppa við pressostatið og losna við víraflækjurnar og hafa öryggisventil. Kerfið mun heldur ekki ganga nema til að pumpa í dekkin.
Eru ekki til svona ventlar út um allt?

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Pressostat

Postfrá JonHrafn » 26.jan 2011, 22:06

Mekanískan blow off valve færðu í Barka, líka einstefnuloka.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Pressostat

Postfrá Izan » 27.jan 2011, 00:36

Sæll

Nei þetta er sáraeinfalt. Tengdu slöngu við loftdæluna ca hálfan meter og þar seturðu T stykki. Á annan endann á T stykkinu seturðu loftloka (sem fæst allstaðar N1, landvélar, Loft og raftæki, öllum sem selja loftvörur) og tengir hinn endann alls ekki við neitt. Á hinn lausa endann á T stykkinu tengirðu einstefnuloka og kút. Við kútinn tengirðu líka pressostatið sem er að öllum líkindum stillanlegt svo að þú þarft varla að hafa áhyggjur af því. Fínt að smella þrýstimæli á pressostatið (hann er svo skemmtilega ódýr) til að athuga af og til hvort ekki sé allt með felldu.

Þetta var lofthliðin en þá er rafmagnið eftir.

Þú finnur stýristraum (ég nota parkið mikið því að þá gleymist ekki að slökkva á loftkerfinu) og rekur hann í gegnum rofa með gaumljósi í mælaborðinu og þaðan í gegnum snertuna í pressostatinu og frá pressostatinu í broncorelayið (sem selst í stórum stíl í N1 og Bílasmiðnum skilst mér). Þá tekurðu sverann vír frá geymi í gegnum öryggi í samræmi við loftpressustærðina og tengir í gegnum broncorelayið og þaðan við pressuna og litla loftlokann sem er á Tstykkinu.

Þegar dælan fer í gagn lokar litli lokinn lögninni frá pressu að einstefnuloka og loftið á eingöngu leið inn á kút. Þegar pressostatinu finnst nóg komið segir það stopp, drepur á dælunni og lokanum sem hleypir þá loftinu úr lögninni frá dælunni að einstefnulokanum. Sá strákur passar að lokinn tæmi ekki kútinn. Það sem fer frá kútnum ætti að vera tengt á sér stút á kútinn þannig að það hafi sem minnst áhrif á pressostatið.

Hafðu aftöppunarloka á kútnum því að smám saman fyllist hann af vatni.

Þetta er stórsniðugt að gera eitthvað í þessum dúr því að þetta hjálpar klárlega við að koma dekkjum á felgu ef menn affelga og sérstaklega ef dælan er ekki merkileg að þurfa ekki að láta loftið fara til spillis á meðan maður skiptir um dekk.

Ég er með píulítinn kúluloka á slöngunni, rétt hjá dekkinu sem ég skrúfa fyrir á milli dekkja og hann hjálpar líka til ef maður þarf að skjóta dekki á felgu.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pressostat

Postfrá hobo » 27.jan 2011, 06:49

Ég þakka fyrirhöfnina að skrifa svona ritgerðir fyrir mig en ég er búinn að tengja kerfið og það rúmast vel í kassa aftan á bílnum.
Ætla að skoða blow off ventil.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pressostat

Postfrá hobo » 27.jan 2011, 21:34

Blow off er málið fyrir mig.
Fékk svoleiðis stillanlegan 0-10 bar í Landvélum fyrir nokkra hundrað kalla.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur