Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
Sælir félagar er að barsa í Patrol árgerð 1990. Er með bilun í honum sem lýsir sér þannig að fyrst eftir gangsetningu stekkur hraðmælirinn af stað og stendur í 40 km hraða í hæga gangi og fer hærra við gjöf. Svo eftir nokkrar mínótur hættir hann og verður eðlilegur. Hann hleður eðlilega. Ég hélt fyrst að þetta væri altenatorinn en þar sem hann hleður tel ég það ólíklegt. Hann tapar ekki rafmagni við að standa lengi svo ekki er það útleiðsla. Einhver sem kannast við þetta. kveðja guðni á sigló
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
Sæll Guðni,
Prófaðu að mæla spennuna á rafgeyminum í gangi og svo við inngjöf, ég hef lent í því að alternator hjá mér hafi bilað þannig að hann hlóð of mikið, þá brann ein díóða í díóðubrúnni í alternatornum, ég geri ráð fyrir að þessi hraðamælir sé rafmagnsdrifinn, svo skemmd í díóðubrúnni gæti orsakað truflun.
Svo gæti þetta þessvegna bara verið lélegur rafgeymir, það eru ótrúlegustu smáhlutir sem geta orsakað truflun í rafmagni
Prófaðu að mæla spennuna á rafgeyminum í gangi og svo við inngjöf, ég hef lent í því að alternator hjá mér hafi bilað þannig að hann hlóð of mikið, þá brann ein díóða í díóðubrúnni í alternatornum, ég geri ráð fyrir að þessi hraðamælir sé rafmagnsdrifinn, svo skemmd í díóðubrúnni gæti orsakað truflun.
Svo gæti þetta þessvegna bara verið lélegur rafgeymir, það eru ótrúlegustu smáhlutir sem geta orsakað truflun í rafmagni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
Sæll Ástmar ég geri það til að byrja með takk vinur að svara
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
Sæll Guðni, minn patrol gerði þetta líka alveg þangað til ég skipti um glóðarkerti, kannski voru kertin að ofreyna alternatorinn? þetta var bara eftir kaldstart hjá mér þannig mig grunaði alltaf að þetta tengdist forhituninni...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
Ég mundi giska á jarðsambandsvandamál. Einhver annar notandi í bílnum er að nota jarðtengingu sem er ekki nægilega góð og það myndast spennufall (spennumunur) í jarðbindingum út af því. Miðað við lýsinguna gæti það verið hitakerfið fyrir glóðarkertin sem er vissulega mjög straumfrekur notandi - tíminn sem hraðarmælirinn er undarlegur passar nokkuð við þann tíma sem það er virkt.
Þegar þessir bílar hita glóðarkertin í upphafi eru þau öll hliðtengd og þannig 12v yfir kertin. Það eru 6 glóðarkerti og 3 og 3 eru eins tengd. Eftir að bíllinn er kominn í gang byrjar eftirhitun og þá eru þessir tveir klasar (3kerti í hvorum) raðtengdir þannig að spennan sem hvor klasi fær yfir sig er 6 volt eða svo.
Nú man ég ekki hvernig þetta er lengur en allavega 3 glóarkerti í gamla pattanum fá EKKI jörð beint út í mótor, heldur er segulliði í brettinu sem ýmist tengir þau til jarðar eða í röð við hin þrjú.
Ég mundi skoða jarðbindingu milli boddýs, grindar, geymis og fara yfir það allt. Athuga líka hvort að ég finni sveran jarð vír í grennd við hitarelay og hvort hann fái gott samband.
Þegar þessir bílar hita glóðarkertin í upphafi eru þau öll hliðtengd og þannig 12v yfir kertin. Það eru 6 glóðarkerti og 3 og 3 eru eins tengd. Eftir að bíllinn er kominn í gang byrjar eftirhitun og þá eru þessir tveir klasar (3kerti í hvorum) raðtengdir þannig að spennan sem hvor klasi fær yfir sig er 6 volt eða svo.
Nú man ég ekki hvernig þetta er lengur en allavega 3 glóarkerti í gamla pattanum fá EKKI jörð beint út í mótor, heldur er segulliði í brettinu sem ýmist tengir þau til jarðar eða í röð við hin þrjú.
Ég mundi skoða jarðbindingu milli boddýs, grindar, geymis og fara yfir það allt. Athuga líka hvort að ég finni sveran jarð vír í grennd við hitarelay og hvort hann fái gott samband.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ráð varðandi hraðamæli í Patrol
takk félagi geri þetta kveðja guðni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur