Óska eftir 32" breyttum jeppa


Höfundur þráðar
Gunnar-K-G
Innlegg: 11
Skráður: 22.jan 2014, 21:27
Fullt nafn: Gunnar Gunnarsson

Óska eftir 32" breyttum jeppa

Postfrá Gunnar-K-G » 06.sep 2015, 09:31

Goóan daginn.

Langar í lítið breyttan dísil jeppa á 32" dekkjum. Ýmislegt kemur til greina svo lengi sem hann er vel hafi verið hugsað um hann, bæði innan og utan og þá ekki minnst með vél, kassa, grind og dekk. Að ekki séu olíulekar frá vél, kassa, eða drifum. Skoða ekki bíla sem eru keyrðir til tunglsins. Verðhugmynd er 600-800 staðgreitt.

Er þessi bíll til?

Hlakka til að heyra frá ykkur
Gunnar




Freki
Innlegg: 5
Skráður: 17.sep 2012, 12:47
Fullt nafn: Erla Hjartar
Bíltegund: MINE

Re: Óska eftir 32" breyttum jeppa

Postfrá Freki » 09.sep 2015, 21:02

Er með einn 33" breyttan sem passar við þessa lýsingu.
Það er 33" musso sem var mikið endurnýjaður síðasta sumar, m.a skipt um gírkassa, kúplingu, vatnskassa, vatnsdælu o.fl. síðasta vetur var skipt um olíuleiðslu, dempara, handbremsubarka og gorma svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi eru auka dekk á felgum keyrð 3 vetur og slatti af varahlutum sem ég hef sankað að mér. Einnig er smurbók frá upphafi en ég er 3 eigandi. Bíllinn er ekinn 275000 og er 99 árgerð. Það er þrennt að það þarf að lofttæma bremsur, rúðuupphalari á bílstjórahurð virkar ekki og hitanemi var að bila (ég fer í það um helgina). Hann er með skoðun 16 (það var ekki sett út á bremsur) Bíllinn er einugis til sölu vegna flutninga erlendis.
Frekari upplýsingar í síma 6984052


lokkur
Innlegg: 23
Skráður: 06.mar 2013, 22:15
Fullt nafn: Gunnólfur Sveinsson
Bíltegund: MMC

Re: Óska eftir 32" breyttum jeppa

Postfrá lokkur » 09.sep 2015, 22:35



Til baka á “Jeppar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir