Sælir/ar
Nú er ég að velta fyrir mér kaupum á Cherokee og veit hreinlega ekki hvort ég eigi að velja 4.7 lítra V-8 vélina eða 4.0 I-6 vélina. Ég var í sömu pælingum fyrir nokkrum árum síðan, og endaði þá á að kaupa mér Subaru :) Síðast var mér sagt að halda mér fjarri 4.7 vélinni, og sérstaklega ef hún var 266 hö. (Overland).
Ég hef tekið eftir því að V-8 bíllinn er alltaf með sídrifi en hinn er sitt á hvað. Svo hef ég líka tekið eftir því í auglýsingum að það er nokkuð algengt að búið sé að taka V-8 vélina upp. En hver er reynsla manna af þessum vélum almennt? Er þessi V-8 vél alveg ómöguleg?
Kv.
Ásgeir
Jeep 4.7 vs 4.0
-
- Innlegg: 51
- Skráður: 03.okt 2012, 23:05
- Fullt nafn: Steingrímur Árni Thorsteinson
- Bíltegund: TJ Wrangler
- Staðsetning: 108 Reykjavík
Re: Jeep 4.7 vs 4.0
Ég hef heyrt að olíupannan sé of lítil í 4,7 mótornum sem leiðir til þess að ef þú ert mikið í að keyra upp og niður brekkur þá nær vélin ekki að smyrja sig nógu vel og bræðir úr sér vegna olíuleysis.
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Jeep 4.7 vs 4.0
Ég átti 4,7 Cherokee., frábær vél, ekkert vesen á henni., bara pasa að nota rétta smurolíu og ekki trassa olíuskifti
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Jeep 4.7 vs 4.0
Hér er ágæt umræða um þessar vélar: viewtopic.php?f=19&t=22200
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur