Sælir Patrolmenn
Er að færa kúplingu og pressu milli véla vegna vélaskipta í Nissan Patrol 2.8 árg 2000. Er ekki einhver sem á verkfæri til að miðjustilla kúplingsdiskana og er til í að leigja mér eða lána núna um helgina. Er í Hafnarfirði.
Með kveðju
Örn. S 8248425
kúplingsskipti Nissan Patrol
Re: kúplingsskipti Nissan Patrol
Þú þarft ekkert spes verkfæri. Fáðu þér bolta sem kemst inn í leguna eða fóðringuna í svinghjólinu. Vefðu einangrunarbandi um endann þar til hann gengur rétt mjúkt í. Mátaðu þá diskinn upp á boltann og sjáðu hvar rílurnar koma. Teipaðu boltann þar svo hann rétt renni í rílurnar. Stilltu af með þessu svo það gangi ljúft í. Ég hef sett margar kúplingar saman svona og aldrei klikkað.
Kv. Birgir
Kv. Birgir
Re: kúplingsskipti Nissan Patrol
Ég hef nú bara stillt þetta með því að lausherða pressuna og stillt diskinn miðað við núningsfarið eftir gamla diskinn og snúið mótornum þar til ég sé að þetta er jafnt allan hringinn :)
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: kúplingsskipti Nissan Patrol
Já sama hér, eftir að ég týndi stilliverkfærinu hef ég gert þetta svona með góðum árangri, og það yfirleitt alltaf með vélarnar í bílum svo þetta ætti að vera leikur einn fyrir þig út á gólfi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: kúplingsskipti Nissan Patrol
Takk fyrir svörin.
Notaði bolta og einangrunarband eins og líst var í fyrsta svari og endaði síðan á að snúa vélinni nokkra hringi og tékka af við farið á svinghjólinu.
Kv. Örn
Notaði bolta og einangrunarband eins og líst var í fyrsta svari og endaði síðan á að snúa vélinni nokkra hringi og tékka af við farið á svinghjólinu.
Kv. Örn
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir