Sælir félagar
ég er að fara að setja læsingar í mussoinn og eru hlutföllinn í nýu hásingunum 4.71 þetta var undir 33" tommu bíl ég er ekki farin að skoða hvað er undir mínum,en ef þið spekingar sem allt vitið um Mussó getið sagt mér hvort þetta gangi ekki örugglega með 35" og sjálfskiftingu væri það vel þegið. Kveðjur úr sveitinni
Hlutföll musso
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hlutföll musso
Þetta er heldur lágt gírað ef þú ætlar að halda þig við 35" dekkin en gæti sloppið til ef að það er hátt overdrive í skiptinguni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Hlutföll musso
Ég er með 4.56 í mínum og finnst hann snúast full hratt á 35" ca 2500 á 90 kmh sem er samt skárra en þegar hann var á 31". Þessir bílar komu á allskonar hlutföllum orginal og það virðist ekki skipta neinu hvaða vél er í þeim eða hvort þeir eru sjálf eða beinskiptir hef heyrt um bíla á 4.10 og niður í 4.88 þannig að maður gengur ekki að neinu vísu með þá.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Hlutföll musso
Jæja þá er ég búinn að opna hásinguna í bílnum þar eru allt aðrar tölur en í nýu hásingunni ekki þessar hefðbundnu hlutfallatölur = 4,71 sem er 47 á kamb en 11 á pinjón
drifið í bílnum sem er núna undir er 41 á kamb 11 á pinjón er einhver sem getur lesið út úr þessu og sagt mér muninn og hvort ég geti notað 47-11 með 35 tommunni og sjálfskiftingu hann fartaði reyndar aldrei mikið hámarkshraði c,a 120km niður brekku ;-) en er bara fínn á 100km snúninghraðamælirinn virkar ekki hjá mér þannig að ég veit ekki snúninginn.
drifið í bílnum sem er núna undir er 41 á kamb 11 á pinjón er einhver sem getur lesið út úr þessu og sagt mér muninn og hvort ég geti notað 47-11 með 35 tommunni og sjálfskiftingu hann fartaði reyndar aldrei mikið hámarkshraði c,a 120km niður brekku ;-) en er bara fínn á 100km snúninghraðamælirinn virkar ekki hjá mér þannig að ég veit ekki snúninginn.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hlutföll musso
47-11 er sama sem 47/11=4.27-1 þú átt að deila kamb í pinjón til að fá hlutfallið.
41/11 er =3.72-1 sem er jafnan kallað 373 hlutfall.
41/11 er =3.72-1 sem er jafnan kallað 373 hlutfall.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Hlutföll musso
Ok þá sýnist mér að hlutföllin með læsingunum séu orginal hlutföll þannig að ef ég nota þau þá fer hann hraðar og er máttlausari er þetta ekki rétt hjá mér? ef að ég skifti út hlutföllum er það ekki töluverð nákvæmnisvinna stilla þetta rétt saman eitthvað sem maður þarf að fá einhvern pro aðila til að gera fyrir sig?
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hlutföll musso
Þessi 4.27 hlutföll ættu alveg að ganga með 35" dekkjum og ef þetta er innstillt í hásingu aftan og köggul að framan með lásum og öllu er varla spurning að setja þetta undir bílinn í heilu lagi,það er nefninlega talsverð vinna að stilla almennilega inn drif í dana hásingar og alveg hundleiðinlegt að gera það undir bíl.
Og svo er eiginlega algert must að hafa slatta af sérverkfærum í svoleiðis aðgerð.
Og svo er eiginlega algert must að hafa slatta af sérverkfærum í svoleiðis aðgerð.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Hlutföll musso
Sælir og takk fyrir svörin þetta er ekki svona einfalt eins og ég var að vona hásingin með 4,27 er kóreuhásing og leyfir ekki hlutföll þannig að ég þarf að rífa allt í sundur og skifta keisingunni allri á milli ég ríf þetta bara undan og fæ einhvern vanan til að gera þetta fyrir mig ef einhver hér treystir sér í þetta má hann hafa samband við mig og skjóta á mig verðhugmynd fyrir vinnuna Kveðja Dóri 8669997
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 128
- Skráður: 18.mar 2010, 10:52
- Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
- Staðsetning: Vatnsleysuströnd
Re: Hlutföll musso
Þá er ég kominn með hlutföllinn á hreint þá er ein spurning eftir það er ekki hægt að setja læsingu í Kóreuhásinguna er mér sagt en passa þá kambur og pinjón úr kóreuhásingu í Dana hásingarnar því að ég þarf að nota 4,27 hlutföllin úr kóreu hásingunni í Dana hásinguna sem er með 3,73 hlutföllin??
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Hlutföll musso
Kambur og pinion passa ekki á milli úr dingdong hásingunni í Dana hásinguna, legurnar á pinioninum eru rangt staðsettar.
Ég myndi hinsvegar skoða þetta betur hvort læsingin passi ekki á milli. Þegar ég stóð í svipuðu basli þá kom það aldrei til tals að læsingin gæti ekki farið í dingdong hásinguna en það sem ég átti í basli með var að ég vildi setja 4.88 hlutfall í hásingu sem í ljós kom að var dingdong hásing. Mín lausn var sú að henda henni og finna Dana hásingu.
Ég myndi hinsvegar skoða þetta betur hvort læsingin passi ekki á milli. Þegar ég stóð í svipuðu basli þá kom það aldrei til tals að læsingin gæti ekki farið í dingdong hásinguna en það sem ég átti í basli með var að ég vildi setja 4.88 hlutfall í hásingu sem í ljós kom að var dingdong hásing. Mín lausn var sú að henda henni og finna Dana hásingu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur