er í smá bobba vandar mynd að startklukku
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 128
- Skráður: 08.júl 2010, 23:34
- Fullt nafn: Hermann Jóhann Bjarnason
- Bíltegund: nissan patroly60 3.3
er í smá bobba vandar mynd að startklukku
sællir heyriði ég er að setja 3.3 nissan mótor í patrol y60 svo mér vantar teinkingar af því hveginn ég teingi startklukku í bilinn hjá mer þetta er klukka ur 80 lc
Jeppi er ekki Jeppi nema það standi Nissan Patrol á honum
Re: er í smá bobba vandar mynd að startklukku
Teikning úr LC80 sem sýnir þetta kerfi. Þetta er tvöfaldur segulliði sem raðtengir rafgeymana í starti.
Hér er mynd af þessu líka.

Hér er annar möguleiki til að leysa 24 start í 12 v bíl. Ég er ekki 100% viss en sé ekkert því til fyrirstöðu að þetta virkaði.
Þetta er 24 v hleðslutæki sem keyrir á 12v straum. Í þínu tilviki væru þá væri 12 rafkerfið í bílnum óbreytt. Hleðslan og notendur væru á rafgeymi #1. Síðan yrði bætt við öðrum rafgeymi (#2) og mínusinn á honum tengdur í plús á þeim sem fyrir er. Plúsinn á geymi #2 gæfi þá út 24 og startið yrði tekið þaðan. Síðan yrði hleðslutækið fætt á 12v frá kerfinu í bílnum og 24v úttakið á því tengt í plúspólinn á geymi #2.
Tækið virðist hafa sameiginlega jörð fyrir 24v útganginn og 12 volta innganginn þannig að það er ekki vandamál. 10A hleðsla er nóg fyrir rafgeymi #2 því að hann sér ekki um neitt annað en startið. Alternatorinn í bílnum sér um hinn og alla notendur, þar með talið hleðslutækið sjálft.
http://www.ebay.co.uk/itm/BATTERY-CHARG ... 35b20d090c
http://www.battery-management-voltage-c ... r_10a.html
Hér er mynd af þessu líka.

Hér er annar möguleiki til að leysa 24 start í 12 v bíl. Ég er ekki 100% viss en sé ekkert því til fyrirstöðu að þetta virkaði.
Þetta er 24 v hleðslutæki sem keyrir á 12v straum. Í þínu tilviki væru þá væri 12 rafkerfið í bílnum óbreytt. Hleðslan og notendur væru á rafgeymi #1. Síðan yrði bætt við öðrum rafgeymi (#2) og mínusinn á honum tengdur í plús á þeim sem fyrir er. Plúsinn á geymi #2 gæfi þá út 24 og startið yrði tekið þaðan. Síðan yrði hleðslutækið fætt á 12v frá kerfinu í bílnum og 24v úttakið á því tengt í plúspólinn á geymi #2.
Tækið virðist hafa sameiginlega jörð fyrir 24v útganginn og 12 volta innganginn þannig að það er ekki vandamál. 10A hleðsla er nóg fyrir rafgeymi #2 því að hann sér ekki um neitt annað en startið. Alternatorinn í bílnum sér um hinn og alla notendur, þar með talið hleðslutækið sjálft.
http://www.ebay.co.uk/itm/BATTERY-CHARG ... 35b20d090c
http://www.battery-management-voltage-c ... r_10a.html
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur