Félagi minn er að velta fyrir sér hvaða vél hann á að velja sér í willysinn sinn. Það sem fyrir liggur er tilbúin undirvagn þar sem framhásingin er með drifkúluna hægra megin.
Hann er mikið að velta fyrir sér einhverri cherokee vél þar sem það er ofboðslegt framboð af ódýrum bílum. Þá er framdrifið reyndar vinstra megin (er það ekki þannig í öllum cherokee?) og kostar breytingu á framhásingu, eða að hræra í millikassamálum.
V8 er það eina sem kemur til greina, og ekki verra að hestöflin séu sem flest.
Nauðsynlegt er líka að áræðanleiki sé með besta móti og verðmiðinn þarf líka að vera lágur.
Hann er ekki með neitt í höndunum ennþá, svo ábendingar eru góðar en aðallega er ég að velta fyrir mér hvaða cherokee vélar séu bestar, því ég þekki þessa tegund ekki nógu vel.
Einnig, hvað gengur saman af þessu, gengur skipting af línu sexu á V8?
Aðrar tegundir koma einnig til greina, ekkert útilokað. Bara að verðið sé hagstætt og gæðin þokkaleg.
Vélaval í willys
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Vélaval í willys
Ég hef átt bæði V8 5,2 og 4,7 ofsalega skemmtilegar báðar tvær. 4,7 fannst mér samt skemtilegri á hærri snúningi en 5,2 alveg topp vél í breyttum bíl og örugglega hægt að fá hana fyrir lítið
Re: Vélaval í willys
Er ekki auðveldar að fá sér hásingu með drifkúluna réttu megin en að mixa millikassa fyrir drifkúlu vitlausu megin? Ég held að flestir yngri V8 bílar séu komnir með drifkúluna réttu megin, En ég á Isuzu vél með kassa og millikassa fyrir drifkúluna vitlausu megin og er til í eitthvað brall ef menn nenna að koma með dótið til mín
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vélaval í willys
Eitthvað hefur maður heyrt að milliheddið (bjórkúturinn sem sumir kalla það) hafi verið til vandræða á 5.2 vélinni. (Hvað segja JEEP menn?)
4.7 vélin er líka nýrri hönnun en það er látið vel af henni.
4.7 vélin er líka nýrri hönnun en það er látið vel af henni.
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Vélaval í willys
Sæll félagi minn á 401 einnig 360 ef það er einhver áhugi þá geturu prufað að hringja í 8953054 Ársæll einnig á hann slatta af allsskonar varahlutum í willys og cherokee kv Heiðar
-
- Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Vélaval í willys
ég er með 5,2 magnum í mínum wrangler og líkar bara vel, þegar ég fékk bílinn var hann með 904 skiptingu og held ég alveg örugglega að það sé original skiptingin sem var á línu sexunni sem var í bílnum þannig að það á að ganga saman þótt menn hafi verið eitthvað efins um það þegar ég spurðist fyrir um þetta á sínum tíma
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur