Sjálfur smíðaði ég eitt sinn kanta úr 1,25 blikki og sauð þá að cherokee. Þeir voru beygðir að utanverðu í blikksmiðju til að fá örlítið form á þá. Síðan voru skornir fleygar úr beygðu brúninni og lengjurnar beygðar til að búa til "boga" og soðið aftur saman. S'iðan voru kantarnir soðnir innaní hjólaskálarnar einfaldleikans vegna (þyrfti ekki að forma þá eftir hliðunum). Þetta var mjög fljótlegt og auðvelt en ég gerði þau mistök að klippa of lítið úr svo eftir að ég sauð kantana á hann var full lítið pláss fyrir dekkin. Einnig þarf að passa að dekkin mega ALLS EKKI rekast í kantana því þeir eru eins og hnífar, ystu kubbarir að aftan skárust af að hluta í 1. ferð en var til friðs eftir að ég snyrti kantana með slípirokk.


Aðrar hugmyndir eru m.a:
Brettaplast.
Blikk með óbeygða ytri brún en líma áfellu yfir brúnina til að fólk skerist ekki á brúnunum.
Parlock eða álíka vörubílabretti skorin í tvennt.
Kv. Freyr