Ná lykt úr bíl
Ná lykt úr bíl
Splæsti mér í bíl um daginn sem greinilega hefur innihaldið blautann hund oftar en einusinni.
Nú er ilmspjald og góð útloftun í 3 vikur ekki að gera sitt gagn svo mig vantar eitthvað undraefni til að eyða gamalli hundalykt úr bílnum?
Nú er ilmspjald og góð útloftun í 3 vikur ekki að gera sitt gagn svo mig vantar eitthvað undraefni til að eyða gamalli hundalykt úr bílnum?
-
- Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: Ná lykt úr bíl
hef notað lyktareyðandi svamp heitir held ég air sponge eða eitthvað svoleiðis. Fékkst einhvertíman á bensínstöðum eða N1 stöðvunum. Það eru leiðbeiningar á boxinu en ég hef bara látið hann standa í bílnum með smá rifu yfir nótt. notaði þetta á bíl með reykingarlykt, er nokkuð sáttur með útkomuna
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ná lykt úr bíl
Ef að þetta er slæmur hundabíll þá er því miður ekkert annað í stöðuni en að taka góðan dag í það að spæna bílinn í sundur að innan og djúphreinsa öll sæti og teppi og ryksuga hvern krók og kima. Gætir þurft að rífa klæðningu úr skotti og hreinsa innan úr boddýi þar sem þessi fjandans úldnu hár komast allstaðar á milli og safnast fyrir á ótrúlegustu stöðum. Svo þegar þú heldur að allt sé komið þá er toppklæðningin eftir. ;)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Ná lykt úr bíl
Gamalt og gott húsráð er að nota edik til að eyða ólykt. Getur prófað að setja smá slurk af venjulegu borðediki í 2 eða 3 skálar og látið standa í bílnum í nokkra klukkutíma, t.d. yfir nótt.
Re: Ná lykt úr bíl
Eg hef notað lyktareyðir fra wurth og hef ekki enn fundið lykt sem þettað efni hefur ekki raðið við
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ná lykt úr bíl
VÁ!
ég las þetta sem Nálykt úr bíl
En ég mæli með djúphreinsun og að spæna sæti úr og e.t.v. teppi. Notaðu tækifærið og lagaðu allt undir þeim sem þú kemst að og nennir.
Ef það er hinsvegar nálykt í bílnum þá þarf líka að spæna allt úr honum og þú gætir e.t.v. fengið hjálp frá lögreglunni til að sjá um erfiðið :)
ég las þetta sem Nálykt úr bíl
En ég mæli með djúphreinsun og að spæna sæti úr og e.t.v. teppi. Notaðu tækifærið og lagaðu allt undir þeim sem þú kemst að og nennir.
Ef það er hinsvegar nálykt í bílnum þá þarf líka að spæna allt úr honum og þú gætir e.t.v. fengið hjálp frá lögreglunni til að sjá um erfiðið :)
Re: Ná lykt úr bíl
Eitt sem virkar djöfull vel á allskonar lykt er óson. Getur eflaust leigt iðnaðar ósontæki hjá Besta og þessháttar sjoppum sem leigja út skúringargræjur. Hendir framlengingarsnúru út í bíl og setur tækið í samband inni í bílnum og lætur það malla í einn dag eða svo.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ná lykt úr bíl
Númer eitt, skíturinn verður að fara annars verður þetta áfram síðan djúphreynsa eins vel og hægt er.
Svo er ráð að tala við aðila sem vinna við alskonar þrif, væntanlega þeir sem hafa bestu reynsluna.
Svo er ráð að tala við aðila sem vinna við alskonar þrif, væntanlega þeir sem hafa bestu reynsluna.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Ná lykt úr bíl
villi58 wrote:Númer eitt, skíturinn verður að fara annars verður þetta áfram síðan djúphreynsa eins vel og hægt er.
Pabbi keypti Hilux af bónda fyrir mörgum árum og losnaði aldrei við helvítis hesta/skíta/fjósalyktina úr bílnum. Þetta var Hilux með vinyl í öllu nema sætum og þau var búið að dauðhreinsa, en ennþá stinkaði bílinn. Þegar verið var að laga eitthvað fannst drulla eða skítur með heyi í liggjandi við miðstöðvarelementið. Lyktin hvarf þá með það sama.
Skítur getur leynst allstaðar.
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ná lykt úr bíl
siglar wrote:Eg hef notað lyktareyðir fra wurth og hef ekki enn fundið lykt sem þettað efni hefur ekki raðið við
Hef notað þetta og alveg svínvirkar
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Ná lykt úr bíl
Ég hef náð hundalykt úr bíl með Cilit Bang með bláa tappanum. Það inniheldur klór. Hundalykt stafar af bakteríum. Ef þú getur drepið bakteríuna þá losnarðu við lyktina.
Re: Ná lykt úr bíl
Olíuhreinsir er ansi magnaður!
viewtopic.php?f=2&t=25946
viewtopic.php?f=2&t=25946
Re: Ná lykt úr bíl
Sælir
Það er ekki stórmál að taka sætin og teppin úr bílnum og þrífa. Annaðhvort senda í hreinsun eða bara úða yfir sápu sem efnið þolir og þvo t.d. teppin með háþrýstitæki. Ég hef gert þetta bæðii við teppin og sætin og það virkar ágætlega.
Ef lyktin fer ekki var eitthvað gamalt húsráð að geyma dós með matarsóda opna einhversstaðar í bílnum. Þetta var gert í ísskápum t.d.
Ósonmeðferð eða ensím eins og eru notuð í reykvélar á böllum skilst mér að virki til að eyða lykt og er notað t.d. við að þrífa húsgögn eftir bruna. Ætti ekki að vera flókið að framkvæma t.d. með því að leigja reykvél hjá Exton og teipa við rúðuna og bara pusa inn í einhvern tíma. Ég hinsvegar veit ekki hversu langann tíma eða hvernig þetta fer með anað í bílnum t.d. rafeindabúnað o.s.frv.
Kv Jón Garðar
Það er ekki stórmál að taka sætin og teppin úr bílnum og þrífa. Annaðhvort senda í hreinsun eða bara úða yfir sápu sem efnið þolir og þvo t.d. teppin með háþrýstitæki. Ég hef gert þetta bæðii við teppin og sætin og það virkar ágætlega.
Ef lyktin fer ekki var eitthvað gamalt húsráð að geyma dós með matarsóda opna einhversstaðar í bílnum. Þetta var gert í ísskápum t.d.
Ósonmeðferð eða ensím eins og eru notuð í reykvélar á böllum skilst mér að virki til að eyða lykt og er notað t.d. við að þrífa húsgögn eftir bruna. Ætti ekki að vera flókið að framkvæma t.d. með því að leigja reykvél hjá Exton og teipa við rúðuna og bara pusa inn í einhvern tíma. Ég hinsvegar veit ekki hversu langann tíma eða hvernig þetta fer með anað í bílnum t.d. rafeindabúnað o.s.frv.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 31
- Skráður: 19.jan 2012, 13:50
- Fullt nafn: Kristján Traustason
Re: Ná lykt úr bíl
Consume fæst hjá Besta. Þetta er lífhvati (náttúrulegur) sem eyðir öllum bakteríum. Hef notað það með mjög góðum árangri.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ná lykt úr bíl
Ég er búin að þrífa þónokkuð marga hundabíla í gegnum árin og það eina sem virkar er að tæta bílinn eins mikið í sundur og maður þorir og þrífa bæði með teppahreinsivélum og tuskum. Svona spreybrúsalausnir virka bara ef maður ætlar að selja bílinn fljótlega eftir þrif en ef þú ætlar að eiga bílinn eitthvað þá er bara að taka frá helgi í þetta og byrja að tæta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ná lykt úr bíl
Sammála Stebba.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ná lykt úr bíl
Sammála Stebba og Villa. Lyktin hættir ekki að koma fyrr en skíturinn er farinn. Lenti í svipuðu dæmi með fyrrverandi hestabíl, og ekki var hesturinn inní þeim bíl. Myndi byrja á því að djúphreinsa bæði sæti og teppi, ásamt góðri sápu og tusku á rest.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Ná lykt úr bíl
Best er að taka sætin og teppin úr, djúphreinsa þrifa undir teppunum, í besta fæst efni til að eyða lykt svo hjá málingarvörum er til efni sem heitir exit, það er gerla og bakteríudepandi og hef ég náð reykingalykt og hundalykt úr bílum með því að djúphreinsa þau og svo úða þessu efni yfir, svo hef ég þrifið innréttinguna og svo strokið yfir hana með tusku og þessu efni leyft að standa i nokkra tíma.
Kv, Hrannar
Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: Ná lykt úr bíl
Það var fiskilykt í bíl sem ég keypti. Konan mín sagði mér að nota matarsóda. Strá honum í teppin, leyfa honum að standa í sólarhring og svo ryksuga.
Virkaði flott, öll fiskilykt hvarf. Matarsódi er ótrúlegt efni.
Virkaði flott, öll fiskilykt hvarf. Matarsódi er ótrúlegt efni.
Jón Ketilsson S. 8662773
Re: Ná lykt úr bíl
Ég veit að þetta hérna virkar.
https://www.facebook.com/ozone.island
Tekur reykingalykt, brunalykt og ég veit ekki hvað og hvað.
Endilega prófa þetta. Kostar 8.000 að ozona bíl.
Hann kemur með tækin á staðinn, 4 - 6 tímum seinna er ólykt horfin.
https://www.facebook.com/ozone.island
Tekur reykingalykt, brunalykt og ég veit ekki hvað og hvað.
Endilega prófa þetta. Kostar 8.000 að ozona bíl.
Hann kemur með tækin á staðinn, 4 - 6 tímum seinna er ólykt horfin.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur