Sælir.
Nissan Patrol 1991 árgerð 6 cylendra er erfiður í gang.
Blikkar Forhitara ljósið í mælaborðinu þegar bíllinn er kominn í gang.
Vitið þið hvað það táknar ?
Relay eða tímarofi farinn ?
Glóðarkerti eiga að vera í lagi, forhitaraljósið logar frekar stutt við ræsingu.
Nissan Patrol
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Nissan Patrol
ég á líklega fyrir þig hitara tölvuna ef þú vilt prófa hvort þetta sé hún
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Nissan Patrol
Sæll.
Það væri frábært.
Á hvað myndirðu selja hana ?
Er hún ekki staðsett vinstra megin við rafgeyminn undir járnplötunni eða einhversstaðar þar ?
Það væri frábært.
Á hvað myndirðu selja hana ?
Er hún ekki staðsett vinstra megin við rafgeyminn undir járnplötunni eða einhversstaðar þar ?
Re: Nissan Patrol
Ég lenti eitt sinn í veseni með forhitunina í mínum og það sem ég taldi mig finna út var að öll kertin fá 12V í byrjun og 3+3 raðtengjast eftir að bíllinn er kominn í gang. Þetta er gert með relayum sem eru hægra meginn innan í brettinu og er stjórnað af heila sem er hægra megin við fæturnar á farþeganum.Þetta eru stór relay og þú ættir að heyra þau smella. Hjá mér lýsti bilunin sér þannig að hann fór í gang en byrjaði svo að truntast ógurlega, einnig blikkaði forhitunar ljósið í nokkrar mínútur eftir að hann fór í gang. Mér skilst að það sé merki um að heilinn sjái að eitthvað sé að forhituninni. Bilunin hjá mér var að fjólublár, grannur vír við annað relayið var morkinn í sundur.
Gangi þér vel
Gangi þér vel
Re: Nissan Patrol
Sæll
Mér lýst mjög vel á þessa skýringu því að ef rafeindabúnaður bilar þá er einhvernvegin venjan að hann bilar þannig að hann geri ekki neitt. Það er allavega mikið algengara eða þá að hann gerir eitthvað alveg fáránlegt.
Ef svona ljósadót blikkar getur hann einmitt verið að gefa til kynna að eitthvað sé ekki að gerast rétt. Þá myndi ég skoða relayin, vírana og skinnurnar sem tengja glóðarkertin. Þrífa allar tengingar o.s.frv.
Kv Jón Garðar
Mér lýst mjög vel á þessa skýringu því að ef rafeindabúnaður bilar þá er einhvernvegin venjan að hann bilar þannig að hann geri ekki neitt. Það er allavega mikið algengara eða þá að hann gerir eitthvað alveg fáránlegt.
Ef svona ljósadót blikkar getur hann einmitt verið að gefa til kynna að eitthvað sé ekki að gerast rétt. Þá myndi ég skoða relayin, vírana og skinnurnar sem tengja glóðarkertin. Þrífa allar tengingar o.s.frv.
Kv Jón Garðar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur