Hljómtækin í Patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Hljómtækin í Patrol

Postfrá malibu » 16.júl 2014, 10:45

Ég er í stökustu vandræðum með hljómtækin í nissan Patrol árg 2000. Hann var með ekki með orginal útvarp þegar ég kaupi hann og það heyrðist bara í litlu tweeterunum í framgluggapóstinum en ekkert í hátölurunum í hurðunum. Ég er búinn að prófa að skipta um tæki og prófa annan hátalara í einni hurðinni en án arangurs. Hurðahátalararnir duttu reyndar inn í smástund einn daginn en síðan ekki söguna meir.
Eru þessir bílar orginal með crossover eða hvernig er hljóðinu deilt á tweeterana og aðalhátalarana? Ég er að reyna að elta hátalarlögnina til að leyta að biluðu samtengi en hef ekki fundið það ennþá. Eru ekki einhverjir Patrol snillingar hafa glímt við samskonar vandamál og geta miðlað af visku sinni?




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hljómtækin í Patrol

Postfrá Izan » 16.júl 2014, 12:24

Sæll

T.d. geta vírarnir klikkað, einhversstaðar þurfa þeir að hreyfast þegar hurðin er opnuð og þar gæti eitthvað verið. Ég myndi byrja að taka útvarpið úr og mæla vírana og síðan mæla hátalarana alla. Hátalarnir ættu að vera ca 4-10 óhm. Ef hátalarinn mælist algerlega rofinn eða einhver kílóóhm er hann ónýtur og ef leiðararnir mælast eitthvað meira en 1 óhm eru þeir líklegast ónýtir. Ef leiðararnir mælast furðulega en jafnvel allir svipað þá gæti eitthvað verið á milli t.d. crossover eða eitthvað svoleiðis en hátalarnir í hurðinni þola pottþétt að tengjast beint við útvarpið svo að það mætti prófa það líka.

Hvað eru margir hátalarar í bílnum og hvað eru margir útgangar tengdir á hljíomtækjunum? Hvað gerist er þú tengir nýjann hátalara við útganginn á hljómtækjunum?

Fyrsta mál er að athuga hvort það komi eitthvað út úr tækinu síðan að athuga hvort það skili sér á leiðarenda s.s. til hátalara.

Kv Jón Garðar


dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

.

Postfrá dors » 12.des 2014, 22:41

.
Síðast breytt af dors þann 18.feb 2015, 00:57, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Hljómtækin í Patrol

Postfrá malibu » 13.des 2014, 17:53

Sæll

Ég endaði á því að skipta um hátalara, það var nú ekki flóknara en það.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur