Góðan dag.
Monteroinn minn tók uppá því á keyrslu um daginn að kveikja nokkur ljós í mælaborðinu. Brake, ATF temp og Hleðsluljósið. Mér datt að sjálfsögðu fyrst í hug að hann væri hættur að hlaða og skellti tornum í viðgerð. Það beytti því miður engu og bíllinn er enn með þessi ljós logandi. Var að velta fyrir mér hvort einhver öryggi væru að angra mig. Hafa menn lent í einhverju svipuðu ?
Vandræði með MMC Montero 2005
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Vandræði með MMC Montero 2005
Hef grun um að þessi rás sé farinn að léða til jarðar.
Fer það á þrjóskunni
Re: Vandræði með MMC Montero 2005
Hefur þyngst að stíga á bremsurnar?
Re: Vandræði með MMC Montero 2005
Í eldri MMC var það amk þannig að alternators rásin kveikti líka ljós fyrir bremsur og fleira, tengt þannig til þess að prófa þessi ljós þegar svissað er á bílinn. Grunar að það hafi nú ekki breyst.
Þess vegna er ágætt að kanna td vírana sem liggja niður á alternator, athuga hvort að ljósin kvikna þótt plöggurinn á alternatornum sé tekinn úr sambandi. Ef þau gera það ekki þá er einhver ástæða fyrir því að alternatorinn kveikir ljós, annaðhvort ónýtur alternator eða einhver vír sem tengist honum í sundur, tæring í plögginu, etc.
Þess vegna er ágætt að kanna td vírana sem liggja niður á alternator, athuga hvort að ljósin kvikna þótt plöggurinn á alternatornum sé tekinn úr sambandi. Ef þau gera það ekki þá er einhver ástæða fyrir því að alternatorinn kveikir ljós, annaðhvort ónýtur alternator eða einhver vír sem tengist honum í sundur, tæring í plögginu, etc.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 19.jan 2012, 13:17
- Fullt nafn: Ingólfur Þorleifsson
- Bíltegund: Mitsubishi Montero
Re: Vandræði með MMC Montero 2005
Sælir.
Baldur er nálægt þessu. Það kom í ljós að 3 öryggi fyrir afturljós og bremsuljós höfðu sprungið vegna þess að tengill á kerru var ekki í lagi. Þegar skipt hafði verið um þessi 3 öryggi fram í töflu sem er í húddinu þá var allt í góðu. Takk fyrir hjálpina.
Baldur er nálægt þessu. Það kom í ljós að 3 öryggi fyrir afturljós og bremsuljós höfðu sprungið vegna þess að tengill á kerru var ekki í lagi. Þegar skipt hafði verið um þessi 3 öryggi fram í töflu sem er í húddinu þá var allt í góðu. Takk fyrir hjálpina.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur