Ég fór með bíl í athugun til þeirra. Þeir létu mig strax vita að heddpakkning væri farin, ásamt fleiri athugasemdum.
Ég bað síðar um að fá eitthvað skriflegt um þetta og þeir urðu við því.
Ég borgaði sama sem ekkert fyrir þetta.
Lof; Bifreiðaverkstæði Grafarvogs
Re: Lof; Bifreiðaverkstæði Grafarvogs
Hef nokkrum sinnum farið með bíl í viðgerð til þeirra félaga og það hefur alltaf allt staðist 100% hjá þeim, get mælt með þeim !
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Lof; Bifreiðaverkstæði Grafarvogs
Aftur verð ég bara að skjalla þessa náunga.
Tók eftir því að það höfðu lekið nokkrir dropar af hráolíu meðfram olíutankinum á 90 Cruisernum hjá mér. Ég vissi að þetta var vandræðadæmi á þessum bílum (og fleiri tegundum) vegna tæringar á rörunum úr tankinum og athugaði með tíma á verkstæðum. (Ætlaði sko ekki að fara að lenda í gangtruflunum og startveseni út af lofti í lögnum).
Bifreiðaverkstæði Grafarvogs átti tíma á miðvikudaginn, en svo ætluðu þeir að loka og fara í frí í tvær vikur, ég skildi bílinn eftir hjá þeim á miðvikudagsmorgninum.
Upp úr hádeginu á miðvikudag hringdu þeir með slæmar fréttir. Rörin ónýt, mótstöðueiningin ónýt líka og tankurinn svo illa farinn að þegar þeir voru búnir að taka hann niður á gólf veigruðu þeir sér við lyfta honum upp aftur, svo lélegur var hann. Þá þegar voru þeir búnir að hringja um ALLT (partasölur og umboð) og spyrja hvort einhver væri með annan tank.
Þá voru góð ráð dýr, en það var ekki annað að gera en að fá allt dótið gegnum umboðið að utan. Og þessir náungar sneru svo illilega upp á haus og hala á þeim að þetta kom til landsins á föstudag, og ég gat náð í bílinn á laugardagsmorgninum.
Maður var bara með smá samviskubit yfir að láta þá fá svona sendingu inn á gólf til sín rétt áður en þeir ætluðu í frí.
Tók eftir því að það höfðu lekið nokkrir dropar af hráolíu meðfram olíutankinum á 90 Cruisernum hjá mér. Ég vissi að þetta var vandræðadæmi á þessum bílum (og fleiri tegundum) vegna tæringar á rörunum úr tankinum og athugaði með tíma á verkstæðum. (Ætlaði sko ekki að fara að lenda í gangtruflunum og startveseni út af lofti í lögnum).
Bifreiðaverkstæði Grafarvogs átti tíma á miðvikudaginn, en svo ætluðu þeir að loka og fara í frí í tvær vikur, ég skildi bílinn eftir hjá þeim á miðvikudagsmorgninum.
Upp úr hádeginu á miðvikudag hringdu þeir með slæmar fréttir. Rörin ónýt, mótstöðueiningin ónýt líka og tankurinn svo illa farinn að þegar þeir voru búnir að taka hann niður á gólf veigruðu þeir sér við lyfta honum upp aftur, svo lélegur var hann. Þá þegar voru þeir búnir að hringja um ALLT (partasölur og umboð) og spyrja hvort einhver væri með annan tank.
Þá voru góð ráð dýr, en það var ekki annað að gera en að fá allt dótið gegnum umboðið að utan. Og þessir náungar sneru svo illilega upp á haus og hala á þeim að þetta kom til landsins á föstudag, og ég gat náð í bílinn á laugardagsmorgninum.
Maður var bara með smá samviskubit yfir að láta þá fá svona sendingu inn á gólf til sín rétt áður en þeir ætluðu í frí.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir