Pakkningarefni

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Pakkningarefni

Postfrá hobo » 05.apr 2014, 11:06

Ætli það sé óhætt að nota pakkningarefni sem hefur neðangreinda lýsingu, til að þétta smurolíu frá túrbínu?
Semsagt flangsinn sem boltast neðan á túrbínu sem leiðir smurolíuna niður í pönnu.
Átti þetta efni til sem var hugsað sem pakkningarefni fyrir vélar: vatnsdælu, soggrein o.þ.h.
Er aðallega að spá í hitaþolinu.

Sealinfo wrote:"N-8094 is a low density material that conforms well to irregular flange surfaces and has very good crush resistance at high flange pressures. It is intended for sealing oils, fuels, and water in applications with short duration maximum temperatures up to 180C (350F)."



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Pakkningarefni

Postfrá Járni » 05.apr 2014, 11:35

Ég myndi halda að þetta hentaði ekki vel. Á ekki að vera málmpakkning þarna orginal?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pakkningarefni

Postfrá hobo » 05.apr 2014, 11:40

Ég er ekki viss, hef alltaf bara skrælt notuðu pakkninguna af þar sem hún verður ónýt eftir sundurtekt. Hún er þá væntanlega ekki alveg úr málmi.
Ég á annað vírofið efni sem er hugsað til pústpakkningar, frekar þunnt. Ég notaði það síðast þegar ég gerði þetta, bara leiðinlegra að búa hana til á svona lítinn flangs.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Pakkningarefni

Postfrá hobo » 06.apr 2014, 13:21

Tók ekki sénsinn, notaði hitt efnið sem er gert fyrir meiri hita. Svo fann ég líka litla legukúlu sem gerði það auðvelt að búa til litlu götin.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur