Sælir ég var að velta fyrir mér einni spurningu ?
Þegar menn fara í það að breikka boddy eins og ég sá á jeppasýninguni, þegar það var búið að breikka
súkku um heilan helling (reyndar lengjana líka)
hvernig fara menn að því að redda framm og afturrúðu ?
Er þetta ekki sérsmíði sem kostar alveg helling eða má nota einhvað annað svosem plexigler eða sambærilegt ???
Að breikka boddý
Re: Að breikka boddý
creative wrote:
hvernig fara menn að því að redda framm og afturrúðu ?
Er þetta ekki sérsmíði sem kostar alveg helling eða má nota einhvað annað svosem plexigler eða sambærilegt ???
Hvernig boddy ertu að pæla í að breyta ?
það eru nú fleiri T.d. landrover með einkanúmerið Ýktur sem hafa breikkað boddy, en það sem hann og súkkan hafa sameiginlegt er að frammrúðan er slétt
ef þú ert með slétt gler í frammrúðu er hægt að láta skera svoleiðis út fyrir sig úr öriggisgleri hjá t.d. Bílaglerinu (bilaglerid.is)
það er ekkert mál að nota plexy í afturrúður, en það hinsvegar er ekki henntugt í frammrúður þar sem það rispast auðveldlega og lifir þessvegna ekki í sátt við rúðuþurkur
svo er það líka frekar mjúkt miðað við gler og gengur þessvegna svoldið til í vindi, og ég persónulega myndi ekki vilja að frammrúðan hjá mér væri á einhverju flakki
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Að breikka boddý
en eru einhverjir sem geta skorið gler sem er kúpt á hina ýmsu vegu? að breikka bíl gæti verið hin besta skemmtun og manni langar dálítið að prufa það
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Re: Að breikka boddý
Ég er nú ekki að fara breikka neinn ég var bara að spá í þessu
hef gaman af því að pæla eins og margur annar
Kv Elfar Loga
hef gaman af því að pæla eins og margur annar
Kv Elfar Loga
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Að breikka boddý
Ég hef verið svolítið að pæla í svona (í huganum).
Ég er einhvernvegin á því að lang einfaldast væri að redda breiðara boddíi.
Ef maður er t.d. með Chevrolet S10 og vill breiðara, þá reddar maður sér boddíi af fullvöxnum K1500.
Ford Ranger; -> F150 boddí.
Það þarf þá að sjóða nýjar og breiðari boddýfestingar á grindina, en það er mun einfaldara en boddývinna.
Ég er einhvernvegin á því að lang einfaldast væri að redda breiðara boddíi.
Ef maður er t.d. með Chevrolet S10 og vill breiðara, þá reddar maður sér boddíi af fullvöxnum K1500.
Ford Ranger; -> F150 boddí.
Það þarf þá að sjóða nýjar og breiðari boddýfestingar á grindina, en það er mun einfaldara en boddývinna.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur