Pajero 2003 bensín, 3500 GLS tímareim

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
bumbklaatt
Innlegg: 5
Skráður: 05.jún 2013, 19:38
Fullt nafn: Eyjólfur Kristinsson
Bíltegund: Pajero 3500

Pajero 2003 bensín, 3500 GLS tímareim

Postfrá bumbklaatt » 29.jan 2014, 14:16

Sælir

Þarf að skipta um tímareim í bílnum. Vitið hvað svona pakki kostar og mælið þið með eitthverjum góðum? Ég þyrfti líklega að taka vatnsdæluna í leiðinni ekki satt?



User avatar

muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero 2003 bensín, 3500 GLS tímareim

Postfrá muggur » 29.jan 2014, 14:45

Lét skipta um mínum í fyrra (reyndar aðeins eldri). Tímareimasettið var á um 20 þús í Stillingu og vatnsdælan um 10 þús í AB. Það var skipt um þetta hjá mér í leiðinni þegar head-pakkningin fór svo ég veit ekki um tíma á verkstæði.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Pajero 2003 bensín, 3500 GLS tímareim

Postfrá Sævar Örn » 29.jan 2014, 18:43

Sæll, vinnan er uþb. 5 klst á verkstæði, allt frá 4-5 tímum

Þarft tímareimasett, þ.e. reim og hjól, strekkjara og vatnsdælu þarf að skipta út annað hvert skipti sem skipt er um reim eða eftir greiningarmati

Þarft frostlög(vatnskassinn þarf að víkja til að komast að tímareiminni)



Flest verkstæði taka þetta að sér og þetta er ekkert sérlega mikið mál


kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
bumbklaatt
Innlegg: 5
Skráður: 05.jún 2013, 19:38
Fullt nafn: Eyjólfur Kristinsson
Bíltegund: Pajero 3500

Re: Pajero 2003 bensín, 3500 GLS tímareim

Postfrá bumbklaatt » 30.jan 2014, 11:51

Ok takk fyrir þetta


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur