Hverjir annast yfirferðar á olíuverkum? Veit að Framtak sér um það en er að leita að fleiri tillögum.
Er með 1998 disel Pajero sem fer nú seint í gang(eins og hann fái ekki olíu) og og gengur svo truntulega fyrstu 10-20 sek og svo er hann fínn. Þegar hann hitnar fer hann að ganga illa í hægagangi og drepa á sér. Einnig missa kraft. Um daginn þegar hann var búinn að ná hita að þá gaf ég honum inn og þá byrjaði strax truntugangur eftir það. Svo jafnaði hann sig og ég dreif mig heim(200 metrar) og þá dó hann í hægagangi.
Það sem ég er búinn að athuga er sigtið í tankinum, leiðslan frá tanki í hráolíusíuna er nýleg og það er ný hráolíusía.
Einnig var skipt um eitt ónýtt glóðarkerti og membran af olíuverkinu tekin af og sett í heitt vatn til að athuga hvort hún ynni rétt því mér finnst hann hafa gengið of hægt eftir kaldstart lengi vel áður en þetta gerðist.
Það var skipt um spíssa hjá Framtaki um sumarið 2010.
Gæti þetta verið lekur spíss eða eitthvað með olíuverkið?
Hverjir skoða olíuverk?
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Hverjir skoða olíuverk?
ertu búin að athuga vírsíuna ofan á olíuverkinu var með svona vesen á mínum bíl og þá var þessi fín sía ansi þétt af drullu
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 22.sep 2011, 18:40
- Fullt nafn: sigurður már sigþórsson
Re: Hverjir skoða olíuverk?
það er sýja undir banijoboltanum á oliuverkinu á þessum vélum sem gæti verið stífluð
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hverjir skoða olíuverk?
skoðaðu líka þéttihringinn á pumpunni á hráolíusíu húsinu, það er allavega algengt í galloper að hún leki og dragi þar loft þannig leiðslurnar aftur í tank tæmast og sogaflið verður lítið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur