Mikill bílakall og í augnabikkinu kemst fátt annað að en súkkur. Enda frábærir bílar nú í kreppuni.
Ég á 2 Jeppa annar er Suzuki LJ10 sem er elsti Suzuki Jeppi sem hefur verið framleiddur. Einnig sá allra elsti hér heima.

1971 árgerð ekinn aðeins 11.500 mílur, hann stendur en á Original dekkjunum!
Svo er það Hinn bílinn (Skari)
Suzuki Samurai 1989 árg. Ég kaupi þennan bíl og hef frá því ég fékk hann gert eftirfarandi.
Skipt um húdd, púst og það er kominn nýr bílstjórastóll. Málaði bílinn, útbjó mér brettakannta og skar úr fyrir 33" dekkjum sem hann stendur á. Búinn að taka kælikerfið alveg í gegn, ný dæla, kassi og lás. Liðhúsið h.m að framan fór í mauk hjá mér, þar skipti ég um Hjólalegur, Spindillegur og allar þær pakkdósir og pakkingar sem þarna eiga heima. Til að hafa hagstæðara hlutfall er ég með Millikassa úr 410. Annars ættu myndirnar að seiga allt sem seiga þarf.




Síðan er hægt að sjá hann á ferð hér http://www.youtube.com/watch?v=bj4yBJk2TYA
Sorry ef það eru stafsetningarvillur þetta er ekki slegið í stein svo endinlega leiðrétta bara.
Kv. Einar Sveinn