Þetta eru gamlar þumalputtareglur og kunna að vera úreltar með betri olíum og fleiru
Skiptingin á að ganga á svipuðum hita og mótorinn u.þ.b. 80°C
Fyrir hverjar 6-7°C sem vökvinn gengur að staðaldri hærra en þetta helmingar líftíma hans.
Við 115-120°C fara gúmmíþéttingar og fleira í skiptingunni að skemmast og vökvinn eyðilegst.
Dýrari gerfiefnaolíur þola hita betur en ódýrari jarðefnaolíur en samt er bilið líklega ekki meira en 5-10°C.
Hiti á skiptingum?
Re: Hiti á skiptingum?
bluetrash wrote:Hmmm. okay. Lennti í því upp kambanna með bíl í eftirdragi að hún fór í 110gráður. Ég reyndar stoppaði og lét hana kæla sig. Enn það væri þá sterkur leikur að skipta strax um olíu á henni?
Já, skipta strax!!!!
Ef vökvinn hitnar of mikið í stutta stund eyðileggst hann. Hinsvegar hefur það ekki endilega áhrif á skiptinguna strax en ef hún er keyrð slatta með brunninn vökva fer það illa. Skiptu strax, aktu honum góðan hring og skiptu svo aftur. Eða opna lögnina frá kælinum, láta bílinn ganga hægagang og bæta á skiptinguna jafn óðum þar til hreinn vökvi kemur út.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Hiti á skiptingum?
bluetrash wrote:Hvað þyrfti ég stóran kæli í svona til að vera öruggur? Er með 1989 Wagoneer 36" 4litra og já þessa skiptingu sem tekin er framm hér fyrir ofan.
Bara einhvern sæmilega stóran aukakælir. Risakælar gera ekki svo mikið að minni reynslu því flæðimagnið eykst ekki í réttu hlutfalli við stærri kæla. Aðalatriðið og stóra atriðið er að nota lágu föstu gírana í háa drifinu ef álag er á skiftingunni og setja fyrr en seinna í laga drifið þegar það á við. Munar öllu til að hlífa skitingunni með vali á lágum gírum og reynir mun minna á hana. Draga bíl upp Kambana í háa drifinu með krafmikla vél kallar á aðgæslu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur