Ford Ranger

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Ford Ranger

Postfrá redneck » 02.des 2013, 23:24

Kanski ekki rétti staðurinn fyrir þetta en það verður bara að hafa það, en ég var að spá, hvernig eru Ford Ranger að standa sig í snjónum? Eitthvað vit í þeim eða, eins og með bilanatíðni, eiðslu og svoleiðis, endilega ausið úr viskubrunninum



User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ford Ranger

Postfrá jongud » 03.des 2013, 08:47

redneck wrote:Kanski ekki rétti staðurinn fyrir þetta en það verður bara að hafa það, en ég var að spá, hvernig eru Ford Ranger að standa sig í snjónum? Eitthvað vit í þeim eða, eins og með bilanatíðni, eiðslu og svoleiðis, endilega ausið úr viskubrunninum


Aldur og fyrri störf þýða allt þegar kemur að bilanatíðni.
Auðvelt að halda þyngdinni kringum 1800 kg með 30-tommu breytingu.
Passa að halda kælikerfinu hreinu, með ferskum frostlegi og hafa gott eftirlit með heddpakkningum.
Eyðslan er ekkert svakaleg, hún eykst nokkuð með þungu færi, en ég var að fara með fullann tank (70 L)+ 40 lítra í léttu vetrarfæri í ferðum frá Egilsstöðum í Kverkfjöll. Í þyngra færi þurfti maður að míga í tankinn, eða keyra síðustu kílómetrana heim á gufunni.
Eyðsla að sumri; 3/4 af tankinum frá Egilsstöðum í Öskju yfir Gæsavatnaleið í Hrauneyjar. (róleg útsýnisferð)
Það leiðinlegasta við þá eru nöfin að framan. Það þarf að mixa Dana 44 nöf í staðinn og er svona meðalstór aðgerð.
Mæli með upphækkunarsetti að framan með lengdum stífum.
Færa afturhásingu um 10-12 cm aftar þegar þú losar þig við flatjárnin.
Þegar skipt er um kúplingu á að skipta um þrælinn líka, þetta fæst allt í einu setti á nokkrum stöðum.
Passa upp á drifskaftsupphengjuna. Ef hún slitnar mikið getur hún skemmt út frá sér.
Vélin er sæmilega kraftmikil fyrir svona léttan bíl, en ekki það kröftug að maður geti ekki staðið hann upp úr krapapytt án þess að vera hræddur um að brjóta eitthvað.


Ofur Andrinn
Innlegg: 32
Skráður: 24.maí 2013, 20:39
Fullt nafn: Andri Hrafn Árnason
Bíltegund: FORD

Re: Ford Ranger

Postfrá Ofur Andrinn » 15.des 2013, 17:10

Nú á ég svona bíl og í skoðunarvottorðinu stendur að að hann sé 1980kg á 38" ground hawg dekkjum. Ég er ekki farinn að keyra minn enþá þannig að ég veit ekkert hvernig eyðslutölurnar eru fyrir 4.0 v6 ég hef allavegana heyrt að 4.0 v6 sé skárri en 3.0 v6 úr toyotu, bæði í eyðslutölum og hestaflatölu
1991 Ford Ranger STX 4.0 V6


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur