Sælir, langar til að forvitnast um hvað þið fræðingar teljið best að gera í turbomálum.
Þetta er gamall 90 model af 2.4 diesel hilux og turbinan er farin að væla þegar komið er á ákveðinn snúning.
Fann svoldið upp/niður slag í henni þegar ég tók hosuna frá og skoðaði.
Hvað kostar ca. að taka upp svona bínu og hvar er best að láta gera það?
Kv.
Turbina að láta heyra í sér
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 19.feb 2011, 20:00
- Fullt nafn: Guðmundur Þórir Ellertsson
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Turbina að láta heyra í sér
Vélaland tók upp túrbínu úr 2004 árg 320 diesel fyrir mig , man ekki alveg verðið en allavega undir hundrað þús
4runner 3.0 diesel, fann túrbínu frá kína , 52þús komin inn á gólf og virkaði fínt meðan ég átti bílinn. Þessi átti að kosta 360þús í umboðinu.
4runner 3.0 diesel, fann túrbínu frá kína , 52þús komin inn á gólf og virkaði fínt meðan ég átti bílinn. Þessi átti að kosta 360þús í umboðinu.
Re: Turbina að láta heyra í sér
Hér er kannske möguleiki sem vert er að skoða. Ég hef séð túrbínu í gamla JCB traktorsgröfu.Hún kostaði rúmlega 50000 hingað kominn með pakkningum,leiðarvísi og öllum gjöldum og vask.Það átti að kosta 180000 að gera þá gömlu upp ef hún væri viðgerðarhæf.Uppgerðar túrbínur hafa nú reynst misvel.
http://www.aliexpress.com/item/Turbo-Tu ... 88677.html
http://www.aliexpress.com/item/Turbo-Tu ... 88677.html
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 19.feb 2011, 20:00
- Fullt nafn: Guðmundur Þórir Ellertsson
Re: Turbina að láta heyra í sér
Já þið segið nokkuð, kannski alveg eins gott að prófa að taka sénsinn á Kína túrbínu fyrir helmingi minna verð en uppgerð á gömlu.
Re: Turbina að láta heyra í sér
það á að vera smá upp og niður slag en ekkert framm og aftur slag, en má auðvitað ekki vera svo mikið að spaðarnir nái í húsið ;)
Re: Turbina að láta heyra í sér
Kunningi minn ḱeypti hjá umboði einnar breskættaðrar dráttarvélar, legu á aflúrtaksás.
Legan var í poka merktum tegundinni. Á legunni stóð meðal annars.Made in China.
Legan var í poka merktum tegundinni. Á legunni stóð meðal annars.Made in China.
Re: Turbina að láta heyra í sér
Athugaðu samt fyrst áður en þú ferð að kaupa nokkuð,hvort blási einhversstaðar með hosu eða pakkningu.Það getur orsakað hin leiðinlegustu blístur óhljóð.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 19.feb 2011, 20:00
- Fullt nafn: Guðmundur Þórir Ellertsson
Re: Turbina að láta heyra í sér
Já, ég á eftir að skoða þetta betur í góðu tómi. Maður býr sig bara alltaf strax undir það versta en vonar það besta.
Re: Turbina að láta heyra í sér
Ef þú heyrir blísturshljóð við ákveðinn snúning í keyrslu þá myndi ég byrja á að athuga pústpakkningar aftan við bínuna. Ég á hilux 2.4 með bínu og þar eru farnar pakkningar aftan við bínu og kemur þar af leiðandi blísturshljóð við ákveðinn snúning í keyrslu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur