Fyrri eigandi sagði mér bara að gelda pípuna og þá mundi þetta stoppa en svo lærði ég að þessi pípa tilheyrir olíukælingunni — sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Í bjartsýni langar mig að heyra frá ykkur hvort þið kannist við þetta vandamál. Hann semsagt lekur töluvert af olíu við þetta svæði, hægra megin við vélina.
Ég er bara ekki nægilega fróður um vélar til þess að gera mér grein fyrir þessum leka en mér datt í hug að það ætti kannski að vera hosuklemma á þessu röri hér en það er barmafullt af olíu:
Ég er einsog argasti rakki og merki hvert einasta stæði sem ég legg í!
Hefur einhver svör/lausn við þessum leka?