Sælir vinir, er með Patrol Y60 1993 árgerðina á 35". Ætla að breyta honum fyrir 38" eða 44". A maður að fara i 38 eða 44. Þarf eg að lengja i drifsköftum og styrisstöng fyrir 38" breytinguna s.s. 10 cm upp a fjöðrun, er það ekki nóg ?
Hlutfall 5.42 í 38" er fínt er það ekki ?
Patrol breyting Y 60
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 125
- Skráður: 25.apr 2012, 18:03
- Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
- Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
- Staðsetning: Rvk
Re: Patrol breyting Y 60
Er ekki þægilegt að breyta y60 ur 35 i 38" og er ekki örugglega nóg að hækka 10cm. á fjöðrun :) ?
Virðingarfyllst Friðrik :)
Re: Patrol breyting Y 60
Þetta fer aðalega eftir því hversu vel þú ætlar að gera þetta. Það er ekki það sama að keyra bíl sem er bara búið að henda bara klossum undir og 38" dekk. Ef þú færir ekki stífuvasana niður (og til að halda réttum spindilhalla að færa annaðhvort gormasætið örlítið aftar og upp eða gormaskálina niður og aftur) Þá verður bíllinn líklegast mjög jeppaveikur hjá þér. Hef s.s séð bara hent klossum undir og skorið aðeins úr og farið síðan út að keyra en að mínu mati er það vitleysa. Ég hugsa að ef þú notar orginal demparana að þú gætir sloppið við það að lengja sköftin og allaveganna fyrir 38" geturu sleppt því að fá þér lengri sektorsarm en þú munt finna fyrir því í hvert skipti sem þú keyrir yfir hraðahindrun. 5:42 eru hlutföllin í þetta (hef samt átt tvo svona á 38" án hlutfalla og mæli ekkert sérstaklega með því, nógu kraftlaust er þetta fyrir.) Og að mínu mati þá er 38" á 14"breiðum felgum alveg djöfull fínt fyrir þennann bíl. En ef þú ert með eitthvað heilmikið fjármagn þá geturu alveg skoðað að fara í 44" en það er bara dýrara í rekstri og slatta meiri breyting ef þú ert að reyna komast sem ódýrast af. 10cm fyrir 38" er fínt.
Re: Patrol breyting Y 60
Ég er sjálfur með 35" breyttan Patrol Y60 og það er búið að síkka stífufestingar, dempara um 10 cm (að mig minnir). Síðan eru einnig komnir klossar fyrir gormanna. Allaveganna er þetta sambærinleg undivagnsbreyting og er á 38" bílunum. Ég hafði haldið að það hefði verið nóg að skera aðeins meira úr brettum og kaupa stærri kanta til að 38" dekk passi undir. Þarf í raun ekki heldur að breytingaskoða bílinn þar sem að það er óhætt að fara í allt að 10% stærri dekk.
Fyrir 44" breytingu þá þarf að færa hásingar og hækka bílinn meira upp.
Fyrir 44" breytingu þá þarf að færa hásingar og hækka bílinn meira upp.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur