Loftpúðastærð

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Loftpúðastærð

Postfrá Seraphim » 14.sep 2010, 09:37

Sælir

Nú er 4 link fjöðrun á dagskránni hjá mér. Bíllinn sem á að smíða hana undir er Nissan Navara 1999 árg.

Nú spyr ég, Hversu öfluga púða er ráðlegt að setja undir. Ég á kost á að fá 1800 kílóa púða fyrir lítið en ég hef á tilfinningunni að þeir saéu overkill. Hver er ykkar skoðun?


Kveðja
Þorvaldur Helgi


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Guðjón S » 14.sep 2010, 10:59

Sæll, mér skillst að því léttari sem ökutækið er því minni púða, myndi halda að 800kg púðar væru hentugir í þetta verkefni. Sjálfur var ég með 800kg undir 60 cruiser, reyndar fékk ég sjálfur enga reynslu á þeim púðum, skipti þeim út fyrir 12000kg púða, niðustaðan er að mér finnst hann vera of hastur.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Izan » 14.sep 2010, 12:01

Sæll

Þarna eru trúabrögð í gangi eins og annars staðar. Ég var einhverntíma að velta fyrir mér loftpúðum og niðurstaðan mín var eitthvað á þessa leið. Á endanum setti ég enga púða.

Með stærri púða heldurðu bílnum mun hærra með mun lægri loftþrýsting. Það þýðir að jeppinn verður mun mýkri á stærri púðum. Á móti myndast meira innra viðnám í lítið uppblásnum púða sem dregur úr virkni púðans í litlum ójöfnum, skiptir engu máli á úrhleyptum dekkjum.

Ég held að 1800kg púðar séu mikið yfirskot jafnvel miðað við það að ég myndi velja stærri púða en minni.

Trúðabrögðin eru líka alger því að ég kannast við bræður á sitthvorum loftpúðabílnum 44" patrol á litlum púðum og 44" landrover á stórum. Báðir sögðu að sín útfærsla væri miklu betri og hitt virkaði ekki rassgat. Það var líka munur á dempurum hjá þeim, landroverinn hafði fína Koni dempara á meðan Patrolinn hafði gamla slitna 80 krúser dempara.

Ég sé fyrir mér að of stórir púðar rétt uppsettir geta virkað þannig að ef mjög lítið er í púðanum hafi hann ekki það travel sem þarf í samsláttinn og eins ef það er búið að setja mikið hlass á bílinn verði hann of svagur. Það er alveg ljóst að litla púða þarf að harðpumpa við hlass og þá verður bíllinn hastur.

Kv Jón Garðar

P.s. ef stór púði hefur verið of hastur hefur hann ekki verið notaður rétt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Stebbi » 14.sep 2010, 15:00

Izan wrote:Það er alveg ljóst að litla púða þarf að harðpumpa við hlass og þá verður bíllinn hastur.


Þar á móti kemur hlassið og mýkir fjöðrunina. Best er að vigta bílinn að aftan og ganga út frá þeim tölum, ég hefði haldið að 800kg púðar í svona léttan pickup séu fínir ef það á ekki að nota hann í þungaflutninga. Ég veit að 1200kg er of stórt ef að pallurinn er meira og minna tómur eða með eitt topplyklasett og drullutjakk.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Phantom » 14.sep 2010, 16:42

800kg púðar eru fínir í svona léttann bíl. Til að púðarnir virki þurfa þeir þrýsting, ég hef sjálfur verið með 1200kg í hilux, það var fínt að framan en slappt að aftan nema hann væri drekk hlaðinn.

Svo er að velja dempara, annaðhvort að sætta þig við að hann sé aðeins hastur þegar það er ekkert hlass eða á hinn veginn. Eða að fá þér stillanlega. Dempararnir þurfa ekki að vera stífari í sundur en saman, það er þvæla og skemmir fyrir rebound eiginleikum. Gas demparar eða hvað sem er virkar fínt. best að fá að prófa dempara til að finna þá réttu, eða láta tjúnna fyrir þig koni þar til þú ert sáttur.

Notaðu balance stöng hvað svo sem þú gerir.

Ef þú vilt meira travel þá er best að fara bara í gormana.

Þegar það kemur að fjöðrun þá er ekki hægt að fá allt, þegar það munar 200kg+ á ás á notkun þá verður að fara einhvern milliveg.

Þannig er það bara.

keep it simple

kv
Svanur
GAZ69 (í smíðum)

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Loftpúðastærð

Postfrá karig » 15.sep 2010, 13:24

Það væri gaman að heyra í fleirum sem hafa prufað 1200 kg púða í Hilux að aftan, Svanur segir að þeir hafi verið of stífir ef ég skil hann rétt, getur verið að halli á dempurum og stífleiki þeirra þurfi að spila saman við púða til að allt falli rétt. Hvað er mikil loftþrýstingur í 800 kg púða og 1200 kg púða undir Hilux eða sambærilegum að aftan? Kv, Kári.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Stebbi » 15.sep 2010, 21:09

Það er alltaf minni þrýstingur í 1200kg púða en 800kg púða í sömu uppsetningu. Tacoma með 1200kg púða er með ca. 30-35psi í keyrsluhæð og tóman pall, sem er að mínu mati alltof lítið til að púðinn vinni rétt. Bíllinn er ferlega mjúkur að aftan en er víst algjör draumur með fullan pall af drasli og fellihýsi á kúluni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Loftpúðastærð

Postfrá Izan » 15.sep 2010, 21:52

Sælir

Eru menn ekki að gleyma því augljósa að vera með stillanlega dempara með stillanlegri fjöðrun???

Kv Jón Garðar


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Loftpúðastærð

Postfrá JeepKing » 15.sep 2010, 22:02

Ég setti einusinni 1200kg púða og 4Link að aftan hjá mér undir Hilux '94
það var yfirleitt 12-14 psi í púðonum með tóman pall,
var egilega aldrei sáttur við þessa fjöðrun.....
endalaust pumpubras ethvað...

kv. Jónas sem heldur að 800 kg púðar séu skárri....
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Loftpúðastærð

Postfrá birgthor » 16.sep 2010, 11:27

.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur