Vantar smá hjálp efa eithver veit hvað er að bílnum mínum. Er semsagt með ford ranger 1986 2,9 v6
Hann fer altaf í gang en svo þegar ég keyri hann smá og þegar maður stopar á ljósum eða í beygjum þá drepur hann altaf á sér og fer oftast Ekki í gang aftur
Reykir mjög mikið búin að skifta um olíu, síu, kerti, kveikjuna, En það er rosalega mikil bensín lykt af olíuni
Efa eithver hefur hygmund um hvað gæti verið að þá má endilega láta mig vita áður en að ég fer og eyði altaf miklum peningum í hann á verkstæið,
Vesen með ranger
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Vesen með ranger
Sæll skoðaðu punginn sem er á soggreininni ofan á vélinni þetta er hægramegin ef þú stendur fyrir framan bílinn og horfir ofan á vélina.það er svört stunga í hann. Inn í honum er stimpill og gormur liðkaðu þetta upp og hreinsaðu stunguna og hertu yfir milliheddið. Ef bílinn gengur asnalega settu hann í gang og láttu hann ganga hægagang og sprautaðu startspreyi eða bensíni meðfram milliheddinu og heddunum athugaðu hvort gangurinn breitist og ef svo er er hann að taka falskt loft og svo er líka gott að skoða slönguna frá vél og yfir í bremsukútinn. Ef ekkert af þessu dugar þá beinist grunur að spýssunum Byrjum á þessu kveðja guðni á sigló
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir