Breikkun á felgum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Breikkun á felgum
Hvar ætli sé hagstæðast að láta valsa fyrir sig breikkunar stykki í felgu og hvar ætli sé ódýrast að láta stinga sundur felgur
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Breikkun á felgum
Hvað hefur virkilega engin breikkað felgurnar sínar sjálfur ég gerði þetta einu sinni þegar ég var púki
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Breikkun á felgum
Helda að séu ekki margir sem breikka felgur sjálfir en einhverjir færa til miðjur sjálfir myndi ég halda. Ég var einmitt að sjóða miðjur í felgur hjá mér í gærkvöldi. Veit ekki hvort breytingin muni virka. Næ kastlausu og fínu uppstilltu alveg þangað til að ég set festipunkta þá færir miðjan sig til þegar punkturinn dregur sig. Hefði kannski átt að kaupa non basískan vír í punktana. Spurning hvað mikið eða lítið kast sleppur. Ca 1 mm vitleysa hjá mér.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Breikkun á felgum
Ég veit að Vélsmiðjan Héðinn valsar en hef ekki hugmynd um hvort það sé ódýrara einhverstaðar annarstaðar!!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Breikkun á felgum
Ég færði einu sinni miðjur á milli felgna en þá stilti ég felgunum upp á plan og sauð síðan botnana fasta gekk nokkuð vel, en þegar ég breikkaði felgur á sínum tíma hafði ég aðgang að renni bekk en lét valsa fyrir mig hringi í smiðju upp á höfða sem ekki er lengur starfandi.
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur