Sælir. Er í smá vandræðum með gamlann om 314 mótor. Hann á það stundum til að missa allt afl, detta niður í snúning, eins og hann gangi jafnvel bara á 2-3, og svo drepa jafnvel á sér í framhaldi. það hefur dugað að pumpa upp hráolíu með handdælunni á olíuverkinu til að fá hann aftur í gang og til að ganga eðlilega og þá virðist ekkert vera að honum. Þetta virðist gerast alveg handahófskennt, hefur gerst eftir nokkra tíma keyrslu, hefur gerst strax við gangsetningu, í frosti eða hita, virðist litlu máli skipta. Er búinn að taka gruggglasið og grófsíuna í því og hreinsað upp, en það hafði lítið að segja. Það vildi einhver meina að það væri innbyggð sía einhverstaðar í verkinu sjálfu sem vont væri að komast að með olíuverkið á vélinni sem gæti útskýrt svona truntugang, en ég hef ekki skoðað það.
Einnig, hann reykir alveg eins og kolatogari undir fullu álagi upp brekku, dettur í hug að olíuverkið hafi verið skrúfað upp, þar sem að það kemur af vél sem var með túrbínu. Veit nokkur hvernig hægt er að skrúfa það niður?
Með von um góð svör, Sævar P
Olíuverk á om314
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Olíuverk á om314
Sæll gamli.
Þú ert örugglega að draga loft á lögninni úr olíutanknum, eitthvað sem fúskar við vissa stöðu.
Er ekki örugglega búið að taka síuna úr tanknum. Skelltu svo blásara í skrjóðin svo þú þurfir ekki að hlaupa með :-))
Þú ert örugglega að draga loft á lögninni úr olíutanknum, eitthvað sem fúskar við vissa stöðu.
Er ekki örugglega búið að taka síuna úr tanknum. Skelltu svo blásara í skrjóðin svo þú þurfir ekki að hlaupa með :-))
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: Olíuverk á om314
kíki á tankinn og athuga síuna. Er annars að skima eftir túrbínu á þessa sleggju, þarf bínu úr ca 3 lítra mótor.
Kv Sævar P
Kv Sævar P
Re: Olíuverk á om314
Sæll, ég lenti í svipuðu að vélin gekk bara ef ég pumpaði með handdælunni og þá stóð fæðudælan á sér ég losaði stóra tappann á hliðinni hjá handdælunni tók stimpilinn úr og hreinsaði hann eftir það gengur hún eins og klukka. Aftan á olíuverkinu er lok sem er fest með 2 boltum þú tekur það af þá sérðu bolta með 2 stilliróm, þú skrúfar þær aðeins inn og prófar ef hann reikir ennþá skrúfa aðeins meira, ágætt að mæla fyrst frá endanum á boltanum að rónni og eiga það mál ef þú þarft að skrúfa þær aftur út.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: Olíuverk á om314
flott er þakka þér kærlega fyrir þessi ráð, þetta verður skoðað!
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur