Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Jens Líndal » 07.aug 2010, 16:54

Sælir strákar, mig vantar að vita hvernig ég skrúfa upp/niður á olíverki á 4d56td mótor úr L200. Ég er nebbla í smá brasi með vélina í bílnum hjá mér. Í öllum venjulegum akstri vinnur vélin mjög vel en þegar maður kemur í brekkur eins og til dæmis Bröttubrekku og fer að snúa vélinni og rekur pinnann í gólfið að þá er eins og vélin missi allt afl og vélin fer að hitna og allt hverfur fyrir aftan í svörtum reyk og hámarkshraðinn verður frekar lítill. Ég er fullviss um að það sé búið að skrúfa of mikið upp í verkinu og það sé að gefa of mikla olíu. Og svo eyðir bíllinn fullmikið sem ég hugsa að tengist þesu eitthvað.

Og veit einhver hvort það sé munur á gömlu olíuverkunum sem eru ekki með kaldstart búnaðinn og þeim sem eru með kaldstart systemið??

Getur einhver sagt mér hvað ég á að gera til að minnka olíumagnið og hvor áttin það er sem á að skrúfa???


Image
Þetta verk er er alveg eins og er í bílnum hjá mér.

Image




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Izan » 08.aug 2010, 15:49

Sæll

Ég þekki þetta olíuverk ekkert en ég er ekki viss um að vandamálið liggi í þessu.

Það er rétt að ef mótorinn fær of mikla olíu vs súrefni þá reykir hann mikið og hitnar en hann á ekki að missa afl. Reykurinn sem þú sérð er bara hálfbrunnin olía og þú ættir að passa það að láta bílinn ekki reykja svona mikið. Með því að stíga lausar á gjöfina færðu minna olíumagn á mótorinn en þú missir ekkert afl í staðin. Olían sem mótorinn fær umfram það sem hún nýtir á móti loftinu gerir lítið sem ekkert fyrir þig.

Ef mótorinn þolir ekki að snúast hratt og skola miklu lofti í gegnum sig er ástæða til að kíkja á hvort loftsían eða túrbínan sé í standi. Millikælirinn gæti líka verið stíflaður en ég myndi athuga lofthliðina áður en ég færi í að minnka olíumagnið.

Ef loftkerfið er í lagi getur jafnvel pústkerfið verið stíflað. Málið er að þegar mótorinn er kominn á hærri snúning er vélin að skola í gegnum sig miklu meira lofti heldur en í lausagangi og einhverntíma gerist það að loftflæðið inn á vélina eða út af henni annar ekki því sem mótorinn biður um.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 19:07

Þú getur prufað að taka intercoolerinn af og setja rör í milli til að athuga hvort hann er stíflaður. En ef þú veist til þess að það hafi verið aukið við olíuna á þessu olíuverki þá er ekkert að því að skrúfa það hálfhring niður og vinna svo útfrá því. En eins og Izan sagði þá er mikið atriði að það sé ekkert sem hefti loftflæðið inná vélina því að þetta þarf svo ógeðslega mikið af því.

Annars á olíuskrúfan að vera ofarlega aftaná olíuverkinu (snýr að hvalbak) og það er 12mm læsingarró á henni og hugsanlega hangandi rest af innsigli í öllu draslinu. Þú skrúfar út til að minka olíuna.

200708011624220.VE PUMP-B.BOSCH.jpg
200708011624220.VE PUMP-B.BOSCH.jpg (36.04 KiB) Viewed 5341 time
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Jens Líndal » 09.aug 2010, 00:46

Sælir strákar og takk fyrir svörin. Já þetta er búið að valda mér talsverðum heilabrotum allt saman.

Loftsían sem ég er með er original Range Rover sían og var hún að fæða 4.6 lítra V8 vél uppí 6000 snúninga og var aldrei vesen með flæði þar svo ég tel þann möguleika úr stöðunni að sían sé að teppa. Og ég er með original MMC loftsíubarka og hann ætti að duga.

Og þar sem ég er nýlega búinn að setja bæði vél inntercooler í bílinn og varla búinn að aka 2000 km með þessa vél, Og coolerinn var ónotaður svo ég get eiginlega afskrifað að hann sé stíflaður. Og hann er soldið stærri en original cooler og með stærri stútum.

Er ég var að byrja prufuaka bílnum með þessa vél þá var ég í miklu basli með hvað hann reykti mikið og setti meðal annars nýja spíssa í hann en samt var hann eins og togari á botngjöf en það lagaðist mikið eftir að ég setti T stykki aftur á slönguna í Wastegate punginn, En ég tók það af er ég setti vélina í bílinn því ég hélt að það hefði verið til að tengja mæli, en T stykkið er soldið opið í þriðja endann til að fá meira trukk á túrbínuna, og þá var hann farinn að blása um 11.5 pundum en ég er núna kominn uppí 13 pund og öryggisventillinn er stundum að opnast,
En vélin mökkvinnur í allri eðlilegri keyrslu en um leið og ég þarf eða held honum alveg í botngjöf þá missir hann afl eftir 2-3 augnablik og er eins og hann sé að svelta eða fá of mikið og mökkreykir. En myndi vélin mökkreykja ef hún væri að svelta??????????
En túrbóþrýstingur fellur aldrei.

Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér hvort hann sé ekki að fá næga olíu en ég er nýlega búinn að þrífa grófsíuna í verkinu og aðalsían er ný. Mig er farið að gruna að verkið sé eitthvað að klikka.

En hinsvegar er ég líka nýlega búinn að taka úr bílnum bensínsíu sem var aftarlega í grindinni og er gerð fyrir innspýtingu og er að pæla hvort einhver efni úr henni gætu verið að bögga olíuverkið en mér fynnst það ansi langsótt.

En eins og ég segi þá sprautast bílinn áfram þegar ég er að keyrann upp gírana en um leið og einhver brekka er þá fer allt í einhvern minus þarna frammí sem ég er ekki að fatta,
það má eiginlega líkja honum V8 amerískan bíl með raka í kveikju, mér dettur a.m.k alltaf í hug gamli bronco með 302 frammí og blauta kveikju á hellisheiðinni í úrhellis rigningu:)
Ég vona að einhver skilji hvað ég er að fara, en ég er að hugsa um að setja olíubrúsa fram í húdd til að útiloka svelti frá tank og loftsíuna af svona til að byrja með.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Izan » 09.aug 2010, 01:14

Sæll

Ég er sammála því allavega að ef reykurinn er svartur er hann pottþétt að fá of mikla olíu á fullri gjöf en ég er bara ekki að gúddera að hann missi afl við það og þess vegna dettur mér frekar í hug að eitthvað sé stíflað að eða frá vélinni.

Þú ert greinilega með bústmæli en hvar er hann tengdur, við túrbínu framan við intercooler eða við soggreinina? Með boostmæli hefurðu ekkert við öryggisloka að gera. Ég hef bara fiktað við olíuverk í patrol og þegar ég var búinn að fá túrbínuna úr 6 psi í 16 skrúfaði ég ca 10mín upp í verkinu. Ekki láta hálfhring hvarfla að þér nema heyra í einhverjum sem hefur átt við þessi verk. Ég reyndar skrúfaði upp í 6.2 verki um daginn um 5 mín.

Ef skrúfan er innsigluð ættirðu líka að endurskoða þetta, jafnvel frekar að fá annað olíuverk til að prófa.

Olíugjöfin á sinn þátt í olíuskömmtuninni svo að þegar hann byrjar á þessu ættirðu kannski að prófa að gefa minna í. Hvað gerist þá? Gerist þetta bara á botngjöf á 6000 snúningum eða minna, gerist þetta líka á botngjöf á flatlendi í 4 gír s.s. er þetta tengt snúningi vélarinnar eða hversu mikið þú gefur í.

Getur kannski verið að tíminn á olíuverkinu sé ekki réttur og hann sé að fá olíuna of seint á háum snúningi. Þannig gæti hann skilað henni hálfbrunnini og tekið lítið af orkunni. Einhvernvegin er olíuverkið græjað þannig að það flýtir sér í meiri gjöf, getur það verið að hrella þig? Mitt 6.2 verk var fast í fullri flýtingu og bílhelvítið gekk eins og trunta nema á botngjöf. Reykti eins og mf.

Ég er bara, eins og sönnum Patrol eigenda sæmir, ekkert óvanur því að mótorar reyki mikið en ég hef aldrei upplifað svoleiðis mótor missa afl.

Hinsvegar er alveg ljóst að með þessu áframhaldi grillarðu heddið á mótornum. Fái dieselvél of mikla olíu og reyki mikið getur þú verið viss um að afgashitinn er að rjúka upp úr öllu valdi. Afgashitamælir hefur kennt mér tölvert mikið að beita hráolíuvél og án efa sparað umtalsverða peninga. Fari afgashitinn uppfyrir 700-750°C ertu klárlega að ganga frá heddinu, ál bráðnar við 900°C og áður en það gerist fer það að springa og aflagast.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Stebbi » 09.aug 2010, 07:45

Ég átti hilux sem hagaði sér svipað, þá var annarsvegar farin o hringur á inngjafaröxli og það var búið að skrúfa of mikið upp í olíuni. O hringurinn lýsir sér þannig að það er allt í olíu ofan á olíuverknu og það dregur loft þar inn. Hitt lýsti sér í mökk og máttleysi, en hann var ekki turbo.

Prufaðu bara að fara með olíuverkið 1/4 hring til baka og ef að það lagar ekkert þá skrúfarðu það bara á sinn stað. Svona vél sem blæs 16psi á ekkert að reykja að viti ef það er ekki búið að eiga við olíuna. Ég veit um pajero sem var skrúfaður svona í botn á túrbínuni og hann þurfti ekki mikla olíu í viðbót til að reykja eðlilega þannig að það gæti verið búið að skrúfa aðeins of mikið upp.


P.s.
Öryggisventillinn opnast í 16-18psi
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá HaffiTopp » 09.aug 2010, 07:47

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 17:49, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá HaffiTopp » 09.aug 2010, 08:48

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 17:52, breytt 1 sinni samtals.


haukur p
Innlegg: 142
Skráður: 01.feb 2010, 17:12
Fullt nafn: haukur pétursson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá haukur p » 09.aug 2010, 09:14

sælir.ég er að berjast við sama vandamálið í pajero sport með 2,5tdi.ég er að finna mest fyrir þessu í 2600-3000 rpm í brekkum.ég ættla að prufa að skifta um spissa til að birja með og sjá hvað kemur út úr þvi,enda getur egr draslið ekki verið að ergja mig því að það er farið úr+ventillin ofan á soggreinini


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Jens Líndal » 09.aug 2010, 12:04

Sælir aftur strákar og gaman að það sé líf hér á síðunni :)
En Izan, ég er heldur ekki að gúddera að bíllinn missi afl við að fá of mikla olíu en allt getur gerst í þessum vélum. Ég skrúfaði olíuverkið örlítið til baka áðan og það var ekki vottur af innsigli á olíumagn skrúfunni, en ég keyfti þessa vél notaða úr 1998 L200 og er ekin 190þ og prufaði ekki áður en ég fékk hana. En hún var með original pústkerfi og var beisluð við sjálfskiftingu sem breytir svosem engu. En svo kom í ljós að pústgreinin var sprungin í drasl og þykir mér það benda til og mikils afgashita en ég er alveg 100% viss um að hedd er í lagi.
ústmælirinn er tengdur á lögnina sem fer í olíuverkið og er það bara venjulegur mælir úr Barka HF og er hann að sýna hámark 1 bar og mælirinn fer nánast alveg í botn þegar túrbínan fer á fullt. Og ég hef passað mig á að aka soldið eftir mælinum útaf hita en já ég er meðvitaður um að of mikill afgashiti skemmir mjög útfrá sér.

Og Stebbi, Takk fyrir upplýsingarnar, Þú virðist vera ansi fróður um þessa tegund bíla/véla og ætti maður bara að nálgast símanúmerið hjá þér til að hringja beint:) en það er a.m.k gott að eiga þig að hér :)

HaffiTopp. Bíllinn hjá mér missir ekki afl við snögga inn gjöf heldur þegar ég þarf að láta hana puða eins og í brekkum og virðist engu skifta hvort vélin sé á 2000 snún eða 4000 snún. En hún er fín í allri keyrslu en bara við framúrakstur þá þarf maður einhvern veginn a beita gjöfinni. Og meðan ég man þá er öryggisventillinn ekki innbyggður í heddið á 2.5 pajero heldur skrúfaður í sogreinina.

En ég er alveg viss um að þetta tengist eitthvað olíunni, annaðhvort verkinu eða flæðinu að verkinu en það er samt skrýtið ef hann mökkreykir að hann svelti. En tankurinn er úr Discovery dísel og er engin sía ofan í honum heldur bara rör.
En ég er búinn að skrúfann aðeins niður og prufa á eftir og læt ykkur vita.
(ég gæti jafnvel verið með beina lýsingu því ég er með svona púng á tölvunni og hleðslu í bílnum :) )
En allavega, þið hafið hjálpað mikið og þakka ég fyrir það :)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá HaffiTopp » 09.aug 2010, 12:07

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 17:53, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá HaffiTopp » 09.aug 2010, 12:11

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 17:53, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Jens Líndal » 09.aug 2010, 12:41

Já haffi þetta hefur misskilist eilítið. Eins og allir vita sem eiga bíl með þessari vél þá er það nú þannig að í venjulegum akstri þá þarf maður rétt að tipla á gjöfina svo bílarnir öskri áfram en þetta eru nú heldur engar ofurvélar þannig að til dæmis í Bröttubrekku þá þarf maður að REKA PINNANN í gólfið og HALDA honum þar þar til maður er kominn a.m.k hálfa leið upp :) en grínlaust þá er þetta ekki þegar maður spænir af stað 1-2-3 gír heldur þegar maður er farinn að halda pinnanum í gólfinu upp brekku til dæmis :) Það er ekkert hik og ha eða neitt þvíumlíkt, heldur sekkur maður smá stund í sætin og svo er eins og kveikjan sé blaut skilurðu og sælan hverfur :)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Izan » 09.aug 2010, 22:19

Sæll

Ég er svosum að verða lens á hugmyndum. Hvernig er olíuverkið tímastillt, er hægt að hreyfa það eitthvað um fáeinar gráður á standinum eða er það algerlega fast? Ef vandamálið kemur frekar í ljós þegar olíugjöfin er í botni frekar en snúningshraði vélarinnar gæti mér dottið það í hug.

Ég ætla að taka fram að ég er enginn sérfræðingur og er bara að tíunda það sem mér dettur í hug og það sem drifið hefur á daga mína í gegnum tíðina. Ég grautaðist svolítið í olíuverki í 6.2 mótor í vetur og tel mig hafa lært dálítið af því. Fékk m.a. eitt ónýtt sem ég gat opnað og grautast í til að skoða og spá og spöglera. MMC olíuverkið er náttúrulega ekki eins en ég er nokkuð viss um að ferlið sé keimlíkt.

Þegar þú gefur í fer af stað ákveðið ferli sem flýtir verkinu. Það þýðir að ef verkið er stillt of fljótt getur verkið dælt olíu allt of snemma í cylinerinn og þá hugsanlega brennur hún ekki vel, mótorinn getur misst afl og reykt.

Þú getur líka að gamni prófað að setja slurk af sjálfskiptivökva við hráolíuna og taka rúnt. Dísurnar og olíuverkið hefðu bara gott af því að fá smá auka smurefni. Einhver búnaður heldur uppi þrýstingi á olíuverkinu sem hugsanlega kaldræsing óvirjar, ventillinn gæti verið að hrekkja eða slefið. Stíflað slef getur gert allskyns hluti.

Þetta EGR júnit er eitthvað sem ég þekki ekkert.

Boostmælir er bara venjulegur þrýstimælir og hann mælir þrýsting þar sem þú tengir hann. Ef þú vilt vita hvað túrbínan er að skila frá sér tengirðu hann sem næst túrbínunni og ef þú vilt vita hvaða loftþrýstingur er á soggreininni þá tengirðu mælinn þar. Mönnum hefur svolítið greint á um staðsetninguna og þá er bara spurning eftir hverju þeir leita og hverju þeir þurfa að fylgjast með. Svo ég nefni Patrol enn og aftur þá er tilfellið að túrbínan þolir ekki endalausann þrýsting eins og margar aðrar. þessvegna er mikilvægt að fylgjast með því hvað túrbínan gerir en ef þú veist að mótorinn þolir bara ákveðið mikinn þrýsting á soggreinina þá staðseturðu mælinn þar til að sjá til þess að vélinni sé ekki ofboðið. Öryggisventillinn í Patrol hleypir út minnir mig í kringum 12-13 pund en túrbínan þolir 14-15. Til að nýta þessi 2 auka pund get ég ekki haft ventilinn.

Haffi, ég er ekki að skrifa hér til að kítast um hvaða jeppi drífur mest. Ég geri mér fulla grein fyrir að Patrolinn er þunglamalegri bíll heldur en Pajeróinn og kannski þessvegna sem menn vita vel hvað má bjóða þeim vélum. Það leita allir Patroleigendur á sömu mið, aukið afl.

Hinsvegar er venjuleg dieselturbo vél í Patrol alveg eins og í Mitsubishi. Það skiptir engu máli hver framleiðir vélarnar, þær eru allar að virka mjög svipað fyrir utan fáein atriði sem framleiðendur tileinka sér. Annars eru þær allar að nýta mjög sambærilega uppbyggingu til að vinna enda vinna þær allar eins.

Skemmtilegt reyndar að þú segir að Pæjan hafi víðara notagildi á snúningssviðinu og að mótorinn sé í maxi í 4500 sn því að ég hef séð nálina fara uppfyrir 5000 sn á Pattanum mínum, vél sem entist 345.000 km. Það er satt, patrolinn eru ömurlegir jeppar;-)

Kv Jón Garðar,

User avatar

Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Rauðhetta » 10.aug 2010, 00:07

Sælir

Er ekki öryggisventillinn á soggreininni bara orðin slappur, er hann ekki bara að hleypa meiru út en hann á að gera sem veldur því að blandan verður alltof sterk

....bara pæling

Kv Kristján

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Skrúfa upp/niður í olíuverki.

Postfrá Stebbi » 10.aug 2010, 12:07

Eruð þið ekki bara að skoða vitlausan hluta vélarinnar, gliðna ekki bara sprungurnar í pústgreinini undir álagi þegar afgashitinn ríkur upp og túrbínan missir þrýsting á pústhliðini. Það gæti skilað vitlausu hlutfalli á lofti og olíu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur