Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Grásleppa » 17.feb 2013, 18:52

Er með TD42 vél í Y60 sem ég er að turbo væða. Þar sem það er ekki tappi á blokkinni til að taka smur inná túrbínu liggur næst við fyrir að taka vacum dæluna sem er aftaná alternatornum í burtu og nota lögnina þar fyrir túrbínuna. Ef það er gert vantar mig að vita: Er þetta óhætt uppá að túrbínan fái nóg smur? Þeir á ljónsstöðum áttu litla rafmagns vacuum dælu en héldu að það myndi ekki duga, en mæltu með reimdrifinni dælu úr ford, 94 módelinu ef ég man rétt, en þeir áttu bara flatreimar hjól á hana. Var búinn að heyra að bæði hafi verið notað, en væri gaman að fá að heyra hvernig þið hafið leyst þetta ef þið hafið gert svipaðar breytingar. Kv, Jóhann




spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá spámaður » 17.feb 2013, 22:35

er ekki bara málið að taka smur frá olíuþrýstimælinum??það hefur verið gert á mörgum vélum,en ég þekki ekki þessar vélar.
kv hlynur
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Startarinn » 17.feb 2013, 23:36

Það má líka bora smurganginn og bæta við útgangi fyrir banjo bolta, ef þessar blokkir voru fáanlegar með turbo er mjög líklegt að það sé gert ráð fyrir stað á blokkinni til að bora þetta gat, það má slípa flatan flöt á þann stað, með flatkantinum á slípi skífu með slípirokk
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Grásleppa » 18.feb 2013, 10:01

Já, góðar hugmyndir báðar tvær. Þetta er '88 módel af vél, veit ekki hvort það var byrjað að framleiða þær Turbo þarna. Hef séð þetta útfært þar sem það er sett T-stykki á blokkina þar sem smurið kemur upp í alternatorinn, en spurning hvort það dugi.

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Grásleppa » 18.feb 2013, 11:18

Fann flottan þráð um þetta á ástralska Patrol spjallinu...

http://www.nissanpatrol.com.au/forums/s ... TD42/page4

Hugsa að ég setji bara t-stykki við olíuþrýstingsskynjarann eins og Hlynur bendir á og er gert í þessum þræði.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Startarinn » 18.feb 2013, 12:53

Samkvæmt þessari lesningu er tappi í blokkinni hjá annarri mótorfestingunni sem er hægt að fjarlægja til að komast í olíugöngin, þessi tiltekni einstaklingur náði honum bara ekki úr.

Byrjaðu á að finna þennan tappa og skoðaðu hvort þú nærð honum úr, ég myndi líta á hina aðferðina sem neyðar úrræði

Ég var í svipuðu veseni með Volvo B23, þar var tappi framan á blokkinni sem ég gat fjarlægt og sett beygju fyrir glussafittings sem ég notaði til að tengja smurolíuna fyrir túrbínuna

Hampur og glussa gengjulím gerir kraftaverk ef þú þarft að skrúfa venjulegt rörafittings saman í svona mixi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Vantar info varðandi vacuum dælur sem henta í patrol

Postfrá Grásleppa » 18.feb 2013, 19:06

Já, sé þetta núna þegar ég rúllaði aftur yfir þráðinn. Ég athuga þá hvort þessi tappi sé til staðar þegar ég kemst í bílinn næstu helgi og ef hann er ekki til staðar þá er það hitt úrræðið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur