Bitinn ásamt gormaskálum/demparafestingum farinn úr.

Sést ekki svo vel en ég var SVARTUR í framan eftir þetta vinnukvöld...

Oft lengja menn gormaskálarnar fram um það sem þarf til að tengja þær við fremri grindarbitann. Ég er ekki svo hrifin af því, þykir mun betra að bæta við bita þannig að afturhluti hans er 12 cm aftar en sá gamli og sjóða svo skálarnar við nýja bitann. Þannig er þetta mun stífara og sterkara. Áður en bitinn fór í grunnaði ég hann mjög vel að innan með wurth zink grunn.

Búið að sandblása og áður en ég sauð hann á sinn stað grunnaði ég vel þá fleti sem erfitt er að komast að í bílnum.

Hvíta strikið hm. sýnir org staðsetningu hásingarinnar en það sem er vm. nýju staðsetninguna, 12 cm. aftar.

Síkkaði bitann um 3 cm til að losna við að breyta styrktarbita undir skottgólfinu þar sem gormaskálarnar rákust í hann. Stytti upphækkunarklossana sem þessu nemur og breyti svo samslættinum til að dempararnir slái ekki saman en slaglengdin nýtist að fullu. Dempararnir eru KONI með 24 cm slag, þeir halla aðeins svo sviðið er sennilega kringum 26 cm. Skiptingin verður nokkuð jöfn sundur/saman en á eftir að koma endanlega í ljós.

Stífurnar lengdar um 12 cm. Lengdi þær efri örlítið meira til að leiðrétta pinnjónshalla. Þar sem þær eru mun styttri en þær neðri þá hallast pinnjónninn örlítið niður á við þegar bíllinn er hækkaður án þess að síkka neðri stífur í grind og efri á hásingu.

Eva gerði dauðaleit að uppáhalds rúmfötunum sínum í dag, ég þagði bara og dreif mig út......

Smá gat hm. að aftan.......

Úrklippan hm. aft. Klippti töluvert meira en nauðsynkegt er fyrir 38" + fæsrlu. Fyrst verið er að þessu á annað borð borgar sig bara að klippa þannig að kantarnir séu takmarkandi hvað plássið varðar. Þá er pottþétt nægt pláss fyrir dekkin og e.t.v. hægt að stækka þau án breytinga seinna meir ef áhugi er fyrir hendi.

Síkkun á þverstífuturni, á eftir að setja stífu yfir í grind vm.
