Smíði á afturfjöðrun

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 03.aug 2010, 19:34

Sælir

Það eru miklar pælingar hjá mér um þessar mundir. Navaran mín er á fjöðrum+gormum að aftan. Í gær brotnaði blað öðru megin í fjöður. Ég er lengi búinn að hugsa mér að bæta fjöðrun á honum og nú spyr ég ykkur hvað þið ráðleggið mér að gera. Ég sé þessa möguleika.

Um ræðir afturfjöðrun.

1. 4 link og gormar
2. Einfaldar stífur, t.d. framstífur undan Patrol
3. Fjaðrir+gormar áfram

Allar hugmyndir vel þegnar en markmiðið er einfalt og létt sem fjaðrar vel.


Kveðja
Þorvaldur Helgi


Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Francini » 03.aug 2010, 19:54

Sæll.
Þetta var nú auðvelt hjá mér með L 200 bílinn en hann var á fjöðrum að aftan.
Ég tók bara undan pæju og yfirfærði það á L 200 bílinn, en þá á ég við að pæjan var á gormum.
Hvernig var þetta að koma út hjá þér svona mað fjaðrir og gorma ?
Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 03.aug 2010, 20:38

Sæll

Þetta var ekki alslæmt svosum. Létt og fyrirstöðulítið en þegar gormarnir voru settir í var blöðunum fækkað í fjöðrunum og við það veikist fjöðrin það mikið að ég treysti því varla. Enda brotnaði hún.
Kveðja
Þorvaldur Helgi


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá birgthor » 03.aug 2010, 21:03

Einfalt að henda undir einföldum stífum og svo loftpúðum og að sjálfsögðu skástífu, það er lang sniðugast ef þú er með pallbíl þ.e.a.s. hafa loftpúða. Því í 80-90% tilfella er hann ólestaður en svo viltu eiga möguleikann á því að setja þyng í hann. Og þá er vont að vera búinn að versla gorma sem henta bara fyrir ákveðna þyngd.
Kveðja, Birgir


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Izan » 03.aug 2010, 21:18

Sæll

Þetta er ekki mín sterkasta hlið en þetta er mín skoðun.

Möguleikarnir eru gormar eða loftpúðar og 3 stýfu eða 5 stýfu.

Gormar, kostir
Eftir að þeir fara undir þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim fyrr en þeir brotna eða síga, s.s. viðhaldsfríir. Þeir eru alltaf eins þannig að þegar þú hefur fundið gorma og dempara sem þér líkar þarftu ekki að hafa áhyggjur meir af stillingum eða veseni. Tvímælalaus kostur.

Gormar, gallar
Því meir sem þú lestar bílinn síga gormarnir og þú getur ekkert gert í málinu.

Loftpúðar, kostir
Settu 3 200l olíutunnur fullar á pallinn og pumpaðu svo í púðana. Bíllinn nær eðlilegri hæð og fjaðrar eins og þú vilt. Ótvíræður kostur fyrir pallbíl. Hægt að atast í því að pumpa í og úr eftir aðstæðum og nota sem faktor til að aðstoða úr festum eða halla.

Loftpúðar, gallar.
Miklu meira mekanó í kringum fjöðrunarbúnaðinn og allskyns smáatriði verða alltaf að vera í toppstandi t.d. loftkerfi. Meiri hætta að skemma loftpúðana.

S.s. gormar góð solid fjöðrun, loftpúðar góð sveigjanleg og tæknileg fjöðrun.

3link vs 5link (4 link)

Mesti munurinn liggur í misfjöðrun. 3 stýfu kerfi virkar þannig að það myndast ákveðin þvingun á kerfið í misfjöðrun sem eykst eftir því sem misfjöðrunin verður meiri.

5 stýfu kerfi er hinsvegar nánast hlutlaust en þó myndast þvingun á mikilli misfjöðrun eftir því hvað stýfurnar eru langar en varla til að tala um. Þvingunar laust stýfukerfi með gormum og sérstaklega loftpúðum gerir bílinn svagann. 5 stýfukerfi að framan og aftan gerir loftpúðabíl ókeyrandi nema með verklegri balancestöng. Þess vegna sést tæplega undir óbreyttum gormajeppa 5 stýfu kerfi nema annaðhvort að framan eða aftan.

Þú ert með pikkara með vindustöngum að framan og þá held ég að þú ættir að skoða 5 stýfu kerfi frekar og loftpúða. Ég myndi líka færa afturhásinguna aftur undir miðjann pall að minnsta kosti. Flexitoradraslið hjálpar mikið til við að halda bílnum réttum og púðarnir myndu gera kraftaverk þegar pallurinn er nýttur til hins ýtrasta.

Eitt sem menn eru ekki sammála um er stærðin á púðunum. Stærri púðum fylgir meiri mótstaða í léttum akstri en í stærri púðum nærðu fullri veghæð á mun minni loftþrýstingi og það hjálpar til að gera bílinn mýkri. Þetta eru ekki allir sammála um og menn telja stærri púða skapa meira viðnám og það veldur sömu áhrifum og blaðfjöðrunin gerði.

Athugaðu líka að þú færir þyngdarmiðjuna mikið fram með því að færa afturhásinguna og léttir á fjöðruninni þar en það er ekki líkjandi saman hvað jeppinn drífur meira.

Að lokum, lélegt gormakerfi er mun verra en gott blaðfjöðrunarkerfi. Ekki fara út í þessa sálma nema gera það almennilega. Ég hef átt svona bíl (eins og er á myndinni hjá þér) og hann kom á óvart hvað hann var þægilegur. Vissulega nærðu mun meiri misfjöðrun með breytingunum og þetta er besta mál ef þú á annað borð ferð alla leið.

Kv Jón Garðar


Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Francini » 03.aug 2010, 23:19

Áhugavert að lesa.
Hvað vilt þú þá segja um mitt fjöðrunarkerfi sem ég tók undan pæjunni ?
Reyndar færði ég hásinguna aftur um 10 cm í leiðinni.
Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Izan » 04.aug 2010, 08:28

Sæll

Pæjan er með 3 stýfu kerfi að aftan. Fínasta kerfi það.

Kv Jón Garðar


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Jens Líndal » 04.aug 2010, 09:35

Ég man eftir að hafa séð í nokkrum bílum burðarloftpúða inní gormum að aftan. Ég hugsa að það væri sniðugt í pikkup, þá kemur maður bara við á næstu bensínstöð og pumpar í áður en maður lestar já og eða eftir :)

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Óskar - Einfari » 04.aug 2010, 11:53

Ég mæli með vel smíðaðri 4-link (5 stífu) gorma fjöðrun...... þetta er búnaður sem þarf að hafa litlar áhyggjur af.... ef þú veist að þú ert oft að lesta bílin mikið eða ert með camper væru loftpúðar kanski betri kostur...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 04.aug 2010, 13:09

Sælir

Þetta er skemmtilegur lestur og fróðlegur. Takk fyrir álitin. Nú leggst ég undir feld.
Kveðja
Þorvaldur Helgi


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá birgthor » 05.aug 2010, 19:05

Uppá endursölu myndi ég gera ráð fyrir því að loftpúðar seljist betur en þá ertu búinn að opna stærri markaðshóp.

Ef þú vilt lítið vesen þá seturðu vara ventla í stigbrettin eða afturstuðarann og þá er nú ekki mikið loftkerfi. En ef þú vilt hafa þetta tæknilegt seturðu mæla og loka inní bíl til þess að stilla hann þar. Svo er sett loftdæla og kútur ef þú vilt á kerfið.

Ég er búinn að vera töluvert á Econoline með loftpúðum að aftan og þvílík snilld sem það er. Ef lesta þarf bílinn droppa ég honum niður að aftan og þá er hann með um 50 cm uppá stuðara, svo lifti ég honum bara upp og set í rétta hæð. Mjög þægilegt, hinsvegar er möguleiki að skoða þurfi kerfið þegar það eldist og laga leka. Fyrir bíla sem eru mislestaðir eru loftpúðar mjög hentugir.

Svo er líka alltaf til RR fjöðrunarkerfið en það er kannski ekki pláss fyrir það hjá þér.


Kv.
Kveðja, Birgir


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá SverrirO » 06.aug 2010, 21:24

RR er ?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá jeepcj7 » 06.aug 2010, 22:49

Range Rover annað getur ekki verið eitt flottasta kerfi sem komið hefur í jeppa fyrr og síðar.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 07.aug 2010, 13:54

Sælir

Það er ekki pláss fyrir RR fjöðrunina nema færa eldsneytistankinn. Og það útilokar líka afturstífur undan Patrol. Stífufesting beint niður úr grindarbita er eiginlega eini möguleikinn nema færa tankinn eins og fyrr segir.
Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá ellisnorra » 07.aug 2010, 20:15

Ef þú vilt þá á ég grindarafturenda úr lc70 sem þú getur fengið á klink ef þig langar til að nota radíus arma system
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Kiddi » 08.aug 2010, 18:54

Sæll
Væri ég í þínum sporum þá myndi ég gera eins og var gert við þennan:
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... emId=67220

Með þessu þá værir þú að gera þetta 110% rétt í upphafi. Efnið færðu hjá Vélsmiðjunni Héðni og síðast þegar ég vissi þá var það ekki sérlega dýrt. Þetta er svipað kerfi og Arctic Trucks og fleiri hafa smíðað undir marga Hiluxa og þetta bara virkar!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 19:22

Izan wrote:Sæll

Pæjan er með 3 stýfu kerfi að aftan. Fínasta kerfi það.

Kv Jón Garðar



Pæjan er ekki með eiginlegt 3-link eins og maður vill hafa það í jeppa. Á pajero eru 2 boltar til að festa stýfuna við hásinguna sem veldur ákveðini þvingun í misfjöðrun. Alvöru keppnis 3-link væri með pinnum í hásinguna eins og RR framstýfur eru með upp við grind og svo miðjustýfu ofaná kúluni með öflugri spindilkúlu eða HEI joint eins og kaninn heldur ekki þvagi yfir. Þannig fjöðrun ásamt skástýfu passar undir svona fisksalabíl og liðugri en andskotinn í víxlfjöðrun.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Kiddi » 08.aug 2010, 19:33

Stebbi wrote:
Izan wrote:Sæll

Pæjan er með 3 stýfu kerfi að aftan. Fínasta kerfi það.

Kv Jón Garðar



Pæjan er ekki með eiginlegt 3-link eins og maður vill hafa það í jeppa. Á pajero eru 2 boltar til að festa stýfuna við hásinguna sem veldur ákveðini þvingun í misfjöðrun. Alvöru keppnis 3-link væri með pinnum í hásinguna eins og RR framstýfur eru með upp við grind og svo miðjustýfu ofaná kúluni með öflugri spindilkúlu eða HEI joint eins og kaninn heldur ekki þvagi yfir. Þannig fjöðrun ásamt skástýfu passar undir svona fisksalabíl og liðugri en andskotinn í víxlfjöðrun.


Ef það á að hafa 3 langstífur + skástífu þá væri engin þörf á lið eða spindilkúlu ofan á drifkúluna...

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 19:36

Kiddi wrote:Ef það á að hafa 3 langstífur + skástífu þá væri engin þörf á lið eða spindilkúlu ofan á drifkúluna...



Fer það ekki eftir því hvernig hún er fest uppí grind?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Kiddi » 08.aug 2010, 20:51

Jújú ef menn vilja endilega flækja málið þá eru allar leiðir færar en venjulegar fóðringar hafa reynst vel

Ég er samt á því að það sé best að nota bara fóðringar í allt... ég er búinn að ná ótrúlegri misfjöðrun með Benz fóðringunum og síðan einangra þær betur heldur en liðir og endast alveg sæmilega

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 09.aug 2010, 10:08

Sælir

Haldið þið að ég geti komist í samband við eiganda Nissan bílsins sem er á myndunum á 4x4 eða smiðinn að fjöðruninni?
Kveðja
Þorvaldur Helgi


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Izan » 10.aug 2010, 11:50

Sælir

Ég ætla að leiðrétta smá misskilning um hefðbundin 3 og 5 stífu kerfi. Landroverkerfið þar sem eru 2 langstýfur og ein A stýfa í spindli á hásingu er ekki hefðbundið kerfi heldur er það bara uppfinning eins framleiðanda og hefur reyndar komið ljómandi vel út.

3 stýfu kerfi er að finna undir flestum gormabílum þar sem eru 2 stýfur festar með 2 boltum hvor í fóðringum á hásingu (Patrol, LC, Bronco, og allir gorma roverar að framan, Pajero að aftan o.s.frv.) Festing við grind er oftast nær pinni sem fer í gegnum stóra fóðringu á grindinni. Þriðju stífuna má kalla þverstýfu eða skástýfu. Hún er samsíða hásingunni.

5 stýfu kerfi er oft kallað 4 link. Hana er að finna undir gormabílum að aftan (Patrol, LC80, 4runner, cherokkee að framan o.s.frv.) Þar eru 2 stýfur samhliða hvoru megin og boltast með einum bolta með fóðringu hver í hvorn enda. Kosturinn við þetta kerfi er að hásingin snýst ekki við breytingu á fjöðrun þannig að pinionhallinn verður alltaf sá sami. 5. stýfan er þverstífan sem er samsíða hásingarrörinu.

Kv Jón Garðar.

P.s. menn geta líka farið að kíkja undir hina og þessa jeppa og séð hvað er undir þeim. Eigendur þeirra eru oftast nær ekki viðkvæmir fyrir þvi.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Kiddi » 10.aug 2010, 17:15

Izan wrote:Sælir

Ég ætla að leiðrétta smá misskilning um hefðbundin 3 og 5 stífu kerfi. Landroverkerfið þar sem eru 2 langstýfur og ein A stýfa í spindli á hásingu er ekki hefðbundið kerfi heldur er það bara uppfinning eins framleiðanda og hefur reyndar komið ljómandi vel út.

Ég skil ekki hver misskilningurinn er... hvort sem það er ein stök langstífa sem efri stífa (3-link) eða tvær (4-link) eða A-stífa, þá virkar þetta voða svipað... helsti munurinn er sá að A-stífu fjöðrunin hreyfist ekki til hliðar.


Izan wrote:5 stýfu kerfi er oft kallað 4 link. Hana er að finna undir gormabílum að aftan (Patrol, LC80, 4runner, cherokkee að framan o.s.frv.) Þar eru 2 stýfur samhliða hvoru megin og boltast með einum bolta með fóðringu hver í hvorn enda. Kosturinn við þetta kerfi er að hásingin snýst ekki við breytingu á fjöðrun þannig að pinionhallinn verður alltaf sá sami. 5. stýfan er þverstífan sem er samsíða hásingarrörinu.


Það fer alveg eftir því hvernig stífurnar eru settar upp hvernig hásingin snýst! Ef stífurnar eru nákvæmlega jafn langar og nákvæmlega jafn mikið bil á milli þeirra bæði í grind og á hásingu þá snýst hásingin ekki, annars gerir hún það. Afturfjöðrunin í mínum Wrangler er t.d. hönnuð með það í huga að halda þessum drifskaptsstubb sem þar er til friðs út u.þ.b. 30-35 cm fjöðrunarsvið.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Izan » 10.aug 2010, 20:57

Ég skil ekki hver misskilningurinn er... hvort sem það er ein stök langstífa sem efri stífa (3-link) eða tvær (4-link) eða A-stífa, þá virkar þetta voða svipað... helsti munurinn er sá að A-stífu fjöðrunin hreyfist ekki til hliðar.


Misskilningurinn er sá að í 3 stýfu kerfi eru bara 2 stýfur langsum eftir bílnum og ein þverstýfa Samanlagt 3 (2+1=3)

5 stýfu kerfi er það sem er kallað 4link en á það ekki skilið því að það inniheldur 5 stýfur 4 lang og 1 þverstýfu (4+1=5)

Vissulega get ég tekið undir það að hásingin snýst ef stýfurnar eru ekki jafnlangar en ef menn eru að breyta bílum og eru með einfalda krossa í drifsköftum bæði uppi og niðri er mottóið að halda sama halla á pinioni og stubbnum út úr millikassanum er það ekki og þá er lítið fengið með að láta snúast uppá hásinguna þegar bíllinn sígur. Oftastnær þegar menn smíða 4link undir jeppa eru stýfurnar settar jafnlangar til að pinionhallinn sé alltaf sá sami og hallinn á millikassaúttakinu.

Undantekning á þessu er kerfið sem var smíðað undir Hiluxinn af einhverjum snillingi hjá Héðni. Þó svo að stýfurnar væru mislangar heldur kerfið ótrúlega vel pinionhallanum. Virkilega flott uppsetning sem er vert að kíkja á.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Stebbi » 10.aug 2010, 21:22

Izan wrote:Misskilningurinn er sá að í 3 stýfu kerfi eru bara 2 stýfur langsum eftir bílnum og ein þverstýfa Samanlagt 3 (2+1=3)


Í daglegu tal, bæði hérna og westan hafs þá er skástýfa ekki talin með. Það eru bara langstýfurnar sem eru taldar sem linkur. Annars væri franska undrið sem er búið að vera undir Cherokee og Grand Cherokee í 20 ár að framan kallað 5-link en ekki Quadra-Link.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Izan » 11.aug 2010, 09:24

Sæll Stefán.

Við erum allavega að ná lendingu í þessu en þverstýfan er stýfa alveg eins og allar hinar og ef við förum aftur í A-arminn frá rover getum við áttað okkur á að tilvist hennar er ekki sjálfsögð.

Ég hef aldrei heyrt talað um að þetta heiti Quadra-eitthvað en veit að jeep notaði Quadra-trac millikassa sem reyndust ágætlega og MMC apaði upp eftir þeim og tókst vel. Ég man ekki hvaða kerfi er undir rússneska undrinu LADA Niva en tel líklegt að þar hafi 5 stýfu kerfi (4link) verið að finna og þar með er ljóst að frakkarnir hafi ekkert átt í þessu. Ladan hefur engu breytt síðan uppúr 1976 og kom þá með mörgum sömu fídusum og Landkrúser 90 tveimur áratugum síðar s.s. gormum að aftan og sjálfstæðri gormafjöðrun að framan og sítengdum millikassa sem var hægt að læsa. Ladan var hinsvegar feti framar með því að setja lágadrifið í sér stöng óháða hinni þannig að það var hægt að nota lágadrifið í klöngri á sumrin án þess að spenna og þvinga drifrásina.

Kv Jón Garðar

P.s. þetta er orðið spurning um orðalag og í sjálfu sér engin ástæða til að þræta um þetta. Hér eystra er 4-link kerfi kallað 5 stýfu kerfi því að það er það sem það er eins og við köllum sunnlendinga flatlendinga eins og þeir eru;-)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Kiddi » 11.aug 2010, 18:32

Izan wrote:Vissulega get ég tekið undir það að hásingin snýst ef stýfurnar eru ekki jafnlangar en ef menn eru að breyta bílum og eru með einfalda krossa í drifsköftum bæði uppi og niðri er mottóið að halda sama halla á pinioni og stubbnum út úr millikassanum er það ekki og þá er lítið fengið með að láta snúast uppá hásinguna þegar bíllinn sígur. Oftastnær þegar menn smíða 4link undir jeppa eru stýfurnar settar jafnlangar til að pinionhallinn sé alltaf sá sami og hallinn á millikassaúttakinu.

Undantekning á þessu er kerfið sem var smíðað undir Hiluxinn af einhverjum snillingi hjá Héðni. Þó svo að stýfurnar væru mislangar heldur kerfið ótrúlega vel pinionhallanum. Virkilega flott uppsetning sem er vert að kíkja á.

Kv Jón Garðar


Það eru allar götur á því hvernig menn smíða þetta, það er bara rangt að alhæfa það að hásingin snúist ekki. Það er algengast undir þessum stærri amerísku að stífurnar séu jafnlangar enda skiptir þetta nánast engu máli þegar drifsköptin eru orðin þetta löng.

Þetta kerfi sem þú nefnir frá Héðni, það er nánast eins og það sem Freysi hjá AT hannaði undir Toyoturnar, það er einmitt þetta dót sem var notað undir Nissaninn í linknum sem ég skaut inn hér fyrr.

Já síðan það sem ég held að Stebbi eigi við með "franska undrinu" sé bara hversu vel heppnuð fjöðrunin í Cherokee er!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Stebbi » 11.aug 2010, 20:40

Kiddi wrote:Já síðan það sem ég held að Stebbi eigi við með "franska undrinu" sé bara hversu vel heppnuð fjöðrunin í Cherokee er!



Það sem ég á við með 'franska undrinu' er það að það var franskur bílaverkfræðingur sem hannaði framfjöðrunina undir XJ Cherokeeinn. Það er einstaklega lífsseig uppsetning á framfjöðrun sem var notuð í 20 ár eða þangað til að WK kemur með IFS. Ekki það að sá franski hafi fundið upp 4-link.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Seraphim » 17.aug 2010, 14:44

Sælir

Nú er 4 link (5stífu) dæmi með loftpúðum efst á blaðinu. Hvaða fóðringum mælið þið með í stífurnar og hvar fást þær?
Kveðja
Þorvaldur Helgi

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá Polarbear » 17.aug 2010, 15:37

ég keypti Benz unimog fjaðra-fóðringar og hólka fyrir þær hjá ET-verslun í Klettagörðum. þær kosta að vísu slatta og eru kanski í mýkri kantinum en þær hafa verið algerlega til friðs í bílnum mínum frá því ég setti þær í.

ég keypti laser-skorið 4-link sett hjá Sindra (minnir mig) og aðlagaði það að bílnum mínum og smíðaði stýfurnar og allt dótið sjálfur og þetta hefur haldið hingað til. Ég er með loftpúða.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá JonHrafn » 17.apr 2011, 06:48

Hvaða skoðanir hafa menn á því hvernig dempurunum er snúið þarna? Er ekki í flestum eða öllum orginal gormabílum þannig að dempararnir snúa um 90°miðað við þessa, og halla aðeins inn að ofan? Kemur ekki hliðarþvingun á demparana ef þeir snúa svona.

Kiddi wrote:Sæll
Væri ég í þínum sporum þá myndi ég gera eins og var gert við þennan:
http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... emId=67220

Með þessu þá værir þú að gera þetta 110% rétt í upphafi. Efnið færðu hjá Vélsmiðjunni Héðni og síðast þegar ég vissi þá var það ekki sérlega dýrt. Þetta er svipað kerfi og Arctic Trucks og fleiri hafa smíðað undir marga Hiluxa og þetta bara virkar!

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Smíði á afturfjöðrun

Postfrá StefánDal » 17.apr 2011, 12:08

Stebbi wrote:
Kiddi wrote:Já síðan það sem ég held að Stebbi eigi við með "franska undrinu" sé bara hversu vel heppnuð fjöðrunin í Cherokee er!



Það sem ég á við með 'franska undrinu' er það að það var franskur bílaverkfræðingur sem hannaði framfjöðrunina undir XJ Cherokeeinn. Það er einstaklega lífsseig uppsetning á framfjöðrun sem var notuð í 20 ár eða þangað til að WK kemur með IFS. Ekki það að sá franski hafi fundið upp 4-link.


Það var að vísu Kani frá Ford hvorki meira né minna sem hannaði þessa framfjöðrun, Roy Lunn.
Noticing that General Motors was developing a new two-door S-10-based Blazer, AMC decided to design an entirely new four-door model, but worried about rollovers, Gerald C. Meyers hired one of Ford's best engineers, Roy Lunn to design what is known as the Quadra-Link suspension.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir