Þá leit hann svona út


Bensínvélin fór í gang og keyrði, ég byrjaði nú á því að skipta um heddpakningu en það var fleira að þannig að ég náði mér í LC70 til að rífa, ekinn NÁKVÆMLEGA 220 þúsund þegar ég reif hann. Hann bauð uppá ágæta 2L-T díselvél sem ég fiffaði ofaní luxinn. Jæja þá gat ég farið út að keyra. Örfáum mánuðum seinna þá var ég orðinn þreyttur á þessu pústcomboi mínu, en það samanstóð af 2" pústinu undan 70 bílnum nema öðruvísi uppröðun á beyjum og dóti (skorið og soðið til að það passi) en það náði næstumþví einn og hálfum meter allt í allt. Til að fara í gegnum skoðun lét ég blása í gegnum örmjóa rörið sem bensínvélin blæs í gegnum, en það var bara rétt í gegnum skoðunarstöðina! Vá hvað það var þröngt.. En ég keypti mér 2.5" rör og smellti því undir, engar ógeðslegar beyjuvélabeyjur heldur skar ég fullt af 15° skurðum þannig að hver beyja er 30°. Síðan er bara besta leiðin valin, merkt, soðið og svo heilsoðið í restina. Fullur sverleiki alla leið, 2.5" en ekki 2" í beyjum eins og pústverkstæði bjóða uppá. Menn sjá væntanlega að ég er illa pirraður á þessum endalausu vörusvikum!
Það þýðir ekki að hafa suma hluti örgranna, bætti líka við afgashitamæli til að geta skrúfað allt í botn á olíuverkinu



Þarna sést líka boost controlerinn, ég er að blása rétt tæplega einu bari og olíuverkið passlega uppskrúfað líka. Einn daginn bætti ég líka við intercooler ættuðum úr volvo 760 og var það stórmunur.
Einhverntíman þarsíðasta vor þá var farið að braka og marra svo í þessu háþróaða IFS fjöðrunrsystemi sem prýtti bílinn að framan, fóðringarnar bæði margar og dýrar þannig að ég sá framá tugi þúsunda bara í að fóðra þetta upp, þannig að ég skar allar festingar og allt sem fylgdi framfótabúnaði úr LC70 líffæragjafanum og smellti því undir luxinn að framan. Alltannar bíll með gorma og marrlaus :) Þá skipti ég líka um hlutföll, notaði 4,88 sem krúserinn bauð einnig uppá. Svona keyrði ég bílinn framá þarsíðasta haust.
Þá fékk ég leið á því hvað hann var fjandi ljótur, keypti mér málningu og fór að rífa og slípa upp ryð!


Víða þurfti að forma hlutina algjörlega uppá nýtt einsog gengur og gerist í svona verkefnum


Svo fóru nokkur hundruð klukkutímar í þetta í viðbót og þá leit hann svona út



Þarna var ég nú orðinn fjandi montinn með drusluna! En auðvitað getur maður áfram haldið áfram að bæta!


Og þá getur hann teygt sig örlítið betur

Þvílíkur munur á bílnum.
Svo í svona verkefnum þarf náttúrulega að hafa örlítið stærri dekk, ég fer lítið útfyrir veg og nota bílinn mest sem vinnubíl með möguleika á að komast örlítið meira en meðal fólksbíll. Ég smellti 35" undir og þá er hann fjandi góður

En ef menn vilja skoða þennan hilux minn eitthvað frekar þá er alveg gomma af myndum af honum inná síðunni minni, elliofur.123.is
Takk fyrir mig.