Vortec 4,3 v6 tbi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Vortec 4,3 v6 tbi
Er eitthver með reynslu um Vortec 4,3 v6 tbi er með eina svona vél það er eitthverjar gangtruflanir í honum hann gengur fínt enn eftir smá keyrslu eða álag á vélina þá fer hann að kæfa sig eða bleyta sig of mikið hann er að menga alltof mikið og þegar hann dettur í þennan leiðinlega gang þá er ekkert annað hægt að gera enn að drepa á honum og bíða í svona 1 mín þá rýkur hann í gang og lætur eins og ekkert hafi skeð eitthver með hugmynd hvort þetta sé eitthver algengur feill í þessari vél hann er með bensínstilli var alltaf áður að dæla alltof miklum bensínþrýsting inn á regulatorinn þannig að spíssarnir hafa verið undir miklu álagi á bara að taka inn á sig 16 bör enn hefur verið að fá 80 bör inn á sig búið að redda því með bensínstilli.
Eitthverjar hugmyndir? ;)
Eitthverjar hugmyndir? ;)
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
stíflaður/ónýtur hvarfakútur ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Nei ekki svo gott :D Þetta er fornbíll þannig enginn hvarfakútur er í bílnum ;)
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Getur veirð að það sé sprungin pera í hægra afturljósinu?
Mundi byrja á því að athuga það.
Kv. Atli E.
Mundi byrja á því að athuga það.
Kv. Atli E.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
sprunga í háspennukefli ?
eru það öll kertin sem bleyta sig eða ?
er þá enginn súrefnisskynjari í pústinu fyrst enginn er hvarfakútur ?
nýlega búinn að skipta út einhverju ? t.d. kerti og þá kannski með röngu hitagildi ?
leki á vaccum-slöngu sem stýrir auknu eldsneytismagni við inngjöf/álag ?
eru það öll kertin sem bleyta sig eða ?
er þá enginn súrefnisskynjari í pústinu fyrst enginn er hvarfakútur ?
nýlega búinn að skipta út einhverju ? t.d. kerti og þá kannski með röngu hitagildi ?
leki á vaccum-slöngu sem stýrir auknu eldsneytismagni við inngjöf/álag ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Heyrðu það er ekki háspennukefli er búinn að prófa að tengja annað við.
Er ekki viss um hvort að öll kertin eru að bleyta sig.
Jú það er súrefnisskynjari er á greininni.
Það er nýlega búið að skipta um kveikjulok, kveikjuhamar, kerti, kertaþræði og rafgeymi enn gangurinn var í svona áður búið að vera svona síðan mótor var settur í bíl.
Hef ekki ath með vaccumslönguna ætla að kíkja á það í kvöld.
Og einnig Atli E þá er peran í lagi í afturljósinu ;)
Er ekki viss um hvort að öll kertin eru að bleyta sig.
Jú það er súrefnisskynjari er á greininni.
Það er nýlega búið að skipta um kveikjulok, kveikjuhamar, kerti, kertaþræði og rafgeymi enn gangurinn var í svona áður búið að vera svona síðan mótor var settur í bíl.
Hef ekki ath með vaccumslönguna ætla að kíkja á það í kvöld.
Og einnig Atli E þá er peran í lagi í afturljósinu ;)
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Getur verið að hitaskynjarinn fyrir innspítinguna sé að bila?
Ef hann bilar gerir innspýtingin ráð fyrir að vélin sé köld og dælir bensíni inná vélina miðað við kaldræsingu
Ef hann bilar gerir innspýtingin ráð fyrir að vélin sé köld og dælir bensíni inná vélina miðað við kaldræsingu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Hmmm.. Hvar skildi sá skynjari vera staðsettur er nefnilega nóg að hitaskynjurum á þessari vél er ég búinn að komast að.
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Myndi finna teikingu af vaccum kerfinu og fara vel yfir það. Hundleiðinlegir þessir 4.3 ef vaccum er vitlaust tengt
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Ég mundi athuga hitaskynjaran. Ef þessi vél er eitthvað lík frænku sinni 350TBI þá ættu að vera tveir... einn sem fer einn vír í fyrir þá hitamælinn í mælaborðinu og annar með 2 vírum í sem er fyrir tölvuna. Ef þessi hitarofi(skynjari) klikkar fær tölvan röng skilaboð og dælir allt of mikið af bensíni og flýtir kveikju minnir mig líka.
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
-
- Innlegg: 113
- Skráður: 12.okt 2011, 21:50
- Fullt nafn: Brynjar Hróarsson
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
er bensínþrýstingurinn 16 bör ??? það er 232 psi ! það er enginn bensín vél með svo háum bensínþrýsting flestar innspýtingarvélar eru í kringum 40 psi eða 2,5 bör.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Ef vélin er með TBI þá er innbyggður regulator í innspýtingarbúnaðinum.
Þannig að ég er ekki alveg að skilja hvað var gert í þessu dæmi, settirðu regulator á lögnina?
Þannig að ég er ekki alveg að skilja hvað var gert í þessu dæmi, settirðu regulator á lögnina?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Hehe ég ruglaðist hann á að vera með 16 psi :D Ekki bör ;)
S.s Bensíndæla dælir í bensínþrystimæli sem er stillanlegur ég lækkaði þrýsting niður í 16 psi og þaðan fer það í regulator sem "fín stillir" þrystinginn og fer þaðan í spíssana.
S.s Bensíndæla dælir í bensínþrystimæli sem er stillanlegur ég lækkaði þrýsting niður í 16 psi og þaðan fer það í regulator sem "fín stillir" þrystinginn og fer þaðan í spíssana.
-
- Innlegg: 264
- Skráður: 31.jan 2010, 00:32
- Fullt nafn: Magnús Blöndahl
- Bíltegund: WranglerScrambler
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Sæll
Er þetta ekki það sama og 4.3 Vortec? hvaða árgerð er þetta?
ég var að vinna í svona vél um daginn og fann út að hún þyrfti 50-60psi
Er nokkuð skert flæði á retúr bensín lögninni? lenti í því hjá mér að klemma hana og þá hagaði hann sér svipað og þú lýsir.
Einnig varð gangurinn í henni slæmur þegar bensíndælan fór að gefa upp öndina og þrýstingur lækkaði.
kv
Maggi
Er þetta ekki það sama og 4.3 Vortec? hvaða árgerð er þetta?
ég var að vinna í svona vél um daginn og fann út að hún þyrfti 50-60psi
Er nokkuð skert flæði á retúr bensín lögninni? lenti í því hjá mér að klemma hana og þá hagaði hann sér svipað og þú lýsir.
Einnig varð gangurinn í henni slæmur þegar bensíndælan fór að gefa upp öndina og þrýstingur lækkaði.
kv
Maggi
Wrangler Scrambler
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Miðað við hvað Google frændi segir manni þá þarftu 60 psi þrýsting, hún ætti ekki að fara í gang á 16psi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
guggi69 wrote:http://www.justanswer.com/gm/3ajay-94-gmc-sonoma-4-3-vortec-tbi-will-idle-bogs-down.html
Já sé það núna googlaði óvart TPI ekki TBI. Smá munur á þrýsting þar
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
það er 58/60 psi á mörgum af nýrri GM vélunum, en minna á þeim eldri
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
16 psi hljómar kunnulega, ég var með svona TBI innspýtingu út 4.3 mótor mixaða á AMC 258.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 15
- Skráður: 02.jan 2013, 12:31
- Fullt nafn: Guðni Björgvin Högnason
- Bíltegund: Trooper
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Jæja hérna er betri lýsing á biluninni.
Þegar bíllinn er orðinn heitur og er bara í gangi þá er slökkt á vélaljósinu (ég get s.s ekki lesið af heilanum) þá gengur hann vara fínt og svo fer gangurinn að breytast og mótorin hægir á ganginum svo allt í einu kveiknar á vélaljósinu og gangurinn hækkar og lagast svo gerist þetta aftur og þá slökknar á vélaljósinu þetta gerist alltaf á svona 3 mín fresti.
Þegar bíllinn er orðinn heitur og er bara í gangi þá er slökkt á vélaljósinu (ég get s.s ekki lesið af heilanum) þá gengur hann vara fínt og svo fer gangurinn að breytast og mótorin hægir á ganginum svo allt í einu kveiknar á vélaljósinu og gangurinn hækkar og lagast svo gerist þetta aftur og þá slökknar á vélaljósinu þetta gerist alltaf á svona 3 mín fresti.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Ef þú ert ekki búinn að því nú þegar ættir þú að lesa villukóða úr tölvunni.
http://coloradok5.com/forums/showthread.php?t=240425
http://coloradok5.com/forums/showthread.php?t=240425
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Já og svo er ágætt að hafa í huga að vélin sem þú ert með heitir 4.3 TBI
en EKKI Vortec. Vortec kemur seinna og er með fjölspíssa innspýtingu og fleira fínerí, langt í frá sama dótið.
en EKKI Vortec. Vortec kemur seinna og er með fjölspíssa innspýtingu og fleira fínerí, langt í frá sama dótið.
Re: Vortec 4,3 v6 tbi
Er búinn að eiga við nokkra bíla með þessari tbi inspýtingu aðallega þó 350 en eithvað af 305, 4.3L vélin er í grundvöllinn sama blokk og 350 nema bara búið að skera af 2 cyl, á 350 er hitaneminn fyrir hitamælinn við pústgreinina vinstra megin horft aftanfrá hitaneminn fyrir tölvuna er staðsettur á milliheddinu framan við inspýtinguna á milli inspytingar og vatnsdælu, einn bílinn hjá mér lét svona og með því að tengja saman tvo víra í plögginu sem ætti að vera hægra meginn við stýrið undir mælaborðinu þá er hægt að láta tölvuna bilanagreina sig það sem var hjá mér var að tölvan fékk extreeme cold frá nemanum (þurfti að fletta kódanum upp á netinu því heynes bókin hafði hann ekki réttann) og gékk þessvegna alltaf á insogsstillingunni.
Þrystingurinn á þessu frá verksmiðju er frá 16 uppí 22 psi eftir árgerðum og í raun hvaða degi bílinn var settur saman(engar 2 inspytingar stilltar eins(samkvæmt amerískri síðu sem ég man ekki nafnið á lengur)frá bensíndælu en það sem stýrir þrystingnum inná spíssanna er gormur og membra sem eru staðsett aftan við spíssanna (þegar horft er á throttlebody ið aftanfrá er eins og þar sé skál sem kemur niður og búið að insigla boltann sem kemur niður úr því) þessi membra á það til að rifna með tíð og tíma og gormurinn sem heldur við missir smátt og smátt spennuna, ég verslaði mér uppgerðarsett fyrir tbi af netinu (með membru og gorm tveim síum sem fara utanum spíssanna inní skálunum og öllum pakkningum (t.d af ebay) gerði upp hjá mér inspýtinguna EN losaði insiglið á boltanum sem kemur niður úr skálinni og skrúfaði upp um einn og hálfan hring við boltann til að auka þrystinginn við það varð bíllinn tilfinnanlega sprækari og eyddi minna (miðað við að keyra ekki alltaf með inngjöfina í botni) og það á sverustu gerð af van
Vona að þetta hjálpi þér eithvað.
Kv Arnar Helgi
Þrystingurinn á þessu frá verksmiðju er frá 16 uppí 22 psi eftir árgerðum og í raun hvaða degi bílinn var settur saman(engar 2 inspytingar stilltar eins(samkvæmt amerískri síðu sem ég man ekki nafnið á lengur)frá bensíndælu en það sem stýrir þrystingnum inná spíssanna er gormur og membra sem eru staðsett aftan við spíssanna (þegar horft er á throttlebody ið aftanfrá er eins og þar sé skál sem kemur niður og búið að insigla boltann sem kemur niður úr því) þessi membra á það til að rifna með tíð og tíma og gormurinn sem heldur við missir smátt og smátt spennuna, ég verslaði mér uppgerðarsett fyrir tbi af netinu (með membru og gorm tveim síum sem fara utanum spíssanna inní skálunum og öllum pakkningum (t.d af ebay) gerði upp hjá mér inspýtinguna EN losaði insiglið á boltanum sem kemur niður úr skálinni og skrúfaði upp um einn og hálfan hring við boltann til að auka þrystinginn við það varð bíllinn tilfinnanlega sprækari og eyddi minna (miðað við að keyra ekki alltaf með inngjöfina í botni) og það á sverustu gerð af van
Vona að þetta hjálpi þér eithvað.
Kv Arnar Helgi
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur